Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1924, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.03.1924, Blaðsíða 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XVIII. árg. Reykjayík, 1.—15. marz 1924. 6.-7. tbl. Þú hefir kent mjer frá æsku, Drottinn, og alt til þessa kunngjöri jeg dásemdarverk þín. Sálm. 71, 17. Nokkur orð um frú Þóru Melsteð. Eftir Ingibjörgu Olafsson. Þann 18. desember síöasl liðinn var 100 ára afmæli frú Póru Melsteð. Henni liefir að sjálfsögðu verðið minst að mak- leikum í islenskum blöðuin, þótt ekki hafi jeg sjeð það. Núna (12. jan. 1924) er jeg í Uppsölum í Svíþjóð og liefi frí áður en fundir þeir byrja, sem jeg á að taka þáll i. Mjer datt í hug, að nota þessar stundir til þess að hripa upp nokkrar afendurminn- ingum mínum um frú Melsteð. Jeg held, að jeg hafi þekt ýmsa af mannkostum hennar sein ef lil vill fáir aðrir liafi haft tækifæri á að kynnast, mannkosti, sem margir halda, að hún hafi ekki átl til að bera. í því skyni, að auðga sjálfa sig. Aðrir sögðu, að hún væri mesti kvenskörungur, hágáfuð, og betur að sjer gerð um marga hluti, en nokkur önnur kona á íslandi. Flestir höll- uðust þó á þá sveifina, að hún væri bæði hörð og siðavönd um skör fram, og var því kent um að hún hefði fengið »danskt nppeldiö. Pessi orð- rómur hafði þau áhrif, að flest- um af námsmejrj- um kvennaskólans stóð mikill ótti af henni, og þótti vænst um, þá er þær voru vissar um, að mæla henni ekki í skólaslofun- um. þegar jeg kom í kvennaskólann (haustið 1903) ótl- aðist jeg hana í fyrstu, en jeg komst brátt að raun um Frú Þóra Melsteð. I. Endurminningar úr skóla■ Ekki man jeg hvenær eða hvar jeg heyrði frú Melsteð fyrst nefnda, en ýmislegl heyrði jeg um hana tal- að i uppvexti mínum, og voru dóm- ar manna um hana mjög misjafnir. Sumir sögðu, að hún væri bæði stór- lynd og drambsöm og þar á ofan bæði drottnunargjörn og nísk, og hefði slofnað kvenuaskólann einungis að það var ástæðulaust, því að ef við skólaslúlkur gerðum skyldu okkar og höguðum okkur vel, var hún okkur góð. Ekki man jeg eftir mörgu, sem gerðist þenna vetur. Jeg skal samt segja frá einu atviki — sem jeg minnist svo greinilega eins og það hefði gerst í gær — það sýnir glögt hve rangar hugmyndir við gerðum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.