Vikan


Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 17

Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 17
„Ég er þess fullviss að hið skrifaða orð nær ekki viðlika áhrifavaldi á fólki og hið talaða, að sérhver voldug hreyfing á þessari jörð hefur átt vöxt sinn og viðgang að þakka miklum ræðusnillingum en ekki miklum ritsnillingum“. Það er því augljóst að Hitler lagði mikla áherzlu á persónulegt seiðvald og inælsku áróðursmannsins. Hann telur áróðurinn meðal, en ekki tilgang; segir að áróðurinn eigi eingöngu að tala til múgtilfinn- inganna á svipaðan hátt og auglýsingin. Sannleikurinn i áróðrinum er hins vegar aukaatriði, nema að því leyti sem áróðursmaðurinn sér sér hag i að taka hann i þjónustu sína. Allt sýnir þetta, að hann fór ckki villur vegar, þegar hann gerði Goebebls að sínum manni — og manni flokksins. Þegar Goebliels var setztur að í Berlin hófst hann þegar handa um að koma á aga innan flokksdeildar- innar og gera hana sem hæfasta og virkasta. Flokksskrifstofurnar voru til húsa i sóðalegum kjallara við Potsdamerstrasse, og eitt af því fyrsta sem Goebbels gerði, var að fá starfseminni glæsilegri og rúmbetri samastað. Flokksdeildin var talsvert skuldug. Meðlimirnir voru um þúsund talsins, en þegar Goebbels hafði kynnt sér skrána, strikaði hann um fjögur hundruð út, boðaði þá sex hundruð, sein eftir voru, til fundar og tilkynnti þeim að nú yrðu þeir að greiða flokksgjald skilvíslega — þrjú mörk á mánuði. Það sem þá skorti á rekstrarkostnaðinn, hugðist hann fá inn með því að selja aðgang að flokksfundunum i úthverf- unum, sem hann gerði sér vonir um að yrðu svo viðburðarikir, að menn sæju ekki eftir aðgangseyrinum. „Látum Berlínarbúa hneykslast á okkur og rógbera okkur; látum þá ráðast á okkur — það skiptir engu máli, bara ef þeir tala um okkur, og svo skal líka sannarlega verða“, sagði hann á einum af fyrstu fundunum, sem hann hafði með stjórn flokksdeildarinnar. Framnald a bls. 3U. ÍBdBDIlSHEISTARI HITLER8 ’ ’ARÁS TÁKNAR ALLTAF STYRK' ‘ 2. HLIITI AF I .1 Ó It I tl IIaiiii er orðinn áróðHPi* ■neiistari flokksini og: tilbiðnr foringrjann eini ogr gfsiðfioniinn. Hann setnr kápiennr á svið, lileypir npp fundum andstæðinga og: gerir scr sérstakan mat lir jarðarförum, þegfar 40 þusnnd nianns taka þátt i líkfylgd. Myndirnar: Efst: Goebbels fullur and- aktar því nú er það for- inginn sem talar. — Næst neðst: Goebbels og Martha með barnahópinn 1942. — Neðst: Frá brúðkaupi Goebbels. Hitler var vígslu- vottur og hann gengur á eftir þeim. SS-menn standa heiðursvörð. Takið eftir, að Goebbels er í brúnni skyrtu við þetta hátíðlega tæki- færi, en það var eitt af einkennismerkjum nazista. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.