Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 12
Geturðu ímyndað þér, hvernig það er að hanga al- saklaus í fangelsi í þrjú og hálft ár. Það er víst nógu erfitt fyrir þá, sem eiga þar heima. Þeir verða geð- bilaðir. Það er ekki til sá maður, sem ekki verður geggjaður af að vera hlekkjaður inni. Hver sá mað- ur, er kemur út úr fangelsi er orðinn bilaður. Múrar, rimlar, múrar, rimlar, ekkert nema múrar og rimlar. Bta^EGAR GEORGI ALPATOV kvaddi fangavörðinn var hann á ný klæddur snyrtilcgum borgaraklæðnaði, sem fór hoonum lireint ekki svo illa. í vasanum hafSi liann ör- fáar rúblur, peninga, sem hann hafði sparað saman með þriggja ára vinnu i bókbandi fangelsisins. —■ Ég óska þér góðrar ferðar og vona að þú liafir heppn- ina með þér, sagði Protov fangavörður. — Þakka, sagði Alpatov stuttaralega, en fann enga innri þörf til kurteisi. Fangavörðurinn varð strax var við hið kuldalega viðmót. — Alpatov, sagði hann, — ég held þér væri réttara að liaga þér betur. Við hefðum getað haldið þér hérna miklu lengur. Náðunarnefndin hefur bara verið svo einstaklega elskuleg i þinn garð. — Og ég á auðvitað að detta i sundur af þakklæti? Alpatov brosti köldu brosi, en iir augum hans mátti lesa reiði og harm. — Þú ert enn i þeirri trú, að þú hafir verið dæmdur sak- Iaus, Alpatov? — Já. Fangavörðurinn yppti öxlum. Hann var farinn að kann- ast við þessa manngerð. — Jæja, sagði hann, — þegar þú kemur heim til þín ætt- irðu að hafa samband við Lukomslci lögreglustjóra. Ætli þú munir ekki eftir lionum. —• Ó jú, ætli ég geri það ekki, sagði Alpatov allt að því bliðlega. ☆ Lukomski lögreglustjóri sat með lappirnar uppi á skrif- borði og var í óða önn að pæla gegnum skjalabunka þegar Alpatov gekk inn á skrifstofuna. Lukomski lagði skjölin til hliðar, en lét lappirnar liggja kyrrar á skrifborðinu. — Fáðu þér sæti, Alpatov. — Nei, takk. — Jæja, stattu þá. — Já, takk. Lukomski lögreglustjóri kveikti sér í ævagömlum, hálf- brunnum pípusterti, og gerði ekki svo lítið sem að gjóta aug- unum til Alpatovs. Hann fyllti vel út i stólinn, stór og krafta- legur, skallinn gljáði af svita en grá augun voru gersamlega líf'laus. Eftir nokkurra mínútna þögn, ræskingar og pípu- tott hélt hann loks áfram. — Ég nenni ekki að þreyta þig á umvöndunarpredikunum, Alpatov. Þú hefur fengið þína lexiu i fangelsinu. Þú ert lát- inn laus til reynslu, en verðum eðlilega að gera nokkrar kröfur til þín, og þér að segja, þá held ég að þú gerðir bezt í því að halda þér algerlega á mottunni. Aðeins minnsti grunur, og þú færð strax ókeypis vist á vegum ríkisins. —• Og þá liði þér mjög vel, ekki satt, Lukomski? Lögreglustjórinn tottaði pípuna. — Það þarf aðeins meira til, og þá verð ég ónægður. En þú skilur það víst seint. — Hvað mikið meira? Þú þarft náttúrlega að sjá mig gerð- an höfðinu styttri, áður en þú ert ánægður? — Ef við nöppum þig við eitthvað sem gefur átyllu til þess, skal ég með ánægju sjá um að framfylgja þvi, svaraði Lukomski rólega. — Grannur líkami Alpatovs titraði af reiði. •—- Hvers vegna bíða Lukomski? Hvers vegna „reddarðu“ ekki mál- unum eins og siðast? Lukomski dró fæturna niður af skrifborðinu og reis á fæt- STRIÐIV Smásaga frá Rúss Bjarni Sigtryggsson þýddi ur i öllu sínu mikla veldi, sem var óvenjulegt viljaþrek, mið- að við stærð og ástand líkamans. — Stattu klár á einu, Alpatov, sagði hann, og röddin var sem svipusmellur. —- Það kann að vera, að þú hafir ekki verið sekur i því máli. Vera kann, að þú hafir sagt sann- leikann og ekkert nema sannleilcann. Það kann að hafa verið tilviljun, að „heitu“ vörurnar fundust hjá þér, og að þú hafir keypt þær af ókunnum útlendingi. En i okkar augum lítur þptta mál öðru vísi út. Það kann að vera að við höfum allir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.