Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 20

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 20
Vatnsorku- forðinn Jökiar tilorku- framleiðslu V atnsorkuver framleiða ár hvert nær 1.300 terawattstundir af rafmagni. Afköstin eru gífurleg en samt sem áður nægir vatnsorkan ekki nema til að fram- leiða fjórðung þess rafmagns sem við notum. Afganginn framleiða olíu- og kolaver, en hráefnisforðinn sá er tæmandi, og kjarnorkuverin umdeildu. Nú þegar ráðum við yfir tækni sem gerir okkur kleift að auka vatnsorku- nýtinguna svo mikið að vatn sem fellur I átt að sjávarmáli getur annað svo til allri raforkuþörf mannkyns. Minnst hefur vatnsorkan verið beisluð þar sem mest er af henni. I heimsálfum þar sem kynstrin öll af vatni falla stöðugt fram af klettum og niður hlíðar, nýta þjóðirnar smáhluta vatns- orkunnar. í Asíu er að finna fjórðung allrar nýtanlegrar vatnsorku, en aðeins 9 prósent hennar hafa verið beisluð. Suður-Ameríkumenn hafa fimmta hluta nýtanlegrar vatnsorku en hafa aðeins virkjað 8 prósent af henni. Á hinn bóginn höfum við Evrópubúar þegar beislað 59 prósent þess tíunda hluta allrar heimsins vatnsorku sem við sitjum að og Norður-Ameríkumenn hafa virkjað 36 prósent af þeim sjötta hluta vatnsorku heimsins sem finnst i þeirra löndum. Raunar hyggjast íbúar þriðja heimsins nú spjara sig. í Asiu og Suður- Ameríku er hafinn undirbúningur stór- virkjana. Itiapu-stiflan milli Brasilíu og Paragvæ mun brátt framleiða 12.600 megawött — sem er 13-föld framleiðsla stærsta kjarnorkuversins — og Þri- gljúfra-stíflan, sem byggja á I Yngtse- fljóti i Kína, mun framleiða 25.000 megawött. Loks má nefna risastífluna I Amazon-fljótinu sem á að mynda lón, þrefalt stærra að flatarmáli en ísland og mun framleiða 66.000 megawött. Ekki þarf endilega að notast við ferlíki af áðurnefndu tagi til að beisla vatns- orkuna. Bændaþjóðfélög, sem ekki búa yfir miklu fjármagni til fjárfestinga, geta nýtt sér minniháttar virkjanir til að þjóna héraðinu. Við þurfum ekki að fara út fyrir landsteinana til að verða vísari um gagnið sem hlýst af smærri vatns- virkjunum. 1 37. tölublaði Vikunnar 1981 sögðum við frá virkjana- meistaranum Eiríki Björnssyni i Svína- dal I Skaftártungu. Hann hefur átt drjúgan þátt I rafvæðingunni í sveita- héruðum landsins. Rafvæðing þriðja heimsins hefur gengið hægt vegna þess kostnaðar sem menn sáu fram á við linu- lagnir yfir langar vegalengdir. Kinverjar komust hjá slikum vanda með því að byggja litlar virkjanir, frá árinu 1968 hafa þeir sett upp nær 90.000 slíkar vatnsvirkjanir. Virkjanir af þessu tagi samlagast umhverfinu vel og valda litlum náttúru- spjöllum. Risavaxnir rafalar valda hins vegar meiri skaða. Stiflugerð fyrir stór- virkjanir setur verðmætt ræktarland undir vatn. Vatnslón stórvirkjana á hita- beltissvæðunum stuðla að útbreiðslu sjúkdóma. Dýralífi og sjaldgæfum gróðri er einnig hætt. Versti fylgifiskur stór- virkjana er þó sú uppflosnun sem verður þegar fjöldi fólks verður að flytjast búferlum þegar byggð ból fara undir vatn. Þrátt fyrir alla gallana telja margir vatnsorkuna ákjósanlegasta kostinn á þessum tímum orkuskorts. Daniel [ Deudney, sem stundar rannsóknir við Worldwatch-stofnunina i Washington, segir að „vega verði stórvirkjanir á móti helstu kostum öðrum, það er að segja kjarnorkuverum og kolaverum". Hann telur að hægt sé að fyrirbyggja helstu fylgikvilla stórvirkjana ef hönnuðir geri frá upphafi ráð fyrir þeim lika. Heilsu- verndarráðstafanir, nýbýli og nýtt ræktarland þurfi að haldast I hendur við byggingu stórvirkjana. „Stórvirkjanir breyta sjálfstjórnandi vistkerfi,” segir Deudney, „í kerfi sem þarfaðstjórna." i9 Ferskvatn í öllum fljótum og vötnum jarðarkringlunnar reiknast vera um 125000 teningskílómetrar. Gott væri að hafa margfalt það magn á einum stað og geta notað það til raforkuframleiðslu.... Það er til og nýtingarmöguleikarnir líka. Grænlandsjökullinn geymir í föstu formi um það bil tuttugufalt það magn af fersku vatni sem fyrirfinnst í öllum heitnsins fljótum og vötnum. Þessi orku- lind helst I frystu formi mestallan ársins hring en að sumri til bráðnar talsvert stór hluti jökulsins og streymir niður að sjávarmáli. Vísindamenn frá Z1 Alþjóð- legu kerfisgreiningarstofnuninni (Inter- national Institute for Applied Systems Analysis) og Rannsókna- og þjálfunar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (UNITAR) rannsaka nú möguleikana á að virkja þessa orku með því að láta vatnið knýja vatnsorkutúrbinur. Áformin miðast við byggingu raforkuvera og kerfis af leiðslum og iskurðum til að safna saman bráðnum isnum i náttúrleg og tilbúin lón í námunda við orkuverin. Vatninu verður > svo veitt á túrbínumar eftir þörfum. Gefi sumarþíðan ekki af sér nægilegt magn af vatni má bræða nýfallnar snjó- breiður með þvi að dreifa yfir þær sandi eða ösku í þvi skyni að auka hitun. Raforku framleidda í Grænlandi þarf að flytja til þeirra staða sem mundu nýta hana. Þá hindrum hyggjast ÍIASA og UNITAR yfirstiga með neðansjávar- kapalkerfi sem gæti flutt rafmagn með einungis 20 prósent orkutapi. Á hinn bóginn má nota rafmagnið til að breyta vatni í vatnsefni, sem siðan væri flutt í gasformi eftir pípum eða i fljótandi formi með tankskipum. Þótt þess^r hugmyndir veki bjartar 20 Vlkan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.