Framtíðin - 24.07.1926, Blaðsíða 2

Framtíðin - 24.07.1926, Blaðsíða 2
2 F R A M TI Ð 1 N B í ó - a i e Musik á morgun frá klukkan 3 tii 5. Bæjarstjórnarfundur var haldinn í Hótel „Geysir“ á mánudaginn var. Bæjarstjórninni hafði borist beiðni frá kaffihúsum bæjarins um að þau fengju að halda eina opinbera danskemtun á viku hverri. Sam- kvæmt lögreglusamþykt bæjarins er það á valdi lögreglustjóra að leyfa eða banna danskemtanir, og hefur lögreglustjórinn lýst þvi yfir, að hann mundi banna allar opinberar dansskcmtanir. Bæjarstjórnin sam- þykti á næst síðasta fundi að verða við beiðni kaffihúsanna. A síðasta fundi bar þá lögreglu- stjóri fram tillögu um að lögreglu- samþykt bæjarins yrði breytt þann- ig, að það væri á valdi bæjarstjórn- ar, en ekki lögreglustjóra, að leyfa eða banna skemtanir. Tillagan var feld með 3 atkvæðum gegn 1. Afieiðingin er þá sú, að danskemt- anir verða algjörlega bannaðar í sumar. Pað virðist vera hart, að banna fólki eins eftirsókta og almenna skemtun eins og dans er. Og vjer erum ekki trúaðir á það, að liægt verði að framkvæma það bann. Afieiðingin af banninu verður sú, að böllin flytjast úr kaffiihúsunum niður á platningar og bryggjur, eins og tíðkaðist hjer i gamla daga áður en kaffihúsin komu. Pá var tekin fyrir kæra Chr. Möllers um misnotkun vatns á Roaldbryggjunni. Möller skýrði frá því, að hann hefði fund- ið að við bryggjuformanninn á nefndri bryggju, að hann notaði vatn að óþörfu. Hafði formaður að eins svarað illu til og haldið áfram að misnota vatnið. Allir byggjuformenn og bryggju- eigendur ættu að hafa hugfast aug- lýsingu vatnsveitunefndar, er birtist hjer í blaðinu fyrir skömmu, um að spara vatnið. Að öðrum kosti neyðist vatnsveitunefndin til að seija þeim, er eyða vatni að óþörfu, vatn að eins eftir vatnsmæli og^ verður það margfalt dýrara. Fleiri smámál voru á dagskrá, og var þeim vísað til nefnda. Símfrjettir. Frá París er símað. að stjórnár- skifti haíi enn orðið á Frakklandi. b'eldi þingið Briandstjórnina, er það neitaði að samþykkja kröfu Calliaux fjármalaráðherra um cinræði handa stjórninni í fjármálum. Herriot licfur tekist að mynda sjórn, og eiga að eins radikalar sæti í henni. Jafnaðarmenn hafa heitið stjórninni skilyrðisbundnu fylgi, en hægri flokkarnir hafa neitað henni um stuðning. Búist er við að hún verði skammlíf. Herriot cr sjálfur utanríkisráðherra, Monzie fjármála- ráðherra, Lacheur versiunarmálaráð- herrá, Painleve fjármálaráðherra. Stefna stjórnarinnar sennilega álagn- ing mikilla eignaskatta. Margir van- treysta Herriot til að rjetta við gengi frankans.. Æsing mikil í kaup- höllinni vegna lækkunar frankans. Múgur og margmenni býður með óþreyju eftir gengistilkynningum, og hefur lögreglan í vök að verjast að dreifa mannfjöldanum. Æsingar einnig út um landið, og hefur víða verið ráðist á ferðamenn. Frá London er símað, að þing og stjórn sje áhyggjufull út af falli frankans. Snowden, fyrv. t'jármála- ráðherra, telur erlenda hjálp nauð- synlega. Símað frá Berlín, að Tangalos stjórnarherra Grikklands' hafi gjört helstu foringja andstæðinganna land- ræka. Síðustu friettir: Herriotstjórnin fallin, steypti þingið henni strax er Herriot skýrði frá eignarskattsáformi stjórnarinnar. Frakklandsbanki kveðst liklega verða að neita ríkinu um frekari lán, þar sem seðlaforði sje að þrot- um kominn. Poincare reynir að mynda stjórn. Innl. simfrjettir: Búist við upptalningu atkvæða í lok þessa mánaðar. Bjarni Jónsson frá Vogi ljest á sunnudagskvöldið 18. þ. m. kl. 7,30 eftir langvarandi vanheilsu, 63 ára að aldri. Ranameinið varkrabba- méin. Kristjana Magnúsdóttir, ekkja Jóns sál. Stefánsaonar, Akureyri, v*rð bráðkvödd í gær. Bæjarfrjettir. Norsks sjómannaheimiHð er aft»r tekið til starfa. Forstöðufólk er það sama og í fyrra sumar. Nýja hafnarhryggjan er fullgerð. Vant- ar þó enn bæði trpppur og spor á hryggjuna. Sílóarverkamiðja dr. Ponl er nú fullgerð að mestu og tekur til starfa næstu daga. Verksmiðjan hefur nýtísku vjelar og getur br.œtt um 1200 mál á aólarhring. Norskur konsúll, Hr. Kildal, er nýkom- iiiu til bacjaritvs. Dvelur hann hjcr í sumar til að gæta hagsmuna Norðmanna. Síldveiði, bæði í snurpunót og reknet, er agæt. Snurpuaótaikip hafa komið inn með alt að 800 tunnum í einu, og reknetaskip með á annað hundrad tunnur. „Óðinn", strandvarnarskipið nýja, kom hingað í fyrsta sinn á miðvikudaginn, Með skipinu kom Jón liergsvcinsson yfirsíldar- matsmaður. Bíó-Café. Musik á morgun frá kl. 3—5. Bíó. Sýningnr verða sem hjer segir; laugardugskvöld kl. 9 „Hefndin", iaugardugs-

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.