Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 21

Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 21
innilega samúð með henni, en hann fór svo dult með þessar tilfinningar sínar, að allir, sem á skipinu voru, höfðu veitt þeim athygli, nema María Grant og hann sjálfur. Ef til vill hefur hinn lærði Iandfræð- ingur verið hamingjusamasti maðurinn á suðurhveli jarðar um þessar mundir. Hann rakti sundur landabréf sín, breiddi úr þeim á klefaborðinu og las á þau. Stundum lá nærri, að alvarlegir árekstr- ar yrðu milli hans og matsveinsins, sem ekki komst að því að leggja á borðið fyrir þessum landfræðilegu athugunum hans. En Paganel hafði alla hina á sínu bandi, nema majórinn, sem hafði eng- an áhuga fyrir landafræði, að minnsta kosti ekki á lögboðnum matmálstímum. Auk þess hafði prófessorinn komizt í bókakoffort varaskipstjórans og fundið þar meðal annars margar bækur um Spán. Paganel ásetti sér nú að læra þessa tungu, sem enginn af ferðafélög- um hans kunni, nema ef til vill Glenvan fáein orð. Vegna þess að tungumálanám var Paganel mjög hugstætt, efaðist hann ekki um, að hann yrði búinn að læra að tala þetta mál reiprennandi, þegar hann kæmi til Chile. Þess vegna tók hann nú til óspilltra málanna við nám- ið, og hvar sem hann íór, heyrðu menn hann tauta einhver dularfull og óskilj- anleg orð. En liann hafði einnig tíma til að sinna Róbert og kenna honum meðal annars nokkuð í landafræði Suður-Ameríku. Að kvöldi hins 25. september sigldi „Duncan“ inn í Magelhaenssundið, á milli Eldlands og suðurodda Ameríku. Strendurnar eru þarna lágar og sendn- ar, en Paganel vildi ekki láta nokkurn blett fara Jramhjá sér, án þess að veita honum athygli. Þess vegna stóð hann stöðugt á þilfarinu, en uppi á strönd- inni sást bregða fyrir mönnum við og við. Paganel varð því að sætta sig við að fá ekki að sjá Patagoníumann nema á löngu færi. „Patagonía án Patagoníumanna er alls ekki nein Patagonía,“ sagði hann. „Þolinmæði, virðulegi prófessor,“ mælti Glenvan. „Við munum fá að sjá Patagoníumenn, þótt seinna verði.“ „Það er ég alls ekki viss um.“ „En þeir eru þó til?“ mælti greifa- frúin. „Það efast ég um, að minnsta kosti sé ég enga.“ „Patagonía er spánskt orð, sem þýðir „Stórfótur,“ og 'hefur það nafn væntan- lega ekki verið gefið neinum ímynduð- um þjóðflokki.“ „O-jæja, það verður ekki mikið ráð- ið af nafninu,“ mælti prófessorinn, „og í raun og veru veit enginn, hvað þjóð- flokkur þessi heitir. Magelhaens nefndi frumbyggja þessara héraða Patagoníu- menn, en lærðir menn eru hér ekki sam- mála og gefa honum ýmis nöfn.“ „Eru menn ekki sammála um nafn þjóðflokksins?“ spurði Glenvan. „Það er þá væntanlega ekki dregið í efa, að þessir menn sé með allra hæstu mönn- um heimsins?“ „Um þetta eru engar öruggar 'heim- ildir.“ „En ferðamenn, sem hafa séð þá . . .“ „Ferðamenn þeir, sem 'hafa séð þá, eru ekki allir á sama máli. Sumir segja, VORIÐ 163

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.