Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 5
setur maöur ekki á veitingastaö ekki staðgengill Krists af því að hann fylgir Kristi og þvi er nauðsynlegt að draga úr þessum væntingum með því að beina sjónum okkar að því sem embættið á að standa fyrir sam- kvæmt ritningunni og útleggingu hennar í játningum okkar evangelísk-lúthersku kirkju (CA 5, 14 og 28). Þá kemur í ljós að biskupsembættið er í eðli sínu hið sama og prestsembættið og hefur það að inntaki að prédika fagnaðarerindið og úthluta sakramentunum. Eitt meginverkefni siðbótarinnar á sínum tíma var að gera skýran greinarmun á þessu hlutverki og öllu veraldarvafstrinu sem einkennt hafði biskupa þess tíma (CA 28). í ljósi þess væri rétt að binda biskupsstarf fremur beint við boðun og eftirlit (vísitasíur) og ítreka það að biskupinn er tilsjónarmaður sem hefur það verkefni að tryggja að innan kirkjunnar sé orðið rétt boðað og sakramentunum veitt rétt þjónusta (sbr. CA 5 og 14). Það er þvi hrapallegur misskilning- ur að álíta að við getum búið til biskupsembætti eftir vilja okkar og þörfum. Biskupsembætti setur maður ekki saman eins og matseðil á veitingastað þótt sumir vilji álíta það. Andspænis örum vexti kirkjunnar sem stofnunar má spyija hvort ekki megi fela öðrum sum þeirra verkefna sem alltaf eru tengd biskupi, t.d. dag- legan rekstur, stjómun o.s.frv. Slík verkaskipting og valddreiflng samræmist nútíma þjóðfélagsgerð og evangelísk- lútherskri trú þar sem gengið er út frá fjölbreytileika í stjórnarháttum og ytra fyrirkomulagi kirkjunnar. í lokin er rétt að geta þess að innan guðfræðilegrar umræðu í dag em menn orðnir sér mjög meðvitaðir um að kenning kirkjunnar verður að hljóma skýrt í nútíma samfélagi til að geta virkað og Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson er héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. verið raunveruleg hjálp fyrir menn. Undanfarin ár hafa og næstu ár munu byggingar- og skipulagsmál vera komin tiltölulega vel í réttan farveg. Verkefni kristinna manna er ætíð hið sama: Að koma inntaki fagnaðarerindisins um Krist skýrt á framfæri í orði og verki. Það getur hún einungis gert í gegnum samræðu við samtímann, samræðu sem biskup íslands á að hvetja til og styðja. (CA = Confessio Augustana = Agsborgarjátning) Andspænis örum vexti kirkjunnar sem stofnunar má spyrja hvort ekki megi fela ödrum sum peirra verkefna sem alltaferu tengd biskupi, t.d. daglegan rekstur, stjórnun o.s.frv. Slík verkaskipting og valddreifing samræmist nútíma þjóðfélagsgerð og evangelísk-lútherskri trú par sem gengið er út frá fjölbreyti- leika í stjórnarháttum og ytra fyrirkomulagi kirkjunnar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.