Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 7
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir VITNISBURÐUR Guð elskaði okkur mennina svo mikið að hann sendi Jesú í heiminn til að deyja á krossinum þannig að við gætum fengið fyrirgefningu á öllu því sem við höfuin gert rangt og að við gætum eignast eilíft líf með honum!“ Frá blautu barnsbeini hef ég oft heyrt setningar í líkingu við þessa og ekki get ég talið hversu oft ég hef sagt eitthvað á þessa leið sjálf, bæði við lítil börn og unglinga sem ég hef starfað nteð. En allt of sjaldan held ég að ég hafi hugleitt hvaða máli þessi boðskapur í raun og veru skiptir mig, boðskapurinn unt pínu, dauða og upprisu Jesú Krists frá dauðum, grundvallaratriði kristinnar trúar. Af hverju er ég að segja börnunum frá þessum atburði? Hvaða máli skiptir hann í lífi mínu? Guð setur mig stundum í óþægilegar aðstæður sem ég er ekki alltaf sátt við. En þessar óþægilegu aðstæður knýja mig til að hugsa um það hver hann er og hvers virði hann sé mér. Undanfarið finnst mér Guð hafa sett mig nokkuð oft í aðstæður sem koma mér til að hugsa urn þá fórn sem hann færði fyrir mig. Ekki fyrir löngu síðan þurfti ég að skrifa bréf þar sern ég varð að útskýra afstöðu tnína fyrir fólki sem ekki á trúna á Jesú. í fyrstu óx það mér í augum, ég var ekki viss unt að ég gæti útskýrt þannig að þau skildu hvað trú mín skiptir mig miklu máli. Þá þurfti ég að spyrja sjálfa mig þeirra spurninga sem ég er að velta fyrir mér hér. Þegar ég leitaði svara rifjaðist upp fyrir mér sú stund þegar ég fyrst eins og rankaði við mér og áttaði mig á því hvað það var í rauninni sem Jesús hafði gert fyrir mig. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára gömul þegar ég sá í fyrsta skipti kvikmyndina „Jesús frá Nasaret". Myndin lýsir þeim atburðum í lífi og starfi Jesú hér á jörðinni sern greinir frá í guðspjöllunum. Þessi kvikmynd hafði mikil áhrif á mig og sérstaklega sá hluti sem skýrir frá krossfestingunni. Það varð allt svo lifandi, þjáningin, niðurlægingin og óttinn. Svartur himinn og rigning og grátandi konur og karlar. Sorg. Jesús dó kvalarfullum dauðdaga og hann fann til því hann gerðist rnaður. Ég tnan að ég grét því ég gerði inér grein fyrir því að það sem ég hafði heyrt var ekki bara falleg saga heldur raunveruleiki, jafnmikill raunveruleiki og það að ég er ég. Jesús þjáðist rnín vegna. Hann dó ekki syndlaus því að mínar syndir hvíldu á herðurn hans. Allt í einu var ekkert erfitt lengur að skrifa þetta bréf því ég komst að því að fórn hans skipti mig öllu máli. Svo fór ég að leiða hugann að upprisunni. Þegar ég hugsa um páskadagsmorgun sé ég alltaf fyrir mér sólskinsbjartan vormorgun. Jesús gerði meira en að deyja því hann sigraði dauðann. Hann breytir myrkri í ljós, vetri í vor. Hann gaf inér líf! Þetta líf getur enginn annar en Jesús gefið mér. Hann hefur sýnt inér nteiri kærleika en ég á skilið. Meiri kærleika get ég ekki fengið því hann lagði líf sitt í sölurnar fyrir mig. Hann hefur lagt þá ábyrgð á herðar mér að ég gefi öðrurn af þessum kærleika og segi þeim sent í kringum mig eru frá honum svo þeir geti líka eignast hlutdeild í því lífi sem ég á í honum. Drottinn, þú barst mínar byrðar og bugandi syndir og dramb, á herðum þér hvíldi minn dómur, þú heilaga Guðs fórnarlamb. Drottinn þú barst mína bölvun og borgaðir skuldabréf mitt með blóði á kyalanna krossi, í kœrleik þú gafst líftð þitt. Undrandi krossinwn undir í augum þér sé: Ég á líf! Ég glötun ei lít því ég lifi í lausnarans blessun og hlíf Guilm. Gudm. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.