Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 23
Yul Brynner: 1. Hún á að vera góður á- heyrandi, það er enginn karl- maður hrifinn af blaðurskjóðu. 2. hún á að hafa sinn eigin stíl, og helzt að láta ekki mann- inn vita í hverju hann er fólg- inn. Ef kona tileinkar sér á- kveðinn lit og ákveðinn ilm, er það mikið til bóta. 3. Hún má ekki álíta sjálfa sig miðdepil heims. 4. Hún á að hafa kímnigáfu, og, segir Yul Brynner og hlær, — hún á helzt ekki að vera rök- vís.... Það er ekki seinna vænna Sföan síöast V_______^ Hún heitir Andrea Timm- ermann þessi unga dama og er aðeins 17 vikna. En for- eldrarnir hafa það fyrir satt að hún kunni eins vel við sig í sundlauginni og í vögg- unni. Eru það þá hrafnafor- eldrar, sem fara þannig með barnið sitt. Móðirin, Clara Timmermann hristir höfuðið og segir að luin kunni vel við sig í vatninu. Andrea byrjaði að busla í litlu vatni í bað- karinu, þegar hún var rúm- lega hálfs mánaðar gömul og kunni strax vel við sig, For- eldrarnir eru rnikið fyrir sund og nú taka þau Andreu dag- lega með sér í sundlaugina. Hún virðist hafa mikla á- nægju af þessu og er orðið sama þótt hún fari aðeins í kaf. Móðirin segist aldrei þvinga hana til að fara í vatnið, hún á aldrei að verða vatnshrædd. Andrea á nú þeg- ar marga sundboli. Draugalegir Víetnamar Bandarískir andstæðingar Johnson-stjórnarinnar í Víet- nammálinu eru þar í landi kallaðir Vietnicks — hlið- stætt Beatniks — og stunda þeir stöðugt mótmælagöngur og önnur uppátæki málstað sínum til framdráttar. Hér sjást nokkrir Víetnikkar, sem sett hafa upp hauskúpur — trúlega þó ekki ekta — og í- klæðast svörtum druslum. Vilja þeir með því sjálfsagt leggja áherslu á, að stefna stjórnar þeirra í Víetnam sé öllu fremur þjónusta við dauðann en lífið. Ferðir til undirdiúpanna Rannsóknir á undirdjúpunum eru í fullum gangi. Hér er mynd af amerískum „Fljót- andi diski“, sem er á leiðinni niður á hafsbotn, með banda- ríska vísindamenn. Nú eru ævintýri og; draumar um undirdjúpin, eins og í sögum eftir Jules Verne, a3 verða að veruleika. Brezkt vísindafélag hefur kom- ið með áform og áætlanir um neðansjávarstöð í Norðursjónum, röskum sex sjómílum fyrir utan Yorkshire. Vísindamennirnir hafa hugsað sér risastór stein- steypuker, í Iaginu Iíkt og ísjak- ar sem eru allt að því allir í kafi, með strýtumynduðum turni, sem nær upp á yfirborðið. Þessi steinker eru mismunandi að lög- un og verða tengd livert öðru með göngum úr steinsteypu. Það standa vonir til að þarna verði hægt að hafa hvíldarstaði og í- búðir samfara iðnaði í stórum stíl. Norðursjórinn er vel til þess fallinn að setja þar upp slíkar stöðvar- Hann liggur að þéttbýlli strönd og er frekar grunnur. Það sem kemur slíkum uppástungum eða tillögum af stað er líklega það' að sjávarbotninn getur haft upp á mikið efni til aflstöðva að bjóða, eins og gas og olíu. Þessar fyrirhuguðu „einingar“ eru að rúmmáli 60 metrar til hliðanna og 18 metrar á hæð, en það er bezt að ræða ekki um bygging- arkostnaðinn. Hver „eining“ á að geta borið um það bil 25.000 tonna þyngd, skipt niður á þrjár íbúðir. Bygg- ingarnar eru það vel festar að þær eiga ekki að haggast, hvað sem á gengur í vindum og veðri. Þetla ætti að vera óskastaðir fyrir efnaiðnað og atomstöðvar, sem þurfa ótakmarkað vatn og mikla orku. VIKAN 26. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.