Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 15
Að fá að njóta þessara fræða kostar peninga og er í raun orðinn mikill iðnaður en enginn veit hversu mikil veltan er á spádómamarkaðinum enda ekkert gefið upp og væri það í sjálfu sér verðugt rannsóknarverkefni fyrir skattayfirvöld. vagnlnum sem er næst jörðu er í 60 ljósára fjarlægð frá okkur. Sú sem er fjærst er í 200 ljósára fjarlægð. Stjörn- urnar í Karlsvagninum og öllum hinum merkjunum sömuleiðis tengjast þannig aðeins í gegnum ímyndunaraíl manna. Enda hafa mismunandi menningar- samfélög séð út mismunandi stjörnu- merki og myndir á himninfestingunni með þvi að rýna í víðáttur himingeimsins. Annað sem vert er að geta er það að staða jarðarinnar hefur breyst mikið gagnvart himingeimnum á þeim 5000 árum sem liðin eru frá því er Babýloníu- menn fundu upp þau stjörnumerki sem algengust eru á Vesturlöndum í dag. Jörðin snýst um öxul sinn en hallar líka smávegis þannig að öxullinn breytist í gegnum aldirnar og þar með útsýnið til stjarnanna einnig. Því var t.d. Meyjar- merkið áður tengt sumrinu en nú er Ljónsmerkið komið í stað þess. Á voijafn- dægrum táknuðu Tvíburarnir frjósemi jarðarinnar en nú hefur Uxinn tekið við af þeim. Og svona mætti lengi telja. En stjörnuspekingar láta sig þetta engu varða og spá í gang sólarinnar gegnum hin ýmsu hús þó allir ættu nú að vita að það er jörðin sem snýst kringum sólina en ekki öfúgt. Fleiri spádómsaðferðir Aðrar spádómsaðferðir samtimans byggja í raun á sama frjóa ímyndunarafli for- feðra okkar. Tarotspilin eru dæmi um þetta. Þau samanstanda af 78 spilum. 22 þeirra eru æðri og tákna áhrifavalda í spilinu. Þar er Galdramaðurinn, Hengdi maðurinn, Dauðinn, Elskendumir, Sólin o.s.frv. Lægri kortin em til að undirstrika og styrkja spá hinna æðri. Spádómurinn fer þannig fram að sá sem spáir stokkar spilin, leggur þau á borðið og túlkar. Hvert spil táknar ákveðna hluti en það er samhengi þeirra sem segir til um heildarspádóminn. Eins og hjá stjörnu- spekingnum, Völvunni og í Delfi forðum er það túlkun spámannsins sem öllu ræður um útkomuna. Aðrar spádómsaðferðir em t.d. I Ching þar sem lesið er í pinna, árulestur þar sem sjándinn spáir í orkugeislun líkam- ans, pendúll sem segir til um framtíðina, að ógleymdum kaffibollum sem lesa má í. Úrvalið er sem sagt mikið. Nýjasta dæmið eru Víkingakortin svokölluðu þar sem leitað er til ásatrúarinnar eftir leiðsögn. Þessi kort hafa framkvæmdasamir íslendingar hannað og komið á markað. Þessu öllu tengist síðan trúin á endur- holdgun, heilun og guðlega eiginleika mannsins sem endurspeglast í náttúru- öflunum. Að fá að njóta þessara fræða kostar peninga og er i raun orðinn mikill iðnaður en enginn veit hversu mikil veltan er á spádómamarkaðinum enda ekkert gefið upp og væri það í sjálfu sér verðugt rannsóknarverkefni fyrir skattayfirvöld. Andaglasið er sú aðferð sem unglingar fikta hvað mest við á íslandi í dag, alla vega heyri ég um það i öllum skólurn sem ég heimsæki til þess að ræða um þessi mál við börnin. Og þeir eru orðnir fjölmargir. Ekki þarf að lýsa því nánar, allir þekkja það efalaust. Ástæða er til að vara unglinga sérstaklega við anda- glasinu og benda foreldrum á að fylgjast með því hvort bömin þeirra stunda slíkt. Andaglasið getur vakið upp mikinn ótta hjá þeim sem það stunda og hef ég lent í því nokkmm sinnum að þurfa að aðstoða unglinga sem hafa ekki getað sofið marg- ar nætur eftir slíkt fikt þar sem sem hinn vondi sjálfur átti að hafa komið i glasið. í andstöðu við kristna trú Hvernig eiga kristnir einstaklingar að bregðast við þessu stöðuga spádóms- framboði? Er þetta allt sjálfsagt eins og hvað annað? Kemur þetta kirkjunni til dæmis nokkuð við? Svarið hlýtur að vera að kirkjan og kristnir einstaklingar verða að undirstrika boðskap kristinnar trúar andspænis þessari dulspekilegu ný- heiðni. Því grundvallarhugsun allra þessara spádómskerfa gengur í berhögg við kristna trú. Kristin trú boðar að maðurinn sé skapaður í Guðs mynd sem samverkamaður Guðs á jörðinni. Sem slíkur er maðurinn frjáls, frjáls undan náttúruöflunum og örlögunum, hvort sem þau birtast í mynd Seifs, Óðins og Þórs eða stjörnuspeki, andaglasa og tarotspila. Náttúran og sköpunin öll er ekki full af goðlegum öflum. Sköpunar- sagan í fyrstu Mósebók undirstrikar þetta. Það er Guð sem setur sólina, tunglið og stjörnurnar á himininn. Þau eru ekkert annað en verkfæri hans, ekki guðir, ekki vættir og þar með miklu mikilvægari en allir vættir. Þau eru sköpun Guðs! Vættimir em bara vættir! Guð einn er Guð og sköpunin öll handbragð hans. Innan þeirrar sköpunar erum við fijáls að starfa, laus undan allri örlagahyggju sem spádómar byggja á. En frelsinu fylgir líka ábyrgð. Af því að við erum frjáls, samverkamenn Guðs í heiminum, ber okkur að vinna verk hans, fylgja honum. Við emm kölluð til ábyrgðar. Spádómamarkaðurinn firrir okkur ábyrgð. „Ég er bara svona af þvi að ég er fæddur Vatnsberi." Hversu oft heyrum við ekki þessi orð eða önnur slík í dag? Spádómar um heimsendi Eins ber sérstaklega að geta þegar fjallað er um spádómaátrúnað samtímans. Þegar alda- og árþúsundamót nálgast spá margir trúarbragðafræðingar því að svokallaðir heimsendaspádómar muni aukast og þar með sértrúarhópum Ijölga er halda því fram að heimsendir sé í nánd. Við höfum séð nokkra slíka er hika ekki við að láta meðlimi sína svipta sig lífi til að uppfylla spádómana um heimsendi. Þessir hópar spá heimsendi með þeim rökum m.a. að Guð hafi skapað heiminn árið 4004 fyrir Krist, byggt á útreikn- ingum írsks biskups frá þvi á 17. öld er einnig hélt því fram að heimurinn myndi farast 26. október árið 1996. Nostra- damus, sá frægi sjáandi, spáði enda- lokum heimsins árið 1997. Enn hefur heimurinn ekki farist. Þessir sömu segja að heimurinn endist aðeins í 6000 ár og að fornir spámenn hafi sagt að heimur-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.