Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 36

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 36
ÓSKILABARNIÐ Framhald af bls. 23. verið ótrúlega heppin. Ég vissi að ég var í Stokkhólmi, ég hafði aflað mér upplýsinga um að skipið ætti að fara þangað. Cissi sá fyrir sér þessa smá- gerðu ofsahræddu stúlku, aleina í dimmri, ókunnri borg, eins og lítill fuglsungi, sem hefur villzt úr hreiðrinu. — Ég vissi töluvert um Stokk- hólm, sagði Katja, með sömu lágu röddinni. — Ég hafði les- ið allt sem ég gat fundið um borgina á bókasafninu og ég hafði þrautskoðað kortið. En þegar ég stóð þarna á hafnar- bakkanum, var þetta allt rokið úr kollinum á mér. — Hvernig gekk þér svo? — Það var líklega hending. Mér fannst lögregluþjónn, sem ég sá, koma til mín, svo það greip mig örvænting. Ég tók til fótanna og komst inn í síma- klefa. Þar fór ég að blaða í síma- skránni og allt í einu var ég bú- in að finna lausnina. Ég trúði ekki mínum eigin augu'm, þegar ég sá nafnið þeirra í símaskránni, því að heima í Varsjá höfðum við aldrei haft síma. Ekki einu sinni dreymt um að fá nokk- urn tíma síma. Og þegar ég svo fann kort af borginni í síma- skránni, var þetta allt svo auð- velt. Þegar ég þurfti á leiðbein- ingum1 að halda, þóttist ég vera venjulegur þýzkur túristi. Það tók mig aðeins þrjú kortér að komast til Ritmastergötu. Ég hélt að nú væri takmarkinu náð, en svo strandaði allt á einu atriði. Cissi sá að það. komu harðir drættir við munninn. — Pabbi og mamma höfðu nii í fyrsta skipti, síðan þau komu til Svíþjóðar, tekið sér viku frí! Síðar komst ég að því að þau höfðu farið einmitt þennan sama dag. Og þar stóð ég, án þess að vita hvað ég ætti að taka til bragðs. En að tíu mínútum liðn- um fékk ég hjálp, — að minnsta kosti hélt ég þá að það væri hjálp. Það kom maður til mín og var mjög vingjarnlegur og hann talaði líka ágæta þýzku. — Leo van der Heft, hrökk út úr Cissi. Katja hrökk við og leit skelf- ingu lostin á Cissi. — Hvernig veiztu það? -—- Ég sá mynd af ykkur sam- an í myndaalbúmi hjá Sylviu. Myndin var tekin í einhverri veizlu. Cissi sagði þetta með hálfum hug, því að kossinn á myndinni var alls ekki svo sakleysislegur. Það gat verið að Katja hefði ekki hugmynd um að þessi mynd var tekin. — Já, sagði Katja, eftir andar- taksþögn. — Það var Leo van der Heft. Hann var svo skiln- ingsríkur og hjálpsamur, að ég var búin að trúa honum fyrir öllum mínum vandræðum, áður en varði. Hann lofaði að hjálpa mér og sjá mér fyrir húsaskjóli. En þegar vikan var liðin, var það of seint. Ég gat ekki reynt að ná sambandi við þau. —- Hvers vegna ekki? Hvað kom fyrir? Katja hugsaði sig lengi um, áður en hún svaraði: — Ég hafði komizt að því að maður fær ekkert ókeypis í þess- um heimi. Leo útvegaði mér hús- næði og líka nóg að borða, en hann krafðist líka greiðslu fyrir það. — Þú átt við. . . . Hún kinkaði kolli. — Já, ég gekk á hans vald og það var ekki sérstaklega erfitt fyrir mig þá. Um stund hélt ég að ég elskaði hann. Það var fyrst þegar hann neyddi mig til að vera með öðrum mönnum að mér varð ljóst hvers konar mað- ur hann var. Ég var aðeins brúða í skáp, sem vinir hans gátu gengið að, þegar þeim datt í hug. — En þú lékst með? Katja brosti biturt: — Hvern- ig átti ég að standa á móti? Hann þurfti ekki annað en rétta út einn fingur og þá hefði lögregl- an hirt mig og sent mig aftur til Póllands. - - Það efast ég um. — Það var að minnsta kosti það sem ég hélt. Og bæði Leo og vinir hans fullvissuðu mig um að þannig væri það. Ég trúði þeim, ég vissi ekkert um regl- urnar hér í Svíþjóð. Þarna var Leo van der Heft kominn aftur, hugsaði Cissi. Nú var hálft ár frá því hann fórst, en samt skaut nafni hans upp alls staðar, það var eins og mann- 36 VIKAN 46-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.