Menntamál


Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 6
196 MENNTAMÁL Þessari staðreynd hag-gar það ekki, að afburðakennurum auðnast jafnan að koma öllum til nokkurs þroska. Þá höfðu kennarar meira ráðrúm til að sveigja kennsluna að áhuga- efnum sínum, þar sem námsskrá, próf og kennslubækur sögðu þeim lítt eða ekki fyrir verkum. Meira máli skipti þó, að þá voru vandamál þessarar kennslu önnur en nú. Alþýðan, sem um þúsund ára skeið hafði varðveitt samhengið í máli sínu og menntun, skildi að sjálfsögðu mál bókmenntanna allvel og kunni að orða hugsanir sínar. Börn lærðu málið af fullorðnum, kynni þeirra af atvinnuháttum þjóðarinnar voru allnáin, um- hverfi það, sem bókmenntirnar voru sprottnar úr, var jafnframt þeirra eigið umhverfi. Með því einu að læra að lesa var sérhverju vel gefnu barni opin leið að bókmennta- auði þjóðarinnar. Fjöldi alþýðumanna var vel ritfær, enda þótt stafsetningin væri á reiki. Að þessu má færa marg- vísleg rök, ef þurfa þykir. Eftir lögfestingu stafsetningarinnar 1929 komst fræðsla í henni smám saman á traustari grundvöll. Jafnframt tók málfræðikennslan að þróast í fastara form. Nýjar kennslu- bækur í þessum greinum voru samdar. Ötulir kennai’ar, sem höfðu til þessa orðið að bjargast við ómarkvísar kennsluaðferðir, þóttust að vonum góðu bættir. Það leik- ur ekki á tveim tungum, að kennslu í málfræði og stafsetn- ingu hefur fleygt fram tvo síðustu áratugi. Á þessum svið- um hafa ýmis verk verið vel unnin, og ber að meta þau að verðleikum. En „margs þarf búið við“. Flestir aðrir þættir móður- málskennslunnar eru enn meira og minna vanræktir. Jafn- vel er unnt að efast um, að kennslan í áðurnefndum grein- um sé komin í æskilegt horf. Það er til dæmis með öllu órannsakað mál, hve gagnsöm beygingafræðin reynist nemandanum, þegar nokkur tími er liðinn frá prófi. Allir vita, að mikill hluti námsefnis gleymist. I því efni eru málfræðireglurnar engin undantekning. Að nokkrum tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.