Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 3

Æskan - 01.02.1968, Blaðsíða 3
'yiLHJÁLMUR STEFÁNSSON er einhver frægasti maður af íslenzkum ættum, sem uppi hefur verið. Hann er fæddur í Nýja-Islandi í Kanada 3. nóvember árið 1879. Þegar hann var tveggja ára, fluttu foreldrar hans til Norður-IIakota í Bandaríkjunum, og þar °Ist hann upp. Hann brauzt ungur til náms og laulc háskólanámi, jjrátt fyrir mikla fá- I*kt. Hann ætlaði sér að verða skáld, en varð heimsfrægur landkönnuður og vísinda- "'aður. Vilhjálmur Stefánsson hefur einkum rannsakað lifnaðarhætti Eskimóa á eyjum f'orður-Ameríku. Fáir eru kunnugri þessum íbúum heimskautalandanna en hann, enda hefur hann búið með þeim árum saman. Vilhjálmur var fyrsti heimskautafarinn, scm L'gði í þá miklu raun að gista auðnir íshafsins, án þess að hafa vistir eða eldsneyti "'eðferðis. Ætlun hans var að lifa á kjöti villidýra, er hann legði að velli. Þegar I'ann tilkynnti þessa ráðagerð sína í fyrsta sinn, héldu þeir, sem voru honum reynd- dr' 1 þessum efnum, að hann hlyti að vera vitfirrtur. Eskimóarnir voru þeirrar skoðun- fr’ að sú væri raunin. Hann var vísindamaður og æskti staðreynda. Hann tók sér byssu 1 hönd, ásamt tveim féiögum sínum, birgði sig vel að skotfærum og Iagði Ieið sína út a 'sjaka Ishafsins og dvaldist þar um margra mánaða skeið. Sumir þessara ísjaka voru "ðeins nokkurra þumlunga þykkir, en þykkt sumra nam hins vegar hundrað fetum. fjörutíu dögum liðnum voru vistir þær, er þeir félagar höfðu með sér haft, gengnar I'I burrðar. Frá þeim tíma liðnum snæddu þeir ekkert annað en scl og ísbirni, er þeir skutu. Vatn fengu þeir úr ís, sem þeir bræddu. Þeir félagar ferðuðust sjö hundruð mílur a rekísnum. í stað þess að deyja úr hungri, eins og spáð hafði verið, varð raunin sú, a® bá skorti aldrei mat um níutíu daga skeið og voru vel birgir af kjöti að leiðangrinum loknum. Kafli sá, sem hér birtist, er tekinn upp úr bók Vilhjálms Stefánssonar, er heitir »Veiðimenn á hjara heims.“ Þar segir hann frá því, þegar hann fékk fyrstu tilsögn í að Sera reglulegt Eskimóa-snjóhús. En snjóhús Eskimóanna eru alveg sérstök. Þegar þið hafði lesið frásögn Vilhjálms ættuð þið að reyna, hvort ykkur takist ekki að byggja eitt Eskimóa-snjóhús. Fönn, sem hentar í snjóhús, þarf að vera l'jögur fet á dýpt eða meira, og vera jafnhörð. Fyrst er hún atliuguð með þvi að ganga á henni og vita, hvað sporin vcrða djúp. Eftir hina mjúku Eskimóaskó eiga sporin ekki að verða dýpri en það, að rétt sé hægt að rekja þau. Marki fóturinn ekki spor í snjóinn, er hann of liarður; sökkvi maður svo djúpt, að vel marki fyrir fælinum, er hann of mjúkur. Sé hann mátulega harður eftir yfirborðinu að dæma, er staf stungið í fönnina til þess að vita, hvort hún sé jafnliörð alla leið niður. Venjulega nota Eskimóar til þess fjögurra feta langan göngustaf, álíka gildan og kústskaft. Honum er stungið í snjóinn með jöfnu taki, og sé viðstaðan alltaf liin sama, er snjórinn góður. En gaugi stafurinn vel niður nokkra ])umlunga og þurfi svo meira afl til ]>ess að koma honum niður næstu þumlunga, og gangi svo máske auðveldlega niður þar á eftir, þá er fönnin lagskipt, sneiðar úr henni myndu vilja brotna og hún er þá ónothæf. Þegar liin rétta fönn hefur verið valin, er mokað til, svo liægt sé að byrja á að sniða flögurnar. Stundum er ekki völ á öðru en grunnri fönn, aðeins nokkurra þumlunga djúpri, og verður þá að skera flögurnar lárétt, en sé um nógan snjó að ræða, er hetra að taka þær lóðrétt. Verkfærið er hnífur með 14—18 þuml. löngu blaði. Flögurnar eiga að vera dálítið lengri á annan veginn, líkt og domino-leikfang, 20—30 þuml. á lengd og 12—18 þuml. á breidd. Þykktin má vera hvað sem vill, fyrst þegar þær eru skornar, en reynist þær of þykkar, er skorið af þeim, og 4—5 þuml. er hæfileg þykkt. Við þetta fyrsta snjóhús, sem við byggðum, liagaði svo til, að við urðum að hafa húsið í nokkurri fjarlægð frá fönninni, þar sem við skárum flögurnar, því að þar var lausasnjór, cn liann er nauðsynlegur til þess að fylla með öll samskeyti, þegar húsið er komið upp, og gera það þétt. Eg athugaði vel livernig farið var að byggja þetta fyrsta hús og held að ég hefði getað hyggt sams konar hús daginn eftir. Aðferðin var í rauninni mjög óbrotin. Ovayuak tóli fyrstu flöguna og setti liana niður á rönd á aðra langliliðina, líkt og domino-leikfangi væri stillt upp á borði. Með veiðihníf sinum skar hann ofurlitinn fláa á neðri röndina, svo að flagan liallaðist ofurlítið inn á við og þó ekki meira en svo, að ]>að rétt aðeins sást. Næsta flaga var sett við endann á hinni og látin vita dálitið inn, svo að hringurinn, sem mynda átli, yrði 10 fet í þver- mál. Flái var skorinn á hana eins og hina fyrri og hún var felld svo við cndann á Iienni, að þær studdu hvor aðra; utan frá hefði elcki verið hægt að fella aðra nema að fella báðar. Þannig var hver flagan sett við aðra, ]>angað til fyrsti hringurinn var kominn. Ég liafði oft verið að hrjóta heilann um það, hvernig Eskimóar færu að við næstu röð svo að hún tylldi, en það reyndist einnig vera mjög auðvelt. Ovayuak atliugaði liring- inn vel og valdi svo stað, þar sem flögurnar voru mjög jafnar og jafnframt traustar. Vilhjálmur Stefánsson 59

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.