Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 45
MAI.ÁMÐAR Framhaldssaga eftir MALCOLM WILLIAMS 4. HLUTI ..Hvers vegna i ósköpunum? Hvaða mein er að því a'ð kveikja eld?" „Við gætum allt eins farið og afhent okkur hernum." útsk-ýrði hann rólega. Hún tók aö andmæla og reiðin sauð i henni. Hann greip fram i fyrir henni. „Látið yður ekki detta eitt augnablik i hug. frú Farson. að þér séuð hólpnar enn. Við erum heppin að hafa komist þetta langt. Við þurfum að komast enn þá lengra inn i skóginn áður en dimmir. Óttaslegin fór hún að ihuga hvernig yrði i skóginum yfir nóttina. í dagsbirt unni úti á savannanum var útlitið allt annað. En jafnvel þá hafði hún verið eins hrædd við Nick Dexter eins og auðnina. „Verðum við að fara i gegnum skóg inn?" spurði hún. „Við eigum engra annarra kosta völ. Við þörfnumst skjóls. Það verða bráð lega frekari njósnir úr lofti." Hún beit á vörina en hann gróf tómu dósirnar og festi á sig bakpokann. „Og hvað gerist svo þegar við erurn komin yfir vatnið?"spurði hún. „Hugsum um skóginn fyrst. Við getum haft áhyggjur af vatninu á eftir. Allt i lagi?" Það var ekki allt i lagi fannst henni. Hún hafði aldrei kynnst málaliða fyrr en hún hafði lesið töluvert um þá siðustu árin. menn sem drápu fyrir peninga og nutu góðs af öllu. sem á vegi þeirra varð. þar á meðal konum. I fyrstu þrengdi grænt draugalegt Ijós sér i gegnum þéttar krónur akasiu trjánna. Siðan þykknaði lággróðurinn af bambus og bananatrjám og skógurinn varð rakari því lengra sem þau komust inn i hann. Apar og litrikir fuglar þvöðruðu fyrir ofan þau á greinunum. Barböru fannst nærvera þeirra huggandi. Þúsundir lit illa mölfiðrilda flögruðu eins og sindr- andi teppi og gleyptu i sig siðustu geisla sólarinnar. Skógurinn varð dimmri. Barbara skalf. í rökkrinu voru augu Nicks Dexter flöktandi og full varúðar. Hann stundi við og við þegar hann varð að berja sundur hringaðar vafningsjurtir með riffilskeftinu sinu Hún varð að fylgja i fótspor hans. Hún hrasaði og rann til á mishæðum og lausum laufblöðum. Þegar þau komu í litið skógarrjóður stansaði hann. „Við verðurn hér í nótt." „En það er svo bratt." mótmælti hún móð. „Það er satt." Hann sýndi henni hvernig þurrt laufið brakaði undir fæti hans. „Hver sem kemur að okkur hér verðuraðgera einhvern hávaða." Rök hans voru óhrekjanleg. En hún leit upp og óskaði þess að þar væri flótta leið. Fyrir ofan þau virtist þéttur veggur trjánna svartur og órjúfanlegur. „Værum viðekki öruggari þarna uppi i trjánum?" spurði hún i örvæntingu. „Hlébarði myndi auðveldlega gripa okkur þar." „En dýr eru hrædd viðeldl" „Enginn eldur." sagði hann ákveðinn. „Við vekjum ekki athygli á okkur. frú Farson." Reiði hennar fékk nú útrás. „Þér eruð aðeins að reyna að vera andstyggilegur!" hrópaði hún. „Enginn gæti komið auga á okkur úr lofti. Og svo er lika næstum aldimmt." Þögn hans fékk hana til þess að halda áfram. „Þér njótið þessa i rauninni. hr. Dext- er. Þér eruð reiður við mig vegna þess að hlutirnir hafa ekki gengið eins vel og þér bjuggust við og þér viljið að ég liði fyrir það. Nú, héðan af getið þér á léttan hátt unnið yður inn þessa fjárhæð. Mér er skapi næst að fara alein!" Fáránleiki þessarar - staðffæfingar bergmálaði i óhugnanlegri þögn skógar- ins.Triátiturnar'iyrjuðu að kvaka. hljóð sem var ems kunnuglegt og óumflýjan legt og nóttin. Nick hélt ró sinni þegar hann tók til máls. „Ég hef verk að vinna, frú Farson. Hversu erfitt sem það má vera." Hann sneri baki i hana og fór að hreinsa laufin frá á litlu svæði. Hún horfði á. óróleg og full grun semda. meðan hann leysti af bakpokan- um. rúllaði sundur svefnpokanum og lagði hann á blettinn sem hann hafði hreinsað. Hann strauk úr svefnpokanum og renndi honum niður. „Þér sofið hér." sagði hann við hana. „Égstend vörð." Hann settist niður fjóra metra frá svefnpokanum og notaði bakpokann sem stuðning fyrir bakið. Með riffilinn á hnjánum dró hann hattinn fram og starði út i myrkrið. Enn hreyfði hún sig ekki. „Farið i svefnpokann," kallaði hann til hennar. „Nema þér viljiðeyða nóttinni í að hluta á tennurnar I yður glamra." Rödd hans var köld og óvingjarnleg. Að lokum fór Barbara úr skónum og smeygði sér i svefnpokann. Hún renndi rennilásnum hægt upp en hafði hend urnar lausar. Hún hafði aðra höndina á töskunni sinni og sneri andlitinu i átt að Nick Dexter. Hún gat ekki séð hann. Þetta var stundin sem hún hafði kviðið mest. . . Hún lokaði augunum og imyndaði sér hönd hans á öxl hennar ef hún sofnaði. Hún opnaði þau aftur. Það heyrðist ekki minnsta hljóð frá honum. ekki einu sinni andardráttur. Hann myndi vaka alla nóttina. Hann hafði sagst ætla að standa vörð. En það var engin huggun i því. . Hjarta hennar tók kipp. Brakaði i þurrum laufum? Hvað hafði hann sagt um laufin sem viðvörunarmerki? Hún hélt niðri i sér andanum. Brakið hætti fljótt. „Hr. Dexter’" kallaði hún hásri röddu. „Hvað?" Eftir rödd hans að dæma var hann enn á sama stað. „Ekkert!" sagði hún aulalega. „Góða nótt." „Reynið að sofna." svaraði hann. siðan var þögn. Barbara vaknaði skyndilega. Sólskinið streymdi niður til hennar gegnum lauf- in. Aparnir og fuglamir voru byrjaðir að þvaðra aftur. Þar sem hun vai sylmðog hálfrugluð tók það hana nokkrnstund ð átta sigá umhverfinu. Þá tók hún eftir Nick Dexter. Hann lá með andlitið i átt til hennar, hattinn undir höfðinu og aðra höndina fast á rifflinum. steinsofandi. Andlit hans var mjög afslappað. næstum drengjalegt. Hann virtist mjög varnarlaus. Og hann var hálfhulinn lauf- blöðum. Barbara fann til sektarkenndar þegar hún sá ástæðuna fyrir brakinu i laufinu. sem hún hafði heyrt um nóttina. Hann hafði notað laufblöðin sem bráðabirgða- ábreiðu. Hún var stif og köld inni í svefnpokanum. svo að hann hlaut að vera hálffrosinn. hugsaði hún. Hún ákvað að vekja hann ekki. Eins hljóðlega og hún gat renndi hún niður pokanum. Nick opnaði augun til hálfs. Siðan brölti hann með óöruggum hreyfingum á annað hnéð og hafði riffilinn tilbúinn. Hann virtist drukkinn af svefninum og starði undrandi á hana um stund. „Þurfið þér að beina þessari byssu að mér?" spurði hún rólega. llann lagði frá sér riffilinn og geisp- aði. Hann skellti á sig hattinum og sagði höstuglega: „Hvað er ég búinn að sofa lengi?" „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég var rétt að vakna sjálf." Hann teygði mikið og lengi úr sér og leit á úriðsitt. sólina. „Svöng?"spurði hann. „Ekki i léttsaltað kjöt og aprikósur." Hann hafði tekið klasa af grænum banönum kvöldið áður. sem hann nú bauð henni. en hún hristi höfuðið og fór að rúlla upp svefnpokanum. Hann fesli hann við bakpokann og sagði: „Ef ég man rétt á að vera lækur hér skamrnt frá. og foss. Hann er ekki merktur inn á kortið svo að kannski dettur engum öðrum hann i hug." „Foss?”sagði hún vantrúuð. „Við getum a.m.k. þvegið okkur og fengið nóg að drekka." sagði hann. „Þegar við komurn til þorpsins ættum við að geta fengið heita máltið." Hann sparkaði laufblaðahrúgu yfir staðinn sem hún hafði sofið á. Innan minútu var ekki hægt að sjá að nokkur hefði verið þarna. Þau héldu upp hallann saman. Það tók þau tæpa tvo klukkutíma að komast að fossinum. Skóglendið breytt ist snögglega. Stór og fögur pálmatré uxu hér og lággróðurinn var blómlegur. Gnægð af blómurn og ávöxtum. vegna frjóseminnar í lækjarframburðinum á bakkanum. og fossinn steyptist næstum þrjátiu metra ofan i grunnan hyl. falinn á þrjá vegu ntilli sléttra kletta. „Dásamleg tónlist." sagði Nick og tók þátt i hrifningu hennar. Hún ællaði að hraða sér áfram en fingur hans gripu eins og töng utan um handlegg hennar. „Róleg." Harður skipunartónninn i röddinni fór i taugarnar á henni. Hann rannsak aði hljóður eins og skuggi umhverfi lækjarins. Hann veifaði til hennar og hún kleif yfir lágt grjótið og klettana þangað sem 30. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.