Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 18
næmdist i stiganum svo ég gæti náð hon- um. ..Vina min." sagði hann. „mér þykir ákaflega leiðinlegt að þú skyldir þurfa að horfa upp á frænku þina i þessu ástandi. Ég hefði átt að heimsækja hana á undan til að fullvissa mig um að hún væri nógu frisk til að taka á móti þér. Stundum virðist hún vera meira meðsjálfri sér. Ég álil það mjög nauðsynlegt að hún taki Laudanumtöflurnar reglulega. En ég yrði þér nijög þakklátur ef þú létir það vera að segja hvaða sjúkdómur þjáir frænku þina þegar þú skrifar foreldrum þinunt. Þvi minna sem sagt er um þctta sorglega mál þvi bctra." „Auðvitað, frændi ntinn. Ég mun aðeins segja að hún sé ekki við góða heilsu ef það er það sent þú vilt.” Siðan sagði ég allt i einu full meðauntkunar: „Mér þykir þetta hræðilegt þín vegna — þú átt svo dásamlcgt hcimili en engan til aðsamgleðjast þér." Ég veit ekki hverju hann hefði svarað því þjónninn birtist allt I einu með skila- boð. Frændi minn afsakaði sig og flýtti sér siðan niður. Ég gckk niður i garðinn og fór vestur fyrir klaustrið í þeirri von að sjá eitt hvert lifsmark hjá þjónustufólkinu. fJegar ég kom að útihúsunum sá ég Simoni bregða fyrir og flýtti mér I átt- ina til hans án þess að skammast mín. „Góðan daginn, Simon," hrópaði ég og Itann stoppaði og beið eftir mér. í sól- skininu lýsti hár hans eins og geisla- baugur yfir sólbrúnu andlitinu. Bros hans var svo fallegt að mig tók sárt til að hann skyldi vera veikur. „Góðan daginn, Della. Ertu að skoða umhverfið?" „Ég er búin að sjá nokkra af görðun- um og ég hef séð kirkjuna. Það er svo fagurt hér, Sirnon. Þú hlýtur að elska þennan stað." „Ég verð að viðurkenna að mér líkar búskapurinn betur. Ég hef gaman af þeirn hluta eignarinnar sem hefur með vinnu að gera. ég er ekki neitt yfir mig hrifinn af skrautlegum skrúðgörðum. Ef þú liefur gaman af gönguferðum getur þú lika gengið um engin eða villta nátt- úruna. Lengra til vesturs er stórt vatn ef þú hefur gaman af að róa. Ég býst við að það hafirðu þar sem þú kemur frá Corn- wall.” „Það gæti verið reglulega gaman." svaraði ég hamingjusöm og allt i einu virtist framtiðin verða bjartari. „En ég cr ekki neitt sérlega dugleg við róðurinn. ég hef nefnilega ekki róið siðan við flutt- um frá Portreath.” „Langar þig til aðsjá hestana?" Þegar við gengum að hesthúsunum fannst mér allt i einu að ég hefði komið þar áður. „Dyrnar eru vinstra megin," hrópaði ég. Biddu aðeins meðan ég lit inn i mjólkurhúsið." Ostarnir, hillurnar og geysistórar mjólkurföturnar voru ná- kvæmlega eins og ég hafði hugsað mér. „Ég hef það á tilfinningunni að ég hafi séð þetta allt saman áður, Simon. Ég get varla trúað því að þetta sé I fyrsta skipti sem ég kem hingað." Simon virtist sorgmæddur. „Ég þekki þá tilfinningu næstum því alltof vel. Ef til vill höfum við bæði verið til áður. Eleldurðu að það sé mögulegt?" „Eins og mér liður núna finnst mér það ekki ótrúlegt," sagði ég hlæjandi og við fórum til hestanna sem stóðu i röðum og litu niður á okkur. „Kanntu að riða. Della?" „Nei,” sagði ég. „Jenny og ég áttum litinn hestvagn sem við notuðum til að ferðast um nágrennið. Það var besta lausnin þvi Jenny er viðkvæm og álitið var að reiðferðir gætu reynst henni erfið- ar. Ég vildi einna helst eyða tímanum með henni. Ef aðstæðurnar hefðu verið öðruvísi held ég að ég hefði haft gaman af þvi." Ég vonaði að hann myndi bjóðast til að taka mig með í reiðtúr ein- hvern daginn en mundi þá eftir veikind- um hans og hugsaði með sjálfri mér að sennilega væri honum einnig bannað að riða út. Siðan varð mér allt í einu hugsað til Violu frænku. „Frændi fór með mig í heimsókn til móður þinnar.” sagði ég. „Hvernig gekk það? Vildi hún tala við þ'g?” Ég hristi höfuðið. „Þvi miður var hún óvenju æst. Ég haföi ekki hugmynd um að hún væri svona veik. Simon." Hann starði út i bláinn. tómlegur á svip. Ég beið eftir að heyra álit hans á sjúkdómi hennar og orsök þess að hún afneitaði honum. eða að minnsta kosti að hann segði eitthvað um hana. Ep það var eins og hann hefði gleymt um hvað við vorum að tala. Eftir nokkra stund sagði hann: „Fyrirgefðu. Sagðirðu að þú værir dugleg reiðkona?" Ég varð sem þrumu lostin og þótt undarlegt mætti virðast varð ég fegin þegar risinn, Manning, birtist. Án þess að líta á mig lagði hann höndina á öxlina á Simoni og þeir gengu burt. Ég sagði: „Vertu sæll, Simon." Hann leit við með undrunarsvip og svaraði eins og hugur hans væri víðs- fjarri: „Vertusæl. . . Della.” I fyrsta skipti fannst mér sem ég hefði séð sjúkleikamerki hjá Simoni og ég varð undarlega sorgbitin. Þrátt fyrir það að frændi minn hafði ráðlagt mér að fara út I sólskinið fann ég allt I einu hjá mér sterka þörf fyrir að skrifa Jenny. En hve ég óskaði að við værum saman svo við gætum rætt um áhyggjur mínar. Ég gekk þvi aftur heim að húsinu og inn i svefnherbergi mitt, settist við skrifborð- ið, tók fram autt blað og dýfði pennan- um i blekið. Efst skrifaði ég dagsetning- una. Mamma. pabbi og Jenny biðu áreiðanlega í ofvæni eftir fréttum frá mér svo að ég ákvað að best væri að stíla þetta bréf til þeirra allra. Ég byrjaði þvi bréfið: „Elsku mamma. pabbi og Jenny,” og beið siðan eftir að andinn kæmi yfir mig. Bændurnir voru við vinnu rétt hjá glugganum minum en varla var hægt að segja að það væri sér- lega fréttnæmt. Ferðin hingað. Hvað gat ég sagt um hana? Hún hafði gengið vel og ég gat ekki sagt frá neinu sérlega spennandi varðandi þetta ferðalag mitt. Ég var ekki enn búin að hitla Clive. Ég var búin að lofa að ræða ekki of ýtarlega um veikindi frænku minnar. Þá var Simon eftir en hvað gat ég sagt um hann? Ég saug dýrmætan pennann, ávani sem ég hafði oft verið skömmuð fyrir, en andinn lét ekkert á sér kræla. Loksins skrifaði ég: „Ferðin var tiðinda- laus til Paddington og eftir að ég tók lestina til Dover kom maður á móti mér sem ók mér til Cunninghamklaustursins. Þetta er stórglæsilegt hús." Þar stansaði ég þvi ég vissi að pabbi yrði ekki neitt sérlega glaður ef ég færi að lýsa húsinu of ýtarlega. Ég hélt áfram: .......með fallegum görðum umhverfis. Viola frænka er eitthvað lasin. þess vegna fór ég aðeins i stutta heimsókn til hennar en ég skilaði kveðju frá ykkur. James frændi er mjög indæll og gestrisinn. Og Simon .. ." Hér varð ég aftur að stoppa og ég starði út um gluggann. Hvernig gat ég sagt þeim frá hinu sorglega lífi Simonar? Ég andvarpaði og bætti við: .....sýnir rekstri búsins mikinn áhuga. Clive er i London, en hann kemur víst fljótlega heim ásamt konu sem á að undirbúa mig fyrir að verða kynnt við hirðina. Ég vona að þið hafið það öll gott. Ástarkveðjur, Della." Ég skrifaði utan á bréfið til pabba og hugsaði um hve spennt þau yrðu þegar bréfið kæmi. Þau yrðu fyrir vonbrigðum þegar þau sæju innihaldið. Mamma og Viola frænka höfðu viðurkennt að þær væru , pennalatar en ég hafði talið sjálfri mér trú um að ég myndi segja Jenny frá öllu sem fyrir augu min bæri. Það virtist nú vera langt frá sannleikanum. Allt I einu langaði mig hræðilega til að vera heima hjá mér, sjá fagran flóann og St. Michaels Mount, heyra í öldunum og ganga. tala og hlæja með Jenny. Sjöundi kafli Hússtjórnin var til fyrirmyndar. Frú Hodges sá um allt. Lostætur matur var alltaf á borðum á réttum tíma og aldrei sást rykkorn neins staðar. Ef kólnaði með kvöldinu logaði glatt i hverjum arni án þess að hægt væri að sjá að það ryki úr þeim, það logaði einnig á kertum og kristalljósakrónunum. Þó varð heimþrá mín stöðugt sterkari. Ég saknaði sam- verustundanna með Jenny og göngu- ferða okkar. Hér fannst mér ég vera fangi þó i glæsilegu umhverfi væri. Ég varð þess vegna mjög glöð þegar frændi mmn tilkynnti mér við morgunverðar- borðið að von væri á Clive heim aftur ásamt konunni sem átti að undirbúa mig fyrir heimsókn mina til konungsHallar- innar, athöfn sem ég kveið töluvert fyrir. „Þessi kona. .. James frændi leit aftur á bréfið frá Clive. „Ó. já. Hún heitir frú Buller-Hunter og er ekkja yfir- manns i hernum. Svo virðist sem þau hafi búið mörg ár í Indlandi. Þegar eigin maður hennar komst á eftirlaun fluttu þau aftur til Englands og héldu áfram að lifa eins hátt og þau gerðu á Indlandi. Þau eyddu upp öllu sem þau áttu þannig að nú verður hún að vinna fyrir sér. Hún er af góðu fólki komin og vön að um- gangast fyrirfólk sem jafningi þess. Mér finnst lita út fyrir að hún hæfi ágætlega. hvað finnst þér. Della?” „Ég hlakka til að hitta hana. frændi,” svaraði ég. Og það var hverju orði sann- ara því mér var farið að leiðast að hafa ekki neinn kvenmann til að tala við. Ég vonaðist eftir að með komu hennar yrði liflegra i húsinu. Sama kvöld spurði ég Rose um hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar í þessu sambandi um leið og hún snyrti mig fyrir nóttina. „Veistu hvaða herbergi frú Hodges hefur ætlað frú Buller-Hunter?” Rose. er var að bursta hár mitt til að ná þessum nauðsynlegu hundrað strok- um. hætti sem snöggvast. „Já. fröken Della. Hún hefur ákveðið að láta hana fá herbergið við hliðina á Denning hjúkrunarkonu. Það er snyrtilegt her- bergi með tveimur gluggum, annar þeirra snýr að rósagarðinum." Ég varð töluvert undrandi á að hún fengi ekki eitthvað af lausu her- bergjunum við hliðina á mínu og spurði Rose hvers vegna svo væri ekki. Ég sá í speglinum að hún brosti laumulega. „Það er með vilja, fröken Della. Hún lætur hana búa við hliðina á Denning af þvi hún er starfsmaður hér. Ef hún léti hana fá herbergi við hliðina á þér kæmi hún fram við hana eins og gest en ekki vinnuhjú. Erú Hodges vill að allir séu á sínum stað. Það verða læti ef þessi-kona reynir að segja frú Hodges fyrir verkum. Hún þolir ekki að taka við skipunum frá neinum." Ég kinkaði kolli án þess að svara og Rose hélt áfram að bursta á mér hárið. Ég vonaði svo sannarlega að koma frú Buller-Hunter myndi ekki valda neinum Leyndardámar aamla klaustursins 18 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.