Vikan


Vikan - 28.06.1979, Síða 6

Vikan - 28.06.1979, Síða 6
| Fré8*y«tofWN. Fri Suöur-SJMandi. ur. Þar var ekkert rafmagn en það kom til af því að Guðfinnur hafði móðgast herfi- lega við bæjaryfirvöld. Þegar rafmagnið var á sínum tíma lagt í bæinn töldu yfirvöld sig ekki hafa efni á því að láta það ná til afskekktustu húsanna. Nokkrum árum síðar átti svo að leggja rafmagn í hús hans, en þá var hann of stoltur til að þiggja það. íbúðinni fylgdi heldur ekkert salerni. Gunnlaugur sagði að við yrðum að notast við fjósið sem stóð þarna spölkorn frá. Mér fannst það hryllileg tilhugsun og það varð úr að við fengum lánaðan kopp hjá konu Guðfinns þar til við gátum sjálf keypt okkur slíkt þarfaþing. En það var ekki hlaupið að því að fá keyptan kopp í þorpinu fremur en önnur nauðsynleg búsáhöld. Við urðum fyrst að leggja inn pöntun hjá kaupmanninum og bíða svo eftir að hún kæmi með næsta skipi. Við urðum því að fá allt að láni hjá nágrönnunum sem reyndust okkur bæði góðir og hjálpsamir. Ég átti afar erfitt með að venjast matar- æðinu, öllum þessum saltaða og reykta mat, og tólg gat ég aldrei lært að borða. Einnig fannst mér mikið skorta á hreinlæti í sambandi við meðferð á matvörum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.