Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1946, Blaðsíða 3

Æskan - 01.05.1946, Blaðsíða 3
47. árgangur. Reykjavík, maí 1946. 5. tölublað. ☆ Sönn saga af hundi, eftir ☆ ■ Þórarin V. Magnússon. Sagan, sem ég ætla að segja ykkur, er bara af hundi, en kosturinn við iiana er sá, að hún er sönn. Það var um hátiðaleytið 1942 sem hann var tekinn frá mömmu sinni og fór með mér heim í poka, bví að auðvitað varð ég að bera hann. Lappirnar Voru svo stuttar og skrokkurinn ekki spönn. Lítill, kátur hvolpur. Jæja, nóg um það. Hann virtist una sér vel í þess- Um nýja heimi og lék sér við lcöttinn og krakkana. Svo liðu dagarnir, seppi litli óx og vitkaðist. I febrúar lcom svo fyrir óvæntur atburður. Hér kom herskip og setti í land ungan norskan her- ftiann, sem var hjá mér um tíma. — Þetta varð heilladagur fyrr héppa litla. Hann fékk þarna Prýðilegan leikfélaga, sem ýmist lék við hann og htinn strák, sem ég á, eða sat með þá sinn á hvoru hné. Og það sem meira var, það varð til þess að hann féklt ákveðið nafn. Hingað til hafði hann bara verið kallaður héppi. Hvernig þætti ykkur, ef þið ættuð ekkert nafn, vær- llð bara kölluð „strákur“ eða „stelpa“? Það eru til bæði þæg og óhlýðin börn, og ekki væri hægt að greina, hverjum hópnum þið tilheyrð- Uð, nema þið eigið eitthvert nafn. Það er eins með hvolpana, að sumir eru þægir og góðir, aðrir ó- hlýðnir. — Það er svo elcki að orðlengja, að eftir rniluð umtal eitt lcvöldið var hann slcírður, og það var Norðmaðurinn, sem gaf honum nafnið. Það var ákaflega merkilegt nafn. Þið hafið kannske ein- kvern tíma séð það á krónupeningi hjá pabba ykk- ar. — Nafnið var „Rex‘, það þýðir víst konungur eða eitthvað þess háttar. Ykkur finnst þetta nú eflaust skrítið, því að ykk- hr má ekki skíra útlendum nöfnum. En löggjöfun- hiu hefur víst láðst að láta þessi fyrirmæli ná til hundanna, og það var lán fyrir Rex litla, því að annars hefði liann ekki fengið svona virðulegt nafn, greyið. En upphefðinni fylgja líka slcyldur, og nú dugði ekki að kafna undir nafni, þvi að nafninu fylgir Persónuleiki, þótt það sé eklci nema liundur, sem her það. — Hvort sem liann hagaði sér nú vel eða illa, var það Rex og enginn annar, sem varð að taka afleiðingunum. Og freistingarnar eru margar fyrir lítinn hvolp, og það valt nú svona á ýmsu með hegðunina fvrst framan af. Bæði klæjar í góminn, meðan tennurnar eru að vaxa, og til hvers væru þær svo sem, ef ekki mætti nota þær til að rífa og naga með liitt og þetta. Þið þekkið mörg ykkar allar þær hundakúnstir, sem lítill, fjörugur hvolpur getur tekið upp á. Og þær eru ekki alltaf vel þokkaðar. Þegar voraði, fór hann svo að fylgja mér, stund- um á aðra bæi, og hændist þá svo að brúnni liryssu, sem ég notaði í slikar ferðir, að hann vélc alls ekki frá Brúnku, þó að ég sleþpti henni í haga á öðrum bæjum. Og heima fylgdi hann lienni dögum saman í haganum. Um haustið fór hann svo með mér í göngur. Þá réðust í einu á hann fimm hundar, og hefði þá illa farið, því að enginn má við margnum. Ég bjargaði honum í þetta sinn. Hann álpaðist líka heint inn í þvöguna, liélt, að allir væru svo góðir óg átti sér einskis ills von. Eftir þetta fór hann sér gætilegar. Yarfærnin óx, og hann æfðist í því að sjá á augabragði, hvort sá var vinveittur honum, sem hann mætti. hvort sem það var maður eða hundur. Svo var það í fyrra sumar, að mig vantaði hest og tryppi undan hryssunni, sem ég nefndi fyrr. Ég fór svo að leita þeirra á næstu bæjum, en fann ekki. En ég frétti nokkuð í ferðinni, sem gefur góðar vonir um, að-Rex ætli að bera nafnið með heiðri. Innsti bærinn fyrir fjarðarbotninum hérna heitir Balcki, og þangað s^ekja oft hestar af næstu bæjum. Daginn áður en ég leitaði, voru mínir hestar þar í stóðinu. Seint þennan dag kemur Rex og fer fram í stóðið, skilur tryppið og minn hest úr og rekur þá í hægðum sínum eins og leið liggur út með bæj- um. Mesta áherzlu virtist liann leggja á að relea tryppið. Hægt gekk, því að ekki voru klárarnir þægir. Aldrei. gelti hann eða gaf frá sér nokkurt hljóð. Það eitt er víst, að klárarnir fóru ekki vilj- ugir. — Sjónarvottur að þessu var Magnús Valdi- marsson bóndi á Baklca ásamt fleirum. Seint um kvöldið sást svo til lirossanna og hundsins frá Höfn, sem er bær á leiðinni, og hestarnir voru komnir heim daginn eftir. Þessi vegalengd, sem Rex rak

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.