Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 25
hann sóttist mjög eftir að höndla. Hann var sí- fellt að lesa í Nýja testamentinu, nánast gegn vilja sínum, og nam staðar við orðin í Matt. 11,28: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld.“ Þessi orð drógu hann að sér með afli sem hann gat ekki staðið á móti. Eitt kvöldið var hann að niðurlotum kominn vegna baráttunnar sem geisaði í hjarta hans. Nú vildi hann höndla frið áður en dagur rynni - annað hvort í þessum heimi ellegar þeim sem við tæki. Um fimm-leytið morguninn eftir átti járnbrautarlest að fara fram hjá húsinu . . . En rétt áður en stundin rann upp var sem bjart ský fyllti herbergið þar sem hann var og honum fannst hann heyra rödd sem sagði: „Hvers vegna ertu mér andsnúinn? Ég er frels- ari þinn. Ég dó á krossinum þín vegna.“ Síðan hvarf sýnin. En Sundar hafði fundið sjanti og hann vissi hvaðan hann hafði hlotið það. Fjölskylda Sundars leit svo á að afturhvarf hans til kristindómsins væru herfileg svik við erfðavenjur hennar og hefðir. Faðir hans kvaddi hann á sinn fund og reyndi að telja hon- um hughvarf með því að bjóða honum ríki- dæmi og virðingarstöður. Þegar það kom fyrir ekki fór hann að tala um þá smán sem þau yrðu nú öll að þola. Þau orð reyndust Sundar erfið. En hann minntist orða Jesú um þann sem elskaði móður eða föður meira en hann. Þess vegna varð ekki hjá því komist að tengslin rofnuðu. Syninum var vísað út af bernskuheimilinu. Hann var þá á sextánda ári. Honum var gefinn matur fyrir utan húsið eins og hann væri holds- veikur eða stéttlaus og þar varð hann lfka að sofa. Nú hófst píslarferillinn. Seinna átti hann eftir að venjast þjáningunum. Glaður í ofsóknum Prestur í öldungakirkjunni skírði Sundar daginn sem hann varð 16 ára. Og nú tóku við lífshættir sem höfðu alltaf heillað hann. Hann losaði sig við allar eigur sínar, klæddist gulum kyrtli og lagði af stað í ævilanga ferð til að boða trúna á Krist. Hann byrjaði í bænum sínum eins og postul- arnir forðum og hélt síðan áfram til næstu sveitaþorpa og allt að landamærum Kasmírs og Afganistans. Sadú-klæðnaðurinn opnaði hon- um allar dyr. En þegar hann játaði að hann væri kristinn var hann jafnan hrakinn á brott. Stund- um tók hann nærri sér hversu sýnilegur árangur af starfi hans var oft rýr. Það varð þó aldrei til þess að hann legði árar í bát. Og sérhver maður, sem hann hitti, fékk að heyra að Jesús hefði komið til að frelsa syndara. I borginni Ilomi var honum bannað að pré- dika. Hann hlýddi því ekki svo að honum var varpað í fangelsi. Þar fór hann að dæmi Páls og Sílasar í Filippí og sagði þjófum og morðingj- um frá kærleika Guðs. Margir þeirra sneru sér til Krists og urðu sjálfir vottar hans. Þegar þetta barst yfirvöldunum til eyrna fóru þau með Sundar út torgið. Þar mátti hann sitja nakinn og bundinn á höndum og fótum en mörgum blóðsugum var kastað yfir hann. Morguninn eftir var hann enn á lífi og and^ litssvipurinn bar vott um djúpan frið. Böðlarnir urðu þá hræddir við þennan kraft, sem bjó innra með honum, svo að þeir létu hann lausan. Honum tókst með miklum erfiðismunum að skríða í burtu og leita sér hjálpar meðal nokk- urra kristinna manna í þorpinu en þeir voru trú- aðir á laun. Sundar bar alla ævi merki þessara misþyrm- inga á ltkama sínum. Seitina sagði hann um þennan atburð: „Hjarta mitt var svo fullt af gleði að ég gat ekki annað en sungið og talað.“ Að bjarga lífi sínu Öðru sinni var hann á ferð í þéttum skógi. Þá réðust ræningjar á hann og ógnuðu honum með hnífum. Hann laut höfði til þess að búa sig undir „náðarstunguna". Við þetta varð höfð- inginn svo undrandi að hann fór að spyrja fang- ann. Sundar tók fram Nýja testanientið og Ias frásöguna um ríka manninn og Lasarus. Þá varð ræninginn skelkaður. Úr því að ríki maðurinn hlaut þvílík örlög, hvernig mundi þá reglulegum stórsyndurum farnast? Sundar lét ekki tækifærið sér úr greipum ganga og sagði honum frá blóði Jesú sem hreinsar af allri synd. Morguninn eftir fór höfðinginn með hann að gryfju sent var full af mannabeinum. Hann grét, benti og sagði: „Þarna eru syndir mínar. Á slíkur maður nokkra von?“ Þá fékk hann að lieyra um ræningjann á krossinum. Loks krupu báðir á kné og báðu saman. Seinna tók ræninginn skírn og þrír gamlir vinir lians fóru að dæmi hans. Fjölmörg slík atvik áttu sér stað í starfi Sundars Singh. Hann skorti því aldrei dæmi til að útskýra mál sitt þegar hann var að tala. Ég las sjálfur áhrifamikla frásögu í enskri bók án þess að ég vissi að einnig hún var úr ævi Sund- ars Singh. Tildrög voru sem hér segir: Sundar var einu sinni á ferð yfir fjall í Tíbet ásamt tíbetskum förunaut. Svo kalt var í veðri að nærri lá að þeir króknuðu. Þá rákust þeir á mann sem hafði hnigið niður á veginn og var nær dauða en lífi. Sundar vildi hjálpa vesalings manninum á tætur en félagi hans kvað þá hafa nóg með að bjarga sjálfum sér, enda hélt hann áfram ferð sinni. Ókunni maðurinn var meðvitundarlaus. Sundar tókst um síðir að lyfta honum upp á herðar sér og þannig héldu þeir áfram. Þá hlýn- aði þeim báðum og þeir hresstust. En ekki leið á löngu þangað til þeir náðu fyrri fylgdarmanni MERKIR MENN Fjölskylda Sundars leit svo á að aftur- hvarf hans til kristindómsins væru herfileg svik við erfða- venjur hennar og hefðir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.