Framtíðin - 16.06.1923, Blaðsíða 3

Framtíðin - 16.06.1923, Blaðsíða 3
sem eru hjá þeim, og innan 15 ára (einnig stjúpbörnum og meðgjafar- lausum fósturbörnum). 2) Ókeypis #/4 hluta allra þeirra lyfja er læknir telur nauðsynleg, handa þeim sjálfum og börnum þeirra, sem hjá þeim eru og innan 15 ára. 3) Ókeypis sáraumbúðir. 4) Ókeypis sjúkrahúsvist í sjúkra- húsum Eyjafjarðarsýslu, geðveikra- hælinu á Kleppi og heilsuhælinu á Vífilstöðum, ef læknir telur þess þörf, handa þeim sjálfum og börn- um þeirra, sem heima erti, og inn- an 15 ára, þó aldrei lengur en 26 vikur á 3 samfleyttum reiknings- árum. Nú vill sainlagsmaður fremur fara i eitthvert annað sjúkrahús og greiðir þá samlagið fyrir nauðsyn- lega dvöl hans þar, það sem jafn- löng dvöl hefði kostað. í því sjúkra- liúsi, sem sainlagsmönnum er ætlað. 5) Dagpeningar handa þeim sjálf- um, þannig: að þeirergreiða’1.75 á mán. fá kr. 2.00 ádag — — — 1.35 » — — » 1.50 » — ----— 1.00 » — — » 1.00 » — ---- — 0.75 » — — » 0.50 » — Öll þessi rjettindi, er hjer eru talin, fær hver og einn er gengur í samlagið. Gjaldið, er greiða þarf fyrir þessi rjettindi, er afarlágt, því ef verulég veikindi bera að hönd- um, hrökkva 12-24 krónur skamt fyrir meðul og læknishjálp. Areiðanlegt er, að niargir sem ekki eru í samlaginu, hafa ætlað sjer 'að vera gegnir í það fyrir löngu, en þegar allir hafa verið heii- brigðir á heimilinu, hefur það dregist og dregist og gleymst. Svo koma veikindin og minna á það, en þá er það orðið of seint, því hver sá er í samlagið gengur, verður að fá læknisvottorð um, að hann og fjölskylda hans sje heilbrigð. — Vafalaust er þetta atriði, að láta framkvæma læknisskoðunina, það, sem hindrar marga í að ganga í samlagið. Til þess, að það ekki verði þröskuldur í vegi, býðst eg lijer með til að ransaka alla þá, er í samlagið vilja ganga endurgjalds- laust til 1. júlí Siglfirðingar! Gangið í sjúkra- ER AMTIÐIN samlagið, dragið það ekki þar til veikindin eru komin, því þá er það of seint. H. Thorarensen. Bæjarstjórnaríundur var haldinn í barnaskólanum 2. júní. Eins og getið var um í síðasta blaði, gengu þeir Sig. Kristjánsson og Friðb. Níelsson af fundi, er bæjarstjórnin samþykti að fresta veitingu á. hafnarvarðarstöðunni. Daginn eftir sendu þessir tveir full- trúar lausnarbciðui til bæjarstjórn- arinnar, og var hún annað aðal- málið er fyrir fundinum lá. Eftir að búið var að lesa upp lausnarbeiðn- ina, tók séra Bjarni fyrstur til máls. Áleit har.n rjett af bæjarstjórninni að samþykkja lausnarbeiðnina, og ástæðulaust að vera að þvinga menn til að setja í bæjarstjórninni. Frú Guðrún bar fram tillögu um, að frestað væri að taka ákvörðun uni lausnarbeiðnina, og að bæjar- stjórnin fæli oddvita sínum, að tala við fulltrúana, og fá þá til að taka sæti sitt aftur. — Helgi Haflióason og jón Guðmundsson sögðu, að þessi lausnarbeiðni fulltrúanna væri svo ókurteisislega orðuð, að þeir gætu ekki greitt atkvæði með því, að fara að senda nefnd til þeirra og biðj'á þá urn að koma. Tillaga frúarinnar var feld og lausnarbeiðn- in samþykt með 4 atkvæðum (séra Bjarni, bæjarfógeti, Helgi, Jón) gegti 3 (Frú Guðrún, Flóvent, Hannes), Kjörtímabil Friðb. Níelssonar var til ársloka 1926 og Sig. Kristjáns- sonar til ársloka 1924. Bæjarfógeti tiikynti að bráðlega myndu fara fram nýjar kosningar á 2 fulltrúum í stað þelrra er fengið hefóu lausn. I3á skýrði bæjarfógeti frá, að dómur væri fallinn í háhyrninga- málinu, og vildi fá álit bæjarstjórn- arinnar um hvort áfrýja ætti málinu eða ekki, Flelgi Hafliðason sagði, að nefndin er fyrir málinu stæði, hefði ekki fjallað um það enn, og það væri hún sem ætti að ráða því hvað gert yrði í málinu, en ekki 41 bæjarstjórnin. Séra Bjarni hjelt því fram, að það væri bæjarstjórnin er ætti að taka ákvörðun um hvort áfrýja ætti eða ekki, því bærinn en ekki neíndin hefði állan hag eða skaða aí málinu. Eftir nokkrar um- ræður var samþykt tillaga frá bæj- arfógeta um, að skora á nefndina að áfrýja málinu, og að bærinn bæri allan kostnað, er af því leiddi. Erl. símfréttir. Stjórnarbyltingin í Búlgaríu. Stjórnarbylting og innanlands- ófriður í Búlgaríu. Stjórnin var rek- in frá völdum, allir ráðherrarnir fangaðir nema forsætisráðherrann, sem tókst að flýja úr höfuðstaðn- um. Nýja stjórnin er samsteypu- stjórn úr öllurn andstöðuflokkun- um nema Kommúnistum. Fyrsta verk hennar var að rjúfa þingið. Meðan þessu fór fram hafði for- sætisráðherrann æst bændurnar til uppreisnar, og hefur hann nú 50 þús. manns undir vopnum. Slegið hefur í blóðuða bardaga milli þeirra og landið er alt í ófriðarbáli. Serb- ar reyna að stilla til friðar. Tifboð Þjóðverja. Þýska stjórnin hefur boðist til að greiða 1 miljarð gullmarka á ári í skaðabætur. Vill hún að sjer- stök nefnd ákveði hve mörg árin eiga að verða. Segir í tilboðinu, að þetta sje það lengsta sem hægt sje að fara. Frakkar eru óánægðir með tilboðið. Breiar ánægðir. »Tim- es« segir að enginn vafi sje á að Þjóðverjar sjeu eiulægir og vilja gera það sem þeir geti. Búist er við að enska stjórnin beiti áhrifum sínum til þess að fá skaðabóta- nefndina til að ganga að tilboðinu. Lausanne. Gríska stjórnin hefur gefið full- trúum sínum á ráðstefnunni í Laus- anne heimild til að semja frið við Tyrki með ráði baudamanna. Leiðangur til Spitsbergen. Leiðangur til iiðsinnis Amundsen

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.