Menntamál


Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 111 ing-jar gætu ekkert lært, og jafnvel kix’kjan taldi ókristi- legt að kenna þeim og áleit, að guð hefði gert þá svona og hans verkum mætti ekki breyta. Þeir fáu, sem gerðu tilraunir til að kenna málleysingj- um, sættu því oft harðri gagnrýni, enda eru litlar frá- sagnir til um, að tilraunir hafi verið gerðar til að mennta málleysingja fyrr en á 16. öld. Á 16. öld skrifaði ítalski stærðfræðingurinn Jerome Cardano um andlega hæfileika málleysingja. Hann hafði heyrt um mállausan mann, sem hafði lært að lesa og skrifa, og dró Cardano af því. þá ályktun, að ritmálið gæti verið málleysingjum það sama og talmál er talandi einstakling- um. „Málleysingjar geta látið í ljós hugsanir sínar með því að skrifa og skilið hugsanir annarra með því að lesa,“ segir hann. Skrif Cardano hnekkti þeirri skoðun, að mál- leysingjar væru óhæfir til andlegrar menntunar, en sú skoðun var mjög algeng á hans tímum. Um svipað leyti er fyrsti viðurkenndi málleysingjakennarinn uppi, Pedro Ponce de Leon (1520—1584). Skýrslur og bréf, sem til eru frá hans tíma, sýna, að hann hefur kennt nokkrum mállausum börnum að tala, lesa, skrifa og reikna. Líklegt er talið, að hann hafi skrifað bók um kennsluaðferð sína, en hún hefur glatazt. Það er þó vitað um kennsluaðfei'ð hans, að hann byrjaði með að láta börnin skrifa nöfn á algengum hlutum, kom þeim í skilning um, að orðiix tákn- uðu hlutina, kenndi þeim síðan að segja einstök hljóð málsins og raða þeim saman í orð. Árið 1620 komu út í Madrid tvær bækur um kennslu og uppeldi málleysingja eftir Juan Palbo Bonet. Ekki er vitað til, að Bonet hafi nokkurn tíma kennt málleysingj- um, en talið er, að hann lýsi í bókum þe^sum kennsluað- ferð samtíðarmanns síns, M. R. de Carrion, en hann hafði þá í 4 ár kennt heyrnarlausu barni með góðum árangi’i. Önnur bók Bonet er um spænsk málhljóð og hvernig hægt sé að kenna þau, en hin um, hvernig hægt sé að kenna

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.