Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 20
Steinunn S. Bríem þýdcií. Teikning: Þórdís Tryggvadóttir. NKDGGWN FRAMH ALDSSAGAN 4. HLUTI eftir Elizabet Goudge „Hvaða máli skiptir það?“ sagði Ian með fyrirlitningu. „Tíminn skiptir engu máli — ég á endalaus- an tíma fyrir höndum.“ Og eitthvað þvílíkt hafði einnig verið sagt áður. Dagarnir liðu, og ást þeirra óx og blómgaðist, þó að pau vildu ekki viðurkenna það. Þau nutu þess að vera saman, en hugsuðu ekkert um fortíð eða framtíð. Nútíðin var of rík af fegurð og hamingju. En Lady Cameron var hætt að lítast á blikuna. Hún sendi eftir Ian og hélt yfir honum þriggja kortéra ræðu af þeirri mælsku, sem aldrei brást henni. Hún lauk máli sínu með því að banna honum að koma nærri Judy í framtíðinni. „Ég bið afsökunar,“ sagði Ian. „Ég skal ekki leyfa Judy að koma til mín oftar. Hvar er hún?“ „Úti í garði að teikna," sagði Lady Cameron. Ian hneigði sig kurteislega og fór út. Hún horfði á eftir honum út um gluggann og brosti illgimislega. Það var auðséð, að hann hélt, að hann gæti skipað Judy fyrir verkum! Það lá við, að hún vorkenndi unga manninum. En tíu mínútum seinna opnaðist hurðin, og Judy kom inn, bljúg á svip og niðurlút. „Fyrirgefðu, mamma," sagði hún. „Ég skal ekki fara oftar í lækninga- stofuna.“ „Hvað í csköpunum sagði hann við þig?“ spurði Lady Cameron, þegar hún náði aftur valdi yfir tunrfu sinni. ..Hann sa'ði bara, að ég mætti ckki koma oftar, og svo ...“ „Og svo?“ Judy brosti, en svaraði engu. Ian hafði sagt: „Vertu þolinmóð, Judy -—bara svclítið lengur.“ EINN MIÐVIKUDAG í byr'm september fóru Sir James og Lady Cameron með Charles í ökuferð um nágrennið. Judy útbjó handa þeim nesti með ótilhlýðilegri ánægju, að því er Charles fannst, og veifaði til þeiarra í ríkum fögnuði, er þau hurfu milli trjánna. Svo hljóp hún upp í herbergið sitt. Bezt leið henni, þegar hún var ein í húsinu. Þá skynjaði hún líf þess, þetta forna, vitra, friðsama líf, er varað hafði ótaldar aldir. Það hafði séð og heyrt svo margt án þess að rjúfa þögnina, þolað svo mikið án þess að kvarta. En nú ósk- aði hún af öllu hjarta, að það vildi tala við hana. Þá gæti það svarað öllum hennar spurningum. Hver var Judith, og hvers vegna lét hún múra upp í miðgluggann? Hver var maðurinn á málverkinu fyrir ofan arininn? Hvers vegna elskaði hún sjálf þennan stað svona ákaft? Hvers vegna var hún svona hrædd við miðgluggann? Og hvers vegna óx ást hennar til Ians með hverjum deginum sem leið? Hún settist allt í einu á gólfið við bókaskápinn. í hillunni fyrir framan hana var lítil bók, sem hún hafði ekki tekið eftir fyrr. Óhrein og slitin, auðsjáanlega eldgömul. Hún fletti henni varlega og sá, að þetta var nótnahandrit með söng- lögum. Hún leit á saurblaðið. Það var skrifað með festulegri rithönd, sem henni fannst hún kannast við: „Bók þessi er eign Juditli Macdonald. Gefin henni þann 18. ágúst 1745 af eiginmanni hennar, Ranald Mcdon- ald. Elsk-i Judith, meðan ég er í burtu, skalt þú skrifa í þessa bók öll fallegu sönglögin þín, svo að ekkert þeirra gleymist. Þegar ég kem aftur,sezt þú við harpsíkordið og syngur þau fyrir mig“. Það var eins og herbergið hring- snerist fyrir augunum á Judy. Þessa bók átti Judith! Sönglögin voru skrifuð með hennar hendi. Fimm mínútur liðu, áður en hún stóð upp og gekk niður stigann. Hún fór inn í stofuna, settist við harpsí- kordið og spilaði lögin undurlágt. Sér til undrunar komst hún að raun um, að hún virtist kunna þau öll utan að. HÚN LÁ andvaka mestalla nótt- ina. Það var eins og eitthvað innra með henni væri að berjast við að sleppa úr prísund. Hún skildi ekki, hvað var að gerast, og í myrkrinu fannst henni hún standa við svartar dyr, sem voru harðlokaðar. „Hleyp- ið mér inn, hleypið mér inn!“ hróp- aði hún í örvæntingu og barði á þær með krepptum hnefum, en þær hreyfðust ekki. Það var ekki fyrr en um sólar- upprás, sem hún gat hvílzt. Fyrsta skíma dagsljóssins virtist rjúfa of- urlítið gat á dyrnar, og hún and- varpaði af létti ... í dag myndi henni hleypt inn ... Það var afmælisdagurinn hennar, og hann byrjaði illa. Hún fékk enga sendingu frá Ian. Eftir morgunverðinn settist Judy við harpsíkordið og þrýsti brenn- heitu enninu að svölum viðnum. Hvers vegna hafði Ian ekki skrifað henni smákort á afmælisdaginn? Og þó ... hví skyldi hann gera það? Hann var boðinn til kvöldverðar, og þá myndi hann fá tækifæri til að hneigja sig kurteislega og bera fram árnaðaróskir ... Dyrnar opnuðust, og Angus kom inn. „Skælandi?" spurði hann af venjulegu háttleysi. „Og það af því að lávarðurinn sendi þér enga kveðju? Að þú skulir ekki skamm- ast þín!“ „Ég er alls ekki að gráta!“ hrópaði Judy bálreið. „Nei, nei, það er bara andlitið, sem er rennvott,“ sagði Angus. „Kjáni, vesalings litli kjáni!“ Hann fór ofan í vasa sinn og dró upp lít- inn böggul. „Lávarðurinn kom með þetta handa þér fyrir klukkan sex í morgun — flónið að tarna.“ Judy rauk upp og hrifsaði af hon- um böggulinn. „Angus! Hvers vegna fékkstu mér þetta ekki við morgun- verðarborðið?“ „Ég geri ekki lávarðinn að fífli fyrir framan allt þetta aðkomufólk: ... Hann að gefa konum gjafir! Fussum svei!“ Judy reif utan af gjöfinni. Það var ljóðabók eftir Robert Louis Stevenson. Hún leit á titilblaðið: „Judith Cameron. September“. — Kostulegt, að hann skyldi skrifa Judith. Allir kölluðu hana Judy. Hún opnaði harpsíkordið og náði í hina bókina. „Judith Macdonald, 18. ágúst 1745“. Rithöndin virtist hin sama á báðum bókunum, og hún lokaði þeim skjálfhent. Angus stóð við hliðina á henni og horfði yfir öxl hennar. „Já, ég veit það,“ tautaði hann og hökti út úr stofunni. Dagurinn var lengi að líða og veðrið kæfandi heitt. Judy hafði fataskipti fyrir kvöldverðinn; henni leið illa og fannst eins og einhver eldraun væri fram undan, eldraun, sem hún hefði ekki styrk til að horfast í augu við. Hún horfði rannsakandi á spegil- mynd sína og trúði varla, að þessi yndisfagra stúlka væri hún sjálf. Gat það verið, að hún liti svona út? Skyldi Ian elska hana í raun og veru? Og hvað um vesalings Char- les? Nei, þau áttu ekki saman. Hún gekk hægt niður stigann og vonaði, að Ian kæmi of snemma. En það var enginn í stofunni nema Angus. Hún sneri sér í hring fyrir fram- an hann, svo að hann gæti dáðst að fallega kjólnum hennar. „Hvernig lízt þér á hann, Angus?“ spurði hún. „Hm, hm, ekki sem verstur," muldraði Angus kæruleysislega. „En ég vil heldur þennan þarna.“ Og hann benti á eikarkistuna fyrir framan miðgluggann. „Hvað áttu við?“ spurði Judy. „Hefurðu ekki séð kjólinn í kist- unni?“ sagði Angus hissa. „Nei,“ hvíslaði Judy. Hún forðað- ist að koma nálægt miðglugganum. Angus opnaði kistuna og tók kjól- inn upp. Hann var vafinn inn í gamalt léreftslak, sem angaði af mölpillum. „Ég hef gætt hans fyrir þig,“ sagði hann lágt, fékk henni böggulinn og hvarf síðan út. Judy vafði utan af kjólnum. Hann var alveg eins og hún hafði ímynd- að sér: hvítt silkið gulnað af elli, krínólínan ísaumuð litlum, gulum xósum ...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.