Framtíðin - 20.05.1923, Blaðsíða 6

Framtíðin - 20.05.1923, Blaðsíða 6
F R A M T í Ð I N arameistari og Steinþór Hallgrímsson veit- ingamaður. » A N N A H O c kom hingað þriðju- dagsmorgun. Með skipinu komu : H. And- ersen og stud. real. Hafliði Helgason og Hafliði Halldórsson. • GOÐAFOSS« korn á fimtudag. Með honum komu : G. T. Hallgrímsson, Axel Schiöth og Helgi Kjartansson. HÁKARLASKIPIN »Stathav« og »Æskan« ern nýkomin inn. Stathav með 124 tunnur og Æskan með 128. JARÐARFÖR Hjörtínar sál. Krist- jánsdóttur fór fram á miðvikudaginn. Alþingi. Pingsályktunartillögur. Innlend baðlyfjagerð. Landbúnaðarnefnd ieggur til, að Alþingi skori á stjórnina að halda áfram ransóknum á innlendri bað- lyfjagerð og leggja fyrir næsta þing frumv. um framkvæmd á henni, Ríkisveðbanki íslands. Jón Baldvinssori flutti tillögu til þingsályktunar tim að skora á stjórnina að gera þegar ráðstafanir til þess, að Ríkisveðbanki íslands taki til starfa á þessu ári. Uppdráttur landsins. Magnús Jónsson flutti tillögu til þingsályktunar um að skora á stjórnina að hefja samninga um framhald á mælingu og uppdrátt- um landsins og tryggja með því, að haldið verði áfram óslitið og byrjað ekki síðar en sumarið 1924 og lokið eigi st'ður en 1935, og séu uppdrættirnir þa gefnir út með mælikvöðrunum 1 : 100000 og 1 : 50000 og seldir svo vægu verði sem frekast er unt. Umsjónarmaður banka og sparisjóða. Frumv. er framkömið um að skipa einn eftirlitsmann með bönk- um og sparisjóðum á Iandinu. Hann á að hafa 10,000 krónnr í árslaun og dyrtíðaruppbót af allri upphæðinni, og ennfr. ferðakostn- að eftir reikningi. Laun, uppbót og ferðakostnað á að greiða úr ríkissjóði, en peningastofnanirnar eiga að endurgreiða ríkissjóði kostn- aðinn í hlutfalli við það fjármagn er þær hafa í veltu um hver ára- mót. Forsætisráðherra talaði með frum- varpinu og taldi mesta natiðsyn sérstakan og sérfróðan bankamann til að hafa stöðugt eftirlit með öll- um sparisjóðuin og bönkum lands- ins. Eiríkur Einarsson flutti breytingar- tillögu, vildi hann engan eftirlits- mann liafa, en skylda alla sparisjóði og banka til að gefa ríkisstjórninni allar þær upplýsingar er hún kann að heimta. Frumvarpið var þó samþykt óbreitt. / Verslunarsamningur við Rússa. x Jón Baldvinson flutti svohljóðandi þingsályktunartillögu í sameinuðu þingi: Alþingi skorar á ríkisstjórn- ina að gera ráðstafanir til þess að koma á verslunarsamningi milli íslands og Rússlands. Ransókn á ísiandsbanka. Einar Árnason, Guðm. Guðfinns- son, Guðm. Ólafsson, Jónas jóns- son og Sigurður Jónsson flytja svohljöðandi tillögu um íslands- banka: Efri deild Alþingis skipi 3. manna nefnd sarhkv. 35. gr. stjórnar- skrárinnar til að kynna sér fjárhags- stöður íslandsbanka gaðnvart ríkinu og þá sérstaklega trygginnar þær, er hann hefur sett ríkissjóði fyrir þeim hluta enska lánsins, er hann fékk, og leggi nefndin álit sitt fyrir einkafund sameinaðs Alþingis fyrir þinglok, en bundin sé hún þagnar- skildu um hag bankans meðan hún starfar. 9 þingmenn í neðri deild flytja þar samhljóða tillögu um skipun 5 manna nefndar. Landsspitalinn. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason flyt- ur svohljóðandi tillögu urn bygg- ing landsspítala: Efri deild Al- þingis ályktar að skora á lands- stjórnina að láta byggja landsspít- aia svo fljótt sem verða má og ¥ Nýkomið: Qúnnmístígvéí Skóhlífar Herrastígvél Dömuskór Manchetskyrtur Flibbar Axlabönd o. fl. í verslun Sig. Kristjánssonar. Suðu- og Átsúkkulaði, mest úrval, iægst verð í verslun Stefáns B. Kristjánssonar. Ársrit fræðafélagsins fá áskrifendur afhent hjá undir- rituðum. Sig. Kristjánsson. Landsöl, Citronsódavatn, Margarine (lítið eitt súrt) á aðeitis 1 kr. kg. í versl. St. B. Kristjánssonar. Barnavagn til sölu, eða leigu í sumar. Ferd. Jóhannsson. Tryggið líf yðar í „Danmark “. Umboðsm. á Sigluf. og grend er Stefán B. Kristjánsson. sitja íyrir öllum öðrum meiriháttar framkvæmdum ríkisins. U úsmæðraskóli. Jónas Jónsson og Sigurður Jóns- son fluttu svohlj. tillögu um stofn- un húsmæðraskóla á Staðafeili: Þegar á þessu ári séu gerðar ráð- stafanir til, að stofnaður verði setn allra fyrst húsmæðraskóli fyrir Vest- urland að Staðafeili.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.