Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 7
manngreyið auðvitað að vinna á föstudögum sem aðra daga, en það er oftast það fólk sem minnst hlustar á útvarpið sem mest fjas- ar um sinfoníugarg. En ætli þetta fólk hafi nokkurn tíma setzt nið- ur við útvarpið í ró og næði og með þeim ásetningi að njóta þess sem þar er á boðstólum? Ég er ekki gömul, (22 ára) ég er ekki menntuð á sviði tónlist- ar á nokkum hátt, ég hef gam- an af að hlusta á Bítlana og ég á böm sem hafa oft mjög hátt en samt gef ég mér yfirleitt góð- an tíma til að hlusta á flesta tónlistarþætti í útvarpinu með allskonar músik og ég gleðst yf- ir því í hjarta mínu að ég virð- ist vera farin (mér alveg óafvit- andi) að kunna að njóta æðri tónlistar og oft tek ég góðan píanóleik langt fram yfir létta tónlist. Ég er ekki í vafa um að Jón Múli og Guðmundur Jónsson eiga miklar þakkir skildar fyrir sínar góðu kynningar á því efni sem þeir flytja og það örvar mann til að hlusta með athygli þegar þeir, ekki einungis segja nafnið á laginu heldur þýða það lika og segja kannske nokkur orð um efni textans, því það em ekki allir sem kunna erlend timgumál. Svo þakka ég fyxir allt gott efni í þér. Bogga. Mig langar að gera hér at- hugasemdir við bréf það frá Ragnhildi R, sem birtist í 39. tölublaði. í fyrsta lagi var í umræddri skoðanakönnun ekki spurt að því, hvort konur langaði til að vinna utan heimilis, heldur hvort þjóðfélagið hefði efni á að fara á mis við starfskrafta giftra kvenna með létt heimili. Flestar konumar svöruðu þessu neitandi, en bættu jafnframt við, að böm- in (hvort sem þau væru stálpuð eða ekki) hefðu áreiðanlega ekki gott af því að fara á mis við um- hyggju móðurinnar. Svo held ég líka, að hæpið sé að halda því fram, að enda þótt gift kona geri ekkert annað en að gæta bús og barna, geri hún því miklu betri skil en önnur, sem hefur einhverjum störfum að gegna utan heimilis. Þetta er áreiðanlega mjög einstaklings- bundið eins og svo margt ann- að. G.E. ÚTVARPSSKATTURINN. Kæra Vika! Ég varð svo hneykslaður og sár út í íslenzka ríkisútvarpið, þegar ég fór með bílinn minn í skoðun, að ég get ekki orða bundizt. Svoleiðis er, að ég keypti bílinn minn, hjá Sölu- nefnd varnarliðseigna, og í hon- um er útvarpstæki sem er ein- ungis með miðbylgju, og þar af leiðandi heyrist ekkert í Reykja- víkurútvarpinu í því. Ég tek það fram, ekkert. En viti menn. Ég fæ ekki skoðun á bílinn, nema ég borgi afnotagjald af útvarpinu eða láti rífa það úr bílnum. Ég fæ það ekki einu sinni inn- siglað, því það er aðeins gert tvisvar á ári og það er liðinn sá tími að sú athöfn fer fram. Svo nú verð ég að gera svo vel, að borga, veskú 530.00 kr. Eða láta stórskemma bílinn að inn- an með því að láta rífa tækið úr bílnum og sitja eftir með stærðar gat í mælaborðinu. Ég er anzi hræddur um að þeirmenn sem börðust sem mest á móti danskri einokun á íslandi, hafi ekki hugsað sér frelsi fslands, íslenzka ríkisins þannig misnot- að. Virðingarfyllst: Ólafur I. Halldórsson. IIIN SÉRSTÖKU ILMKREM FRÁ AVON. Sex ilmtegundir — indælar, mildar og lokkandi, viff hæfi hverrar konu. Svalandi, heit og rómantísk áhrif. Viff öll tækifæri er ILMKREM ávallt þafí bezta. Affeins ögn á hndleggi háls og herffar — kremiff hverfur, en ilmurinn verður eftir lengi — lengi. ... í yndis- legum ilmkremum VIKAN 44. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.