Vikan


Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 13

Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 23, 1948 13 Litlu mýsnar þrjár Barnasaga Einu sinni var malari, sem átti tvo syni. Sá eldri hét Hans. Hann var duglegur malari, en svo ágjarh, að hann passaði alltaf að sópa allt kom saman, sem fór á gólfið, svo að aldrei varð neitt eftir handa litlu fuglunum og músunum. Óli hét yngri bróðirinn, og hann var vanur að segja: — Láttu þetta kom liggja kyrrt, eitthvað verða mýsnar að fá í svanginn. Loksins sagði faðir hans við hann: ,,Þú verður aldrei malari, drengur minn. Farðu burt að heiman, og finndu þér eitthvert verkefni, sem hæfir þér betur.“ Óli litli iagði nú af stað í sól- skinsskapi með stóran malpoka á bakinu, og þegar hann var orðinn þreyttur, lagðist hann til svefns í útjaðri skógarins. Allt í einu heyrði hann rödd, sem sagði við hann: „VaknaðUj Óli, og hlustaðu á það sem við ætlum að segja þér.“ Óli reis upp og nuddaði undrandi augun, en þegar hann kom til sjálfs sin, sá hann þrjár litlar mýs fyrir framan sig. ,,Ef þú vilt verða ríkur og vold- ugur,“ sagði ein músin, ,,þá far þú til borgarinnar, og beint til konungs- hallarinnar. Kóngsdóttirin hefir á- kveðið að giftast hverjum þeim, sem getur fundið þrjá hluti, eftir að hún hefir falið þá. Ennþá hefir engum tekizt að finna nema einn hlut, og þess vegna er kóngsdóttirin ógift ennþá. En nú skulum við hjálpa þér, því að þú hefir alltaf verið góð- ur við litlar mýs.“ Óli lagði af stað til konungshall- arinnar, og þegar hann kom þangað, sagðist hann ætla að biðja kóngs- dótturinnar. Það var farið með Óla inn i stór- an sal, þar sem kóngsdóttirin sat hjá kónginum, föður sínum, í stóru há- sæti, en allt í kringum þau stóðu hirðmeyjamar. Óli hafði komið með mýsnar með sér úr skóginum, og geymdi hann þaer í vasa sínum. Nú hoppaði ein músin upp úr vasa hans og faldi sig í fellingunum í gluggatjöldun- um. Kóngsdóttirin tók nú hring með rauðum steini, sýndi Óla hann og sagði: „Ef þú getur fundið hann eftir að ég er búin að fela hann, þá hefir þú unnið í fyrsta sinn.“ „Ég mun reyna það,“ sagði Óli. Var nú farið með hann í annað her- bergi, þar sem honum var borinn matur og drykkur, en á meðan faldi kóngsdóttirin hringinn. Hún sagði við hirðmeyjamar: „ÓU er aðeins heimskur sveitastrákur, svo ég þarf ekki að fela hringinn vand- lega, ég læt hann héma í gluggann." Undir eins og litla músin sá hvar hringurinn var látinn, þaut hún af stað, út um dymar og inn í herberg- ið til Óla: „Hringurinn er í þriðja glugganum," hvislaði hún að Óla, „alveg úti í hominu á gluggakist- unni.“ Óli gekk nú inn í salinn, þar sem kóngsdóttirin og allar hirðmeyjam- ar biðu hans. „Ætli þetta sé ekki hringurinn," sagði hann, um leið og hann gekk rakleitt að glugganum og náði í hringinn. Kóngsdóttirin varð sótrauð í fram- an af reiði, en allar hirðmeyjamar veltust um af hlátri, en sjálfur kóng- urinn kiappaði saman höndunum af ánægju. „Þetta var vel af sér vikið,“ sagði hann, „svo reynir þú%aftur á morg- un. “ Næsta mús stökk nú upp úr veis- anum hans Óla, og hljóp inn í her- bergi kóngsdótturinnar og faldi sig þar. Daginn eftir ætlaði kóngsdóttirin að fela hringinn með bláa steininum, og í þetta sinn skyldi hún fela hann vel. Þegar Óli kom um kvöldið til að leita að hringnum, skauzt músin til hans og sagði: „Hringurinn hangir uppi í ljósakrónunni, þar sem mest er ljósadýrðin.“ Óli gekk nú mjög hæversklega inn í salinn og sagði: „Má ég slökkva eitthvað af ljósunum, svo að ég eigi hægra með að ná í hringinn. Óli náði nú í hringinn og rétti kóngs- dótturinni hann um leið og hann hneigði sig kurteislega. Nú var kóngsdóttirin bæði reið og hrædd, því að nú þurfti hann ekki að leita nema einu sinni ennþá. Hvem- ig átti hún að fela hringinn með hvita demantinum svo, að Óli fyndi hann ekki? Nú stökk þriðja músin upp úr buxnavasanum hans Óla og faldi sig, en kóngsdóttirin var allt kvöldið að hugsa um hvar hún gæti falið hring- inn, og loks fann hún ráðið. „Ég ætla að hafa hann á hendinni," sagði hún og svo dró hún hann á fingur sér. Þegar Óli kom í þriðja sinn, sagði 1. mynd. . . . Já, ef þú kállar á skynsemina og hrópar á hyggindin, ef þú leitar að þeim sem að silfri og grefst eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum, þá munt þú skilja, hvað ótti Drottins er, og öðlast þekking á Guði. 2. mynd. Son minn, gef gaum að ræðu minni, hneig eyra þitt að orðum mínum. músin honum hvar hringurinn væri falinn, en Óli gekk nú fyrir kóngs- dótturina, hneigði sig virðulega, tók hönd hennar og sagði: „Hér er hring- urinn, en ég vil alis ekki' kvongast kóngsdótturinni, ég óska mér einung- is myllu, þar sem ég get malað kom eins og mér líkar, og þá get ég bæði gefið litlu fuglunum og músunum." „Það skal ég veita þér,“ sagði kóng- urinn, og nú varð kóngsdóttirin frá sér numin af gleði. SKRlTLA Eiginkona skáldsins: Endursendi útgefandinn kvæðin þín? Skáldið: Já og það heldur riflega! Ég sfendi honum fjögur kvæði, en hann endursendi níu! Lát þau eigi víkja frá augum þínum varðveit þau innst í hjarta þínu, 3. mynd. Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni og ekki vantar, að honum fénist. 4. mynd. Sæll er sá maður, sem stenzt freist- ing, því að þegar búið er að reyna hann, þá mun hann öðlast kórónu lífsins, sem hann hefir heitið þeim, er elska hann. BIBLÍUMYNDIR Brúðkaup í Tyrkjaveldi Framhald af bls. 4. hressilega á axlir hans, en svo greip hann hina bljóðrjóðu brúði í fangið og kyssti hana á báða vanga. Milas var þakklætið sjálft. „Hvilíkur heiður,“ tautaði hann. „Sjáðu hérna, Cad- inla, þetta er þó alþýðlegur embættismað- ur, sem lætur svo lítið, er hann kemur úr veizlu hjá hans náð amtmanninum, að muna eftir yngsta bókhaldaranum sínum.“ „Þúsund þakkir fyrir kökuskeiðina — fallegu kökuskeiðina, yðar náð“, sagði Cadinla og roðnaði nú eins og nýútsprung- in rós. „Já þúsirnd þakkir“, tautaði Milas. Hann gaf hljómsveitinni merki mn að halda áfram. Sjálfur leiddi hann erindrekann að borði þeirra hjóna og setti hann í öndvegi hjá Cadinlu. Svo var komið með bikar af gullnu sveitavíni og erindrekinn drakk. Hann skálaði við alla gestina, en þeir voru átján, og svo hélt hann ræðu til brúðhjón- anna og talaði mjög hátt. Fólkið hafði hingað til verið í fremur daufu samkvæm- isskapi, en nú tók gleði og fjör að færast yfir hópinn. Dansinn hófst að nýju. Litlu síðar bað hinn hái embættismaður brúðurina að setjast á kné sér. Um leið leit hann hvasst á Milas Schiikri, sem hvarf inn í annað herbergi. „Ó, hve þér eruð mjúk, Cadinla", hvísl- aði erindrekinn í eyra hennar, eldrauður af víndrykkjunni. Munið þér eftir því, þegar ég sá yður í baðfötunum í sumar... ? Cadinla roðnaði aftur. Gegnum þunnan brúðarkjólinn fann hún hið hvassa hné erindrekans. „Ég er heldur ekki búinn að gleyma því, að ég var að reyna að kyssa yður“, sagði Servet hlæjandi. Cadinla svaraði engu. Hönd erindrekans leið upp eftir mjöðm hennar. Milas er hamingjusamur maður“, and-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.