Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 24

Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 24
ÆSKAN VISCOUNT skrúfuþoturnar, Gullfaxi og Hrímfaxi, eru vinsælustu farkostirnir í förum milli Islands og útlanda. Hitt og þetta. • Veggjalýs eru upp- runnar i hitabelt- inu, en ]>ær hafa ijorizt nieð vörum um allan lieim. • Nafnið Ástralía var fyrst notað um eyjaklasa suður í Kyrrahafi, áður en ástralska megin- landið fannst. • Snjóhirta stafar af sólbruna á augun- um, en hann orsak- ast af endurkasti sólargeisla af snjó. • Fyrstu skórnir, sem menn notuðu, var leðurspjör, hundin undir iljarnar með bvengjum. Slikir skór liafa fundizt í hellum, þar sem frumstæðir menn liöfðu búið. • Sólargeislarnir eru 400 þúsund sinnum bjartari en tungls- geislarnir. • Nicaragua er stærsta rikið í Mið-Ameríku. • ítalskur munkur í Florenz fann upp gleraugun árið 1135. Eiturslangan og hafragrauturinn. Ságan skeði löngu fyrir mitt minni, því hún er prentuð í bókrnni, sem faðir minn lærði að lesa í. Hún er um litinn dreng — eittlivað tveggja ára, sem bjó með skozkum foreldrum sínum í Indlandi. Þannig hagaði til heima hjá þeim, að svalir miklar voru á húsinu og tröppur ofan í garðinn. í þá daga átu allir Skotar hafragraut fyrstan mata á hverjum morgni, meira að segja í Indlandi. Að fornum skozkum sið snæddi faðirlnn ávallt standandi, og litli dreng- urinn apaði það eftir honum. Einu sinni varð honum reikað fram á svalirnar og kom bráðlega aftur með gx'autarskálina tóma. Það þótti móður hans býsna vel gert, þvl hann átti vanda fyrir því að ciga dá- litið erfitt með síðustu skeiðarnar. Morg- uninn eftir gerði liann slíkt hið sama, og þetta varð að vana. Foreldrarnir veittu ]>essu ekki mikla athygli, hafa sjálfsagt verið niðursokkin í samræður, eða hvað sem það liefur verið, er kom i stað morg- unblaða í Indlandi fyrir svo áralöngu. En dag nokkurn, er faðirinn skálmaði um gólf með grautarskál sína, varð hon- um litið fram á svalirnar. Þar sá liann son sinn sitja með krosslagða fætur á gólffjöl- 22 unum og grautarskálina milli hnjána. Svo sem fetið frá lronum var risastór gler- augnasianga með uppreiddan liausinn og iðaði við. Faðirinn stirðnaði vitaskuld í sporunum af skelfingu. Þá sá liann son sinn taka skeiðfylli af hafragraut og bjóða eiturslöngunni. Slangan tók við og hall- aðist aftur á bak. Þá fékk sonur hans sér eina slteið. Síðan fékk eiturslangan sina, svo strákurinn. Faðirinn sá uú í hendi sér, að þetta hlaul að vera vani þeirra, og að þessi tvö fyrirbæri hlutu að skilja hvort annað, en áður en lauk rann lionum kalt vatn milli skinns og hörunds: Eiturslang- an teygði sig nefnilega áfram tvær skeið- ar í röð og reyndi að seilast í meira en sinn lilut. Drengurinn sló hana í liöfuðið með skeiðinni sinni, og þá hrökk hún aftur til balta og beið. Þegar hafragraut- urinn var upp étinn skreið hún í burtu og drcngurinn gekk inn með tóma skálina sína. Frímerki Óska eftir viðskiptum við íslenzka frí- merltjasafnara. Jón II. Jónsson, Melum, Hrútafirði, Strandasýslu. Músín og IjóniS. Einu sinni lagðist ljón noklturt niður til þess að sofa. Litil mús var að leika sér þar skammt frá, sem ljónið lá. Hún hljóp óvart yfir löppina á ljóninu og vakti það. „Meiddu mig ekki, góða ljón,“ sagði aumingja inúsin dauðhrædd. „Ef þú lofar mér nú að fara, þá getur skeð að ég geti orðið ]>ér að liði einhvern tima seinna.“ Gamla ljónið hló. Því datt ekki í hug að eins lítið grey og músin var, gæti nokk- urn tíma hjálpað stóru Ijóni. En það lof- aði litlu músinni að fara. Noklcru seinna náðu veiðimenn þessu sama ljóni og hundu það, svo fóru þeir frá því um tíma. Ljónið reyndi af öllum kröftum að slíta böndin, en þau voru svo sterk, að það tókst ekki. Þá kom litla músin og sá, hvernig kornið var. Hún sagði ljóninu, að það skyldi vera rólegt; liún sagðist skyldi losa það. Svo tók liún sig til og nagaði i sundur einn þáttinn í böndunum eftir annan, þangað til ljónið losnaði og gat hlaupið í burt. „Einu sinni hlóst þú að mér,“ sagði litla músin.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.