Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1922, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.02.1922, Blaðsíða 5
B J A B M I 21 sjaldan verið enda sjaldan verið vel- komnari gestur. Nagoya er, ef jeg man rjett, að fólks- fjölda fjórða stærsta borgin í Japan, 5—600 þús. Ætla mætti að þar sje nóg að gera handa Octavíusi, þótt þar starfi 3—4 aðrir kristniboðar, hann hefir þó nokkrar »útstöðvar« fyrir utan borgina. »Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir«. Bifreiðin, er landar í Ameríku gáfu honum í fyrra, kemur því að góðum notum, í Japan eru þolanlega góðir vegir. Tímans vegna var mjer unt að stansa heilan dag í Nagoya, en þó með því móti að eiga á hættu að verða strandaglópur í Kobe. Jeg Varpaði þó frá mjer öllum áhyggjum, og notaði allan daginn eins og unt var til að kynnast starfi síra Octaví- usar og kringumstæðum öllum. Ók- um við í bifreiðinni um aila borgina, og heimsóttum ýmsa merka staði, og nokkra máske miður merka. Kristni- boðinn verður svo oft að veita því nána eftirlekt, sem flestir aðrir menta- menn líta á með fyrirlitningu og kæruleysi, Einnig í sora þjóðardjúps- ins, gröfum við með mestu nákvæmni, og margir hafa fundið þar gimsteina, sem frelsarinn gat fágað, til dýrðar nafni sína. Á öllum sviðum hefir menning Vesturlanda ollað meiri breytingu í Japan síðasta áratug, en nokkrum okkar getur til hugar komið. Öllu ótrúlegra er þó máske hve lítill hluti þessarar miklu breytingar hefir verið til verulegs batnaðar. Hve viðurstyggi- legur hlýtur hann ekki að vera fyrir Guði þessi gljái (polish) mentunar- innar á rotnuninnil — Þjóðin er heiðin, siðferðið spilt. Svolitla hugmynd fjekk jeg um hve miklu sannur kristindómurgelur komið til leiðar, einnig í heiðnu landi, er jeg ásamt síra Octavíusi heimsótti kristna- japanska fjölskyldu, þar sem umskiftin hið ytra stöfuðu af breytingu hið innra — afturhvaríi og endurfæðing sakir Jesú. — Þessi fjölskylda bauð okkur heim til tedrykkju — á japanska vísu. Það koin sjer vel fyrir mig að sira Octavíus var vel að sjer, ekki að eins í málinu heldur einnig i jap- önskum siðum. Japanir eru ákaflega hæverskir, þó skara Kínverjar fram úr þeim með öllum sínum viðhafnar- reglum. Skóna tókum við af okkur fyrir innan þröskuldinn, áður en við förum upp á pallinn, sem er tveggja þrepa hár. Pallurinn nær yfir mestan hluta stofugólfsins og er þakinn mott- um, haglega ofnum úr einskonar reyr. Á þessum palli sefur fólkið um nætur og situr um daga; rúmstæði eru engin, engir stólar nje borð. Við sátum á rennisljettu gólfinu á hækjum okkar kringum teketilinn, og borðuðum sætar kökur með matprjónum, og höfðum okkur margt til skemtunar, en það þó heist hve mikill klaufi jeg var að nota prjónana, voru þeir gefnir mjer að lokum til sællar minningar. »Skemtuninni« var þó ekki lokið; um kvöldið settum við okkur að snæð- ingi í japönsku gistihúsi (sira Octavíus, frú bans og jeg); mig langaði nefni- lega til að kynnast svolítið betur háttum Japana. — Á gólfinu stóð fjöld- inn allur af einskonar hlóðum fullum af glóðum. Skóna tókum við af í forstofunni, og seltum okkur kringum einar þessara hlóða. Var okkur þá feng- in panna, sem við settum á »hlóðirnar«, þá var okkur borin hrá feiti, hrátt kjöt- stykki, og allskonar hrátt kálmeti, alt þetta steiktum við á pönnunni og hrærðum vel í, stráðum síðan sykri út á. Okkur voru þá gefnir matprjónar og sín skálin hverju ásamt hráu eggi. Það var idýfan. — Sjaldan hefi jeg bragðað betri mat; og þó prjónarnir flæktust nokkuð fyrir mjer, borðaði

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.