Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.05.1975, Blaðsíða 16
HAPPDRÆTTI SKDGARMANNA: TIL STYRKTAR SUMARSTARFINU Skógarmenn KFUM hófu innrit- un í sumarbúðimar í Vatnaskógi seint í aprílmánuði. Verða dvalar- flokkar alls tíu. Á sumardaginn fyrsta efndu þeir til kaffsölu í félagshúsinu við Amtmannsstíg í Reykjavík, og um kvöldið héldu þeir almenna samkomu með ýmsu dagskrárefni. Þeim áskotnuðust yfir 160 þús. kr. þennan dag. Þess hefur áður verið getið hér í blaðinu, að Skógarmenn hyggj- ast reisa íþrótta- og samkomuhús í Vatnaskógi. Á það að standa vestan við skálaþyrpinguna í Lind- arrjóðri. Þegar þetta er ritað, hef- ur grunnur hússins verið steyptur. Hann er rúmlega 500 fermetrar. Kostnaður hefur þegar orðið á þriðju milljón króna. Ætlunin er að halda áfram verkinu í sumar, eftir því sem föng eru á. Hús þetta verður mjög dýrt, eins og vænta má. Skógarmenn hafa Þeir skipta þúsundum, drengirnir, sem Skógarmenn hafa heillað til sín í Vatnaskóg. Nú gellur lúðurinn að nýju, og kallað er á alla vini starfs- ins, yngri sem eldri, að þeir leggi lið, því að nýr skáli á að rísa í sumar- búðunum við Eyrarvatn. því ráðizt í útgáfu happdrættis- miða til þess að afla fjár til fram- kvæmdanna. Vinningar eru fjórir. Stærstur þeirra er bifreið, Austin Mini, þá tveir ferðavinningar á 50 þús. kr. hvor og loks heimilistæki fyrir 10 þús. kr. Lesendum Bjarma er vel kunn- ugt um starf það, sem Skógarmenn hafa unnið um árabil. Sumarbúða- starfið í Vatnaskógi er ekki gróða- fyrirtæki. Aðbúnaður og ytri fram- farir á staðnum eru því að miklu leyti háðar skilningi og liðsinni vina starfsins og velunnara. Vill Bjarmi því benda lesendum sínum á þarfir Skógarmanna og sérstak- lega vekja athygli á happdrættinu. Væri ánægjulegt, og enda nauð- synlegt,að miðar seldust vel. Þeir kosta 100 krónur og fást í Aðal- skrifstofunni, Amtmannsstíg 2B, Reykjavík. Dregið verður í happ- drættinu 5. september í haust. HVAÐ EIGIJM VÉII AÐ BOÐA BÖRMMM? Kristindómurinn hefur alla tíð barizt við faríseastefnu og sjálfs- réttlæti. Vér verðum sannarlega að gæta vor, svo að vér innrætum ekki börnunum þessi röngu viðhorf í starfi voru meðal þeirra. Enn eru þeir margir, sem hræða börnin með því að tala um Ijóta karlinn og aðrar dularfullar verur. Þeir segja við börnin: ,,Þú kemst ekki til himins, ef þú ert ekki góð- ur“. Fái þessi hugsunarháttur smeygt sér inn í barnastarf, í sunnudagaskóla og kristindóms- fræðslu, erum vér farin að gera börnin að lögmálsþrælum, enda skírskotar það til eðlis þeirra, sem þau hafa frá fæðingu. Þetta er sér- staklega hættulegt þeim bömum, sem eru hæglát, auðsveip og góð- gjöm. Hver er ástæðan til þess, að prédikun meðal barna verður oft að hætti farísea, boð og bönn? Vér verðum að gera oss ljóst, að vér höfum öll hneigð til lögmálshyggju, lögmálsþrældóms, bæði vér kristnir foreldrar, sunnu- dagaskólakennarar og aðrir, sem störfum meðal barna. Mörgum er það raun, hve erfitt er að tala við börn um náð Guðs og friðþæginguna. Það er svo miklu auðveldara að áminna og hvetja til góðrar breytni. Auk þess er sú hugsun nær- tæk, að oss beri að kenna börn- unum að lifa eftir boðum Guðs: Það verður engin alvara úr boð- orðum Guðs, ef ekki er látið fylgja með, að þeim verði refsað, sem brýtur þau, en hinum umbunað, sem heldur þau. Ef vér segjum börnunum, að þau komist til him- ins fyrir náðina eina saman, þá hljóti þau að hugsa: „Það skiptir þá engu máli, hvernig ég breyti“. Minnumst þess, að þeir menn eru til, sem halda því fram, að það leiði til siðferðilegrar upplausnar, ef fagnaðarerindið sé boðað of frjálst og óhikað. Vér skulum undirstrika í eitt skipti fyrir öll, að það vakir ekki fyrir oss í kristilegu barnastarfi að ala upp litla farísea, sem megi ekki vamm sitt vita. Takmarkið er að ala bömin upp í kristinni trú, svo að þau verði kristin. Því fær ekkert komið til vegar nema fagnaðarerindið. Takmarkið með kristilegu barna- starfi er að leiða bömin til Jesú. Það er persóna hans, er mest á að bera á í hverri hugvekju, sem haldin er fyrir börn. Fái hann kom- ið til móts við börnin, verður siða- predikun að hætti farísea óþörf. Vegur hjálpræðisins er hinn sami fyrir alla, og allir, sem vilja verða hólpnir, verða að fæðast á ný, svo að heilagur andi vitni með þeirra anda, að þeir séu Guðs börn. Þá er ekki rúm fyrir eigin afrek. Gudmund Vinskei. 16 BJARMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.