Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 5
orðs sem sáð er, sáómannsins, bænar, áhrifa heilags anda og ástands hjartn- anna sem sáðkornið fellur í - þetta er djúpur leyndardómur sem okkur mönnum er hulinn (sbr. Matt. 13). Guð veróur að gefa vakningu þegar hann vill og þar sem hann vill. Lærisvein- arnir eiga að lifa honum, þeir eiga að biðja og boða orðið í von um að hann kveiki líf í hjörtunum. Hvers ber þá að biðja? Það er margt. Hér skal drepið á nokkur mikilvæg atriði. - Lærisveinarnir þurfa að opna augun fyrir neyð þeirra sem ganga breióa veg- inn. Jesús segir að sá vegur liggi til glötunar (Matt. 7,13-14). Þeir þurfa að ákalla Guó um aó menn snúi sér til Jesú. Páll postuli hafói hryggð mikla og kvöl í hjartanu vegna bræóra sinna, Israels- manna, sem höfnuðu Jesú Kristi. Hann gat hugsaó sér að þola útskúfun ef það hefði getað orðið þeim til frelsunar. Hann bað þess innilega að þeir tækju á móti Jesú (Róm. 9,1-5; 10,1). Enski vakningaprédikarinn Charles H. Spurge- on lét svo um mælt að enginn sigraði óvinina úti á vígvellinum heldur á knjám í bæn. - Biðjum Guó að gefa einhverjum lærisveinum náðargáfu trúboóans. „Frá honum [Kristij er sú gjöf komin aó sum- ir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar," segir í Efes. 4,11-12. Ef til vill er það trúboðinn sem Guð notar mest til aó vekja menn til afturhvarfs og trúar. „Þú ert maóurinn," sagði Natan við Davíð konung þegar Guð sendi hann á fund konungsins vegna misgjörða hans. Þá opnuóust augu Davíðs. En spá- maðurinn flutti honum líka boðskap um fyrirgefningu Guðs. Kristinn trúboði bendir á syndirnar, nefnir þær á nafn og hvetur menn til að gera upp vió Drottin og trúa á hjálpræðisverkið sem Jesús vann á krossinum á Golgata. Þetta þarf aó vera kjarninn í boðuninni. Þeim sem flytja orð Guðs eru ekki öllum gefnarsömu prédikunargáfur. Ein- um lætur best að fræóa, annar sér þörf- ina á aó verja trúna og leiðbeina um rétta kenningu, sá þriðji hvetur til starfs á akrinum, sumir kalla fólk til trúar o.s.frv. Líklega hljóma allir þessir tónar hjá mörgum þeim sem prédika en misjafn- lega áberandi. Og vissulega getur Guð notað menn til að vekja aóra þó aó þeir séu ekki að jafnaði taldir vera vakninga- prédikarar. - Fastheldni við ritninguna er höfuó- nauðsyn í vakningastarfi. Boðandinn má ekki láta tíðarandann ráóa ferðinni eða setja sér skorður um erindið sem hann á að flytja. „Sá sem talar flytji Guós orð“ (1. Pét. 4,11), hvort sem þaó fellur að smekk áheyrendanna eða ekki. - Biójum þess aó þeir sem prédika tali einfalt og skýrt. Bandaríski vakn- ingaprédikarinn Dwight L. Moody, sem starfaði á síóari hluta nítjándu aldar, notaói mjög oft einfaldar sögur í prédik- „Þú ert maöurinnsagði Natan við Davíð konung þegar Guð sendi hann á fund konungs- ins vegna misgjörða hans. Þá opnuðust augu Davíðs. En spámaðurinn flutti honum líka boðskap um fyrirgefningu Guðs. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.