Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 52

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 52
Avon... Hiosar um hár yðar - skaoar vellíðan Frísklegt, lifandi — glóandi af stolti yfir fegurð sinni. Og það er því að þakka, að þér völduð Avon — af því að þér tókuð þessi 3 skref sem fullkomna aðgerðina frá þvotti til hárlagningar. Avon hefur shampoo fyrir allar gerðir af hári, venjulegt, feitt, litað og einnig sérstakt flösushampoo. Avon gerir hárið viðráð- anlegt og meira lifandi. Nú endist hárlagningin lengur en einn dag. Avon hárlakkið sér um það. Haldii hárinu föoru mefl Avun Avon cosmETics ltd NEWYORK • LONDON ■ PARIS í þessum jlugvélum, þar sem farangurshólfin eru, hann reif sig lausan. En allt fer Douglas- inn. Það er bara að leitast við að halda honum á réttum hraða og þá fer allt vel. Við höfum oft lent í ýmsu skemmtilegu í sambandi við Grœnlandsflugið. Við gerum töluvert af því að kasta út vörum til hinna ýmsu staða þar, og í fyrra gerðist það í flugi hjá mér, þegar við vorum að kasta út vör- um hjá þorpinu á Tobinhöfða, að ein fállhlifin opnaðist heldur snemma og lenti á stélhjólinu. Þar rifnaði pakkinn úr henni en hún sat eftir. Svo flugum við yfir að þorpinu við Scoresby- sund, og þar sögðu þeir: It is something hanging from your tailwheél. Ég þóttist vita, hvað það vœri, því það hafði komið töluverður hnykkur á vélina, þegar fallhlífin lenti á hjólinu. En þetta var allt í lagi, og ég lenti með hana í Meistaravík, hirti hana af hjólinu og á hana nú niðri í kjallara heima. JÍJr/iðasf flugið, sem við höfum lagt Douglasinn í, er skíðaflugið. Við höfðum lent nokkuð víða á skíðum; við lentum einu sinni á ísjakanum Arlis, og við höfum líka flogið töluvert mikið skíða- flug til Soresbysunds, Meistara- víkur og Danneborg, sem er veð- urathugunarstöð um 120 mílur norður frá Meistaravík, og lengst norður til Danmarkshavn, sem er 300 sjómílur fyrir norðan Danneborg. Erfiðasta flugið, sem ég hef farið á Douglas DC 3 var einmitt í skiðaflugi. Það var í fyrrahaust. Þá þurfti að koma vörum til Meistaravikur, Danneborg og Danmarkshavn. Upprunalega œtlaði Jóhannes Snorrason að fara þessa ferð, en gat svo ekki komið því við að sérstökum á- stœðum, svo ég var fenginn til fararinnar, þá hafði ég aldrei lent á skíðum sjálfur. Aðstoðar- flugmaður var Geir Gíslason og Þorkell Þorkelsson vélamaður. Við biðum í 10 daga eftir veðri í Reykjavík og komumst loks af stað á laugardegi. Við vorum ekki nema rétt hálfnaðir, þegar við fengum þœr fréttir, að veðrið væri eitthvað að breytast í Meistaravík, en við þurftum nauðsynlega að komast þennan túr. Við vorum komnir í keppni við heimskautamyrkrið, því í nóvember leggst alger nótt yfir Danmarkshavn og léttir ekki aft- ur fyrr en síðari hluta febrúar. Við vorum orðnir það seint, að sólin kom aldrei upp fyrir sjón- deildarhringinn. Birtan var að- eins Ijósaskiftaskíma. En íbúar staðanna þurftu að fá sinn mat, tœki og póst. Svo við héldum á- fram. Það var dálítið spennandi að sjá, hvernig yrði í Meistara- vík, hvort við yrðum að snúa þar við og fara aftur til íslands. En það bjargaðist, og við gátum lent í Meistaravík. Þar sátum við svo. Það þyngdi að og varð ófœrt veður, en gott norður í Danmarkshavn, eins og oft er langtímum saman þar norður- frá. Nœsta fimmtudag komumst við aðeins t loftið, en ekki nema rétt út í Kong Oskarsfjord, sem Meistaravík stendur við, en urð- um þá að snúa við aftur og lenda. Rétt eftir að við vorum lentir, brast á kafalds snjókoma. Þegar ég kom út úr húsi nœsta morgun sá varla á milli húsa fyrir kaf- áldi, þótt svo að segja logn væri, og þá var snjórinn víðast upp í mitti. Að vísu var sumt af því gamall snjór, en á tveimur dög- um féll þarna um 50 sentimetra snjór jafnfállinn. Um hádegið fengum við skeyti um það, að koma með stöðvar- stjórann í Meistaravík til Reykjavíkur ef við kæmumst á loft. Hann átti að vera kominn í frí fyrir löngu, en það hafði taf- izt út af töf á þessu flugi. Nú var bjart í Danmarkshavn en snjókoma i Danneborg, og um eittleytið fór að birta upp í Meistaravík. Ég fór að huga að vélinni. Dekkin voru fennt á kaf. Ég fékk jarðýtu til að skafa hringinn í kringum hana og þjappa fyrir framan hana. Svo settum við hreyflana í gang og hituðum þá og létum þá blása snjónum frá, áður en við sópuðum af vélinni og skíðunum. Svo settum við skíðin niður og fórum sikk sákk út á flugbrautina og reyndum flugták. En vélin fór ekki nema upp á 35 hnúta hraða og sat þar, en til þess að fara á loft þarf Douglasinn um 65 sjómílna hraða. En með því að draga stýr- ið eins langt aftur og hægt var tókst mér að lyfta henni það mikið í snjónum að hún jók hraðann og fór á loft. Þá fórum við beina leið til Reykjavíkur með stöðvarstjórann og vorum í Reykjavík fram á þriðjudag, en fórum þá aftur til Meistaravíkur. Þar var þá komið bezta veður. Sama dag fárum við upp til Danneborg og köstuðum þar út í falllífum því sem þangað átti að fara, og fallhlífarlausu því sem það þoldi, en það er verra viðureignar, má ekki vera flogið mikið yfir 100 feta hœð yfir jörðu og við röðuðum því að mestu leyti í eina brekku. Að því loknu fórum við aftur til Meistaravíkur og vorum œrið spenntir, hvort við kæmumst til Danmarkshavn daginn eftir. Ég var búinn að biðja þá í Meistara- vík að fara út um hálfátta morg- uninn eftir og setja rafmagns- hitara á hreyflana til að hita þá upp, því það var komið tölu- 52 VIKAN 8 tbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.