Menntamál - 01.03.1955, Side 24

Menntamál - 01.03.1955, Side 24
16 MENNTAMÁL eldisfræði og sálarfræði að aðalgreinum. Þá eru tvær merkar nýjungar í lögum þessum, annað er það, að kenn- araefni skulu stunda kennsluæfingar með börnum, sem geta ekki fylgzt með venjulegri kennslu, og vinna í hæf- um skóla í 3 mánuði samfellt, meðan þeir eru í kennara- skóla. Mun þetta verða gagnleg viðbót við þá þjálfun, sem veitt er í æfingaskólum og ekki verður án verið. Deildaskipting. Auk aðalgreina skal kenna 12 aðrar námsgreinir og konum handavinnu að auki, og er ekkert nýtt í því. Ný er hins vegar deildaskiptingin. Veita skal kennslu í handíðum, matreiðslu eða húmanískum grein- um til undirbúnings á kennslu í almennum barnaskólum og í ensku, þýzku, stærðfræði eða eðlis- og efnafræði til undirbúnings í kennslu í miðskólum með prófskyldu. Vera má, að fleiri greinar komi til álita, m. a. landafræði og náttúrufræði. í öðrum bekk kennaraskólans, og ef til vill í 1. bekk stúdentadeildar, skulu nemendur velja eina af þessum greinum, og veitir það nám réttindi til að kenna hana í miðskólum með prófskyldu. Áætlað er að verja 6 vikustundum í 3 ár til þessa náins. Það fer eftir kennaraliði hvers kennaraskóla, hversu margar kjörgreinir geta verið, en þó má telja óhjákvæmi- legt að hafa fjóra til fimm flokka í hverjum skóla, og verða þá 6 til 8 nemendur í flokki. Hins vegar má vænta, að fjöldi í flokkunum verði nokkuð misjafn, þar sem um kjörgreinir er að ræða. Einnig er þess vænzt, að nem- endur eigi kost á að sækja fyrirlestra eða vera í náms- flokkum tvær stundir á viku til þess að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum og vandamálum líðandi stundar. Þannig á að verja sex vikustundum til sérmenntunar og tveimur frjálsum stundum til almennari menntunar. PRÓF OG VITNISBJJRÐUR. í 1. grein laganna kemur fram róttækasta breytingin, en þar er fjallað um brautskráningu kennaraefna. Próf-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.