Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 56

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 56
Eg var búin að vera í nokkrum misheppnuðum samböndum begar ég kynntist Sigga. Við vorum mjög hamingjusöm til að byrja með en fljótlega fór að síga á ógæfuhliðina. Ég gerði mér Ijóst að hann drakk mikið og varð brjálaður með víni. Þegar ég var gekk með barnið okkar og var komin sjö mánuði á leið henti hann mér niður stiga. Ég lifði fallið af en barnið sem ég gekk með dé. íf mitt hefur verið ein hörmungar- saga frá því ég man eftir mér. Eg hef aldrei hitt pabba minn en mamma átti mig mjög ung. Ég þvældist á milli staða með henni og hún giftist öðrum manni og eignaðist fleiri börn. Þegar hann var búinn að berja hana sundur og saman skildi hún við hann og fann sér nýjan. Ég er elst af sex hálf- systkinum og bar því oft mikla ábyrgð á yngri börnunum. Mamma er ágætis kona en hún hefur alltaf látið aðra kúga sig. Ég flutti að heirnan sextán ára gömul, harðákveðin í að verða ekki eins og mamma mín. Ég leitaði fljótlega eftir viðurkenn- ingu karlmanna og fann að að- dáun þeirra gaf mér aukið sjálfstraust. Stuttu eftir að ég flutti að heirnan var ég komin í sambúð með miklu eldri manni. Eftir nokkra mánuði var hann farinn að hóta því að berja mig og þá flýði ég. Ég hugsaði með mér að ég skyldi aldrei láta karlmann leggja hendur á mig. Ég hafði svo oft orðið vitni að því þegar sambýlismenn mömmu voru að berja hana. Mitt stóra lán í þessu lífi er hún frænka mín sem hefur 56 Vikan alltaf verið mér til halds og trausts. Eftir að ég flutti að heiman bauð hún mér að búa hjá sér gegn því skilyrði að ég færi í skóla. Hún var fyrsta manneskjan sem reyndi að koma mér í nám. Ég bjó hjá henni á meðan ég var í mennta- skóla og mér tókst að lokum að ljúka stúdentsprófi. Mig langaði að borga frænku minni til baka eitthvað af þeim peningum sem hún var búin að leggja í mennt- un mína. Á þeim tíma var ég með strák úr gömlum vinahópi og við byrjuðum að búa saman. Ég sá fljótlega að þetta myndi aldrei ganga. Ég sleit sambúð- inni og var komin á byrjunar- reit eina ferðina enn. Frænka mín kom í heimsókn og reyndi að tala um fyrir mér. Hún stakk upp á þeirn möguleika að ég færi til útlanda og byrjaði þar upp á nýtt eða drifi mig í frekara nám. Hún minntist aldrei einu orði á alla strákana sem ég var búin að kynna hana fyrir og hætta svo með. Ég vissi ekkert hvert ég stefndi í lífinu en mig langaði helst til að eign- ast mann, barn og hús. Þessi draumur var svo sterkur í huga mínum, kannski vegna þess að ég hafði alltaf farið á mis við öruggt og gott fjölskyldulíf. Ég ákvað að hlusta á orð frænku rninnar og innritaði mig í Há- skólann. Um leið og ég byrjaði fékk ég hálfgert áfall. Mér fannst námið og stofnunin vera mér svo framandi að ég ætti ekkert erindi þangað. Ég ákvað samt að þrauka í svona einn mánuð og sjá svo til. Hitti draumaprinsinn Á fjórða degi hitti ég Sigga. Mér fannst hann öðruvísi en allir aðrir karlmenn sem ég hafði hitt í lífi mínu. Hann var fullkominn. Ég er með ágæta reynslu í að spjalla við karl- menn og átti ekki erfitt með að brydda upp á samræðum við hann. Fljótlega byrjuðum við að vera saman og við tóku sælu- stundir. Ég hélt á þessum tíma- punkti í lífi mínu að þetta væri hin eina sanna hamingja. Við ákváðum að leigja íbúð rétt hjá skólanum og ég naut þess út í ystu æsar að gera litla heimilið okkar hlýlegt. Við ákváðum að halda innflutningspartí fyrir vini og kunningja eitt föstu- dagskvöid. Ég var búin að leggja mikia vinnu í að útbúa mat fyrir gestina okkar og gera íbúðina fína. Siggi skrapp út áður en partíið byrjaði og var ókominn þegar gestirnir byrj- uðu að streyma til okkar. Ég var orðin áhyggjufull en iét ekki á neinu bera. Ég afsakaði fjarveru hans og reyndi að brosa eftir bestu getu. Um mið- nætti birtist hann og var þá svo drukkinn að hann hvorki sá né heyrði. Það eina sem ég gat gert var að koma honum inn í rúm. Ég ákvað að halda áfram að vera hin hamingjusama sambýl- iskona og fór með fólkinu í bæ- inn að loknu partíi. Næsta dag fékk ég þá skýringu að hann hefði hitt kunningja sinn og þeir drukkið sig ofurölvi. Hann var mjög leiður yfir þessu og hét því að ekkert líkt myndi gerast aftur. Smám saman fór sannleikurinn að renna upp fyr- ir mér. Siggi drakk allar helgar, hann var ekki alltaf ofurölvi en hann hafði enga stjórn á drykkjunni. Okkur leið mjög vel saman í ntiðri viku en á hverjum föstudagsmorgni var ég komin með hnút í magann og spurði sjálfa mig: Hvað ger- ist í kvöld? Skapofsinn samhliða drykkj- unni jókst sífellt. Eitt kvöldið sat ég ein og horfði á sjónvarpið þegar hann kom mjög drukkinn heim. Hann var svo reiður og pirraður að ég fann að ég óttað- ist hann. Hann braut húsmuni, barði í veggi og öskraði stans- laust. Ég læddist út í nóttina og þorði ekki að koma inn fyrr en hann var sofnaður. Næsta morgun fékk ég að heyra sömu Siggi skrapp út áður en partíið pyrjaði og uar okomínn pegar gestirnir hyrjuðu að streyma til okkar. Eg uar orðin áhyggjufull en lét ekki á neinu bera. Eg afsakaði fjarueru hans og reyndi eftir bestu getu að brosa. Það eina sem ég gat gert uar að koma honum inn í rúm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.