Vikan


Vikan - 28.06.1979, Page 33

Vikan - 28.06.1979, Page 33
A um vinningshafana hvort sem þeir lenda á Ibiza, Mallorka eða Kanaríeyjum, en um tvo síðast- töldu staðina munum við fjalla í næsta hluta getraunarinnar, sem alls er í fjórum hlutum. En allt um það, því eitt er víst að enginn verður svikinn í Úrvalsferð frekar en fyrri daginn. Þá er að snúa sér aðgetrauninni. Getraunin: Sumargetraun VIKUNNAR 1979 mun verða í fjórum hlutum, og í þessu blaði birtist fyrsti hlut- inn. Þátttakendur eru beðnir um að senda allar fjórar lausnirnar samtímis til Vikunnar og er skila- frestur til 30. júlí. Munið að get- raunaseðlana verður að klippa úr blaðinu! Getraunin fer þannig fram að við munum birta myndir af þremur vel þekktum styttum þar sem þið eruð beðin um að þekkja eina. Munu allar upplýsingar fylgja með þeirri styttu sem þekkja á, s.s. nafn og helstu afrek sem sá sem styttan er af, vann í lifanda lífi. Getraunin ætti því ekki að vera erfið og því jafnt fyrir börn sem fullorðna. En gætið að ykkur, — það borgar sig að hugsa sig vel um því í veði eru þrjár frábærar sólarlandaferðir á vegum Úrvals. Spurningin: Hér á síðunni sjáið þið myndir af þremur styttum, misjafnlega þekktum. Það sem þið eigið að gera er að þekkja styttuna af manninum sem stofnaði K.F.U.M. á íslandi, — síra Friðrik Friðriksson. Til að hjálpa ykkur eitthvað getum við sagt að síra Friðrik var alltaf góður við litla drengi, og þá fer ekki lengur á milli mála við hvaða styttu þið eigið að krossa. Getraunaseðill 1. hluti. Styttan af síra Friðrik Friðrikssyni er: Nafn........................ Heimili........................ ...........................Sími

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.