Vikan


Vikan - 15.07.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 15.07.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 28, 1943 3 HELLISGERÐI Framhald af f'orsíðu. Pað má alltaf deila um, hvort bær sé fall- egur eða ekki. Dómar manna í þeim efn- um fara oft eftir því, hvar þeir éru fæddir og uppaldir. En það er ekki hægt að deila með nokkurri sanngirni um fegurð staðar eins og Hellisgerði í Hafnarfirði er. Og haldi Hafnfirð- ingar áfram að prýða bæinn sinn í sama anda og þeir hafa gert að undanförnu, þá getur hann orðið einn fegursti og sérkennilegasti bær landsins. Þar hafa á síðustu tímum verið byggð- ar virðulegar skólabyggingar og stílhrein ný- tízkuhús og gagnger breyting er að fara fram á Strandgötu, aðalstræti bæjarins, því að nú er verið að steinsteypa hana. Það þarf ekki glögg- an gest til að sjá, að markvisst er unnið að fegrun og þægindaaukning Hafnarfjarðar. En höfuðprýði þessa hraunbæjar er þó Hellis- gerði. Á jónsmessu 1923 var Hellisgerði vígt, en Bæjarsjóður Hafnarfjarðar gaf út árið 1933 Sögu Hafnarfjarðar, eftir Sigurð Skúlason; myndarlegt rit, prýtt fjölda mynda og vandað að frágangi. Skal þeim, er kynnast vilja sögu bæjarins, vísað til þeirrar bókar. Þar segir á einum stað: ,,Frá því um síðustu aldamót hafa fiskveiðar ekki éinungis verið meginatvinnuvegur Hafnfirðinga, heldur einnig sú starf- semi, sem skapað hefir vöxt bæjarins og verið undirstaða annara atvinnuvega þar (verzl- unar og iðnaðar)“. þrem árum áður hafði Málfundafélagið Magni verið stofnað og þar kom hugmyndin um þessa ræktun fram á fundi í marz 1922 og mun það hafa verið Guðmundur Einarsson, sem vakti máls á henni. Fyrsta trjáplantan var gróðursett 18. maí 1924. Ræðumaðurinn, sem „steig í stólinn“ í Hellisgerði fyrir tuttugu árum og horfði á gróðursnautt hraunið við fætur sér og allt-um- hverfis, sagði frá þeirri fyrirætlun, að planta ætti trjám framan við hraunklettinn, sem hann stóð á. Valdimar Long kaupmaður á að hafa látið þau orð falla við þetta tækifæri, að hann vonaði, að krónur þeirra trjáa mundu eftir tuttugu og fimm ár nema við ræðustólinn. Að einum tuttugu árum liðnum urðum við, blaða- mennirnir, sem heimsóttum Hellisgerði, að líta úr steypta ræðu- stólnum upp til hinna fögru króna trjánna, og þaðan sáum við vatnssúlu standa í loft upp úr yndislegum gosbrunni í grænu ,,perlunni“, en allt í kring iðgræna lundi, ilmandi blóm og fjölda trjátegunda. Framhald á bls. 7. Gósbrunnuriiin í Hellisgerði í Hafnarfirði. Hann eykur mjög á fegurð garðsins. Útgerð- arfélög og einstaklingar í Hafnarfirði gáfu rúm sex þúsund krónur, sem notaðar voru til þess að steypa litla tjörn, er myndar hálfhring, og er hún græn í botninn, en á stalli í tjörn- inni stendur ljómandi falleg stytta, sem vatn gýs upp úr. Gaf Bjarni Snæbjörnsson læknir hana í tilefni þess, að hann átti í fyrra tuttugu og fimm ára starfsafmæli sem læknir i Hafnar- firði. Listaverkið er eftir Ásmund Sveinsson og heitir: „Yngsti fiskimaðurinn“. Bjarni Snæbjörnsson læknir: Hafnarfjörður um 1900.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.