Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 3
r á K VIKU BROS IÞESSARIVIKII — Jú, ég held hún sé ánœgö með uppþvottavélina, en ég er hrœddur um að hún hafi glatað einhverju öðru! PÓSTURINN ......................... MIG DREYMDI ....................... DAGLEGT HEILSUFAR ................. NAPOLEON STAL FRÁ MÉR ............. ÉG VAR EINA VIKU EIN í SKÓLANUM ... EFTIR EYRANU ...................... ANGELIQUE í VESTURHEIMI ........... MAÐUR HEFUR AÐEINS EITT LÍF ....... HVAÐ Á AÐ LEYFA BÖRNUNUM AÐ SJÁ? .... FILMSTJÖRNUR, ÁST OG EITURLYF ..... SAGA FORSYTEÆTTARINNAR ............ BEZTA FRÉTTAMYND ÁRSINS ........... OMAR SHARIF — KVENNAGULL OKKAR TÍMA VIKAN OG HEIMILIÐ ................. Bls. 4 Bls. 6 BIs. 7 Bls. 8 Bls. 10 Bls. 12 Bls. 14 BIs. 16 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 24 Bls. 28 BIs. 48 VÍSUR VIKUNNAR: Vér minnumst þess gjarnan í gleði og þraut hve geigvænn er nútímahraðinn er árið líður í aldanna skaut og annað kemur í staðinn. Um ókunna tímann enginn veit, þó allir reyni af mætti að fægja nú rykug fyrirheit um fróma lifnaðarhætti. ÚR VIZKULIND VIKUNNAR- „Spádómar um framtíðina hafa fram undir vora daga verið einkamál þeirra, sem einhverja ófreskigáfu höfðu og sáu af náðarvísdómi sín- um fyrir óorðna hluti. Nú er hins vegar kominn nýr hópur spámanna fram á sjónarsviðið, en það er sá hópur, sem fylgist með vís- indunum og spáir um fram- tíðina á grundvelli þeirra með aðstoð hugmyndaflugsins. Niðurstöðurnar eru fengnar á þann hátt, að hópur vísinda- manna matar reikniheila sína á gataspjöldum, sem þeir hafa gatað hver eftir sinni hug- mynd um komandi tíma. Nið- urstaða reikniheilanna, er meðal annars sú að mennirn- ir munu ná stjórn á veðrinu einhvern tíma á síðustu tólf árum aldarinnar; að lyf, sem breyta skapgerð manna, verði fyrir hendi 1984 og árið 2010 hafi fundizt lyf, sem eykur gáfnafar.“ í þessum blessaða heimi okkar er höfuðgallinn sá, að heimsk- ingjarnir eru vissir í sinni sök, en gáfuðu mennirnir fullir efasemda. FORSÍÐAN: — Ef við skiljum, hver fœr barnið? Halldór Pétursson teiknar áramótaforsíðuna okkar að þessu sinni. Hún er eins og sjá má af hæstvirtri ríkisstjórn og helzta ráðgjafa hennar í efnahagsmálum. Hún hefur lengi rennt sér á hálum ís og er nú komin á yztu nöf; vegur salt á því litla broti af blessaðri krónunni okkar, sem enn er eftir. f trausti þess, að allir geti brosað að eigin óförum á liðnu ári, óskum við lesendum gleðilegs nýárs. — Komið fljótt, þetta er karlmaður! VIKAN — ÚTGEFANDI: IIILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maour: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 523. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöö mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst eða mánaðarlega. Þetta er upphafið á fyrstu greininni, sem birtist í fyrsta tölublaði Vikunnar á því herr- ans ári 1969. Fer vel á því í upphafi nýs árs að velta vöng- um yfir lífinu hér á jörðu í framtíðinni. Hvað sem því líð- ur er eitt víst: Það mun breyt- ast gífurlega mikið og líklega miklu fyrr en flesta grunar. Af öðru efni má nefna grein um fremsta leynilögreglu- mann sögunnar, TommyBut- ler frá Seotland Yard. Hann hefur síðustu fimm árin helg- að sig eingöngu rannsókn lest- arránsins mikla og fyrir skemmstu handtók hann síð- asta lestarræningjann. Tommy Butler er einstæður maður. Hann hefur ekki áhuga á neinu nema starfi sínu. Hann hefur ekki einu sinni haft tíma til að kvænast. Þá er grein um frægasta dægurlag allra tíma, Lili Mar- lene, sagt frá Steingeitar- merkinu og ótalmörgu öðru. 51. tw. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.