Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 66

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 66
Skrýtlur. Tumi litli hljóp í veg fyrir ungan mann, sem var að koma út frá systur hans. — Ég sá þig kyssa liana, sagði Tumi. Ungi maðurinn bað Tuma að þegja yfir þessu og rétti hon- um 10 krónur. Tumi rétti honum 5 krónur til baka og sagði: Hérna er fimm- kall. Ég tek alltaf sama gjald. Tveir drukknir menn voru á leið heim úr kaupstað. Þá sagði annar: — Mikið skin sólin glatt i kvöld. — Þetta er ekki sólin, heldur tunglið, sagði hinn með ærinni fyrirlitningu, Þegar þeir voru i óða önn að þrátta um þetta, bar að þriðja manninn. Báðu þeir hann blessaðan að skera úr, hvort það væri sólin eða tungl- ið, sem varpaði geislum sínum á þá. — Ég er hræddur um, að ég sé ekki dómbær um það, svaraði maðurinn, þvi að ég er alveg ókunnugur á þessum slóð- um. Prófessor nokkur var að ganga út úr háskólanum, þegar kvenstúdent tók eftir þvi, að eitthvað var hogið við höfuð- búnað hans. — Hatturinn yðar snýr öf- ngt, prófessor, mælti hún. — öfugt, en sú fjarstæða, og hvernig vitið þér lika i hvaða átt ég ætla? svaraði hinn lærði maður. Kalli litli, viltu ekki koma og kyssa hana frænku þína, ég skal þá gefa þér krónu. Kalli: Nei, þá vil ég miklu heldur taka lýsi hjá mömmu,, ég fæ túkall fyrir það. Litil stúlka horfir hugfangin á hörpuleikara: — Ertu að æfa þig, áður en þú ferð til himnarikis? — Pabbi, er það satt, að á safni í París sé til hauskúpa af Napóleon ungum og önnur af honum gömlum? — Nei, væni minn, Napólcon varð aldrei gamall. Skoti nokkur fékk stöðu sem vaktmaður. Hann fór umsvifa- laust til fornsala og seldi nátt- fötin sin. JOSSI BOLU Texti: Johannes Farestveit Teikn.: Solveig M. Sanden •••••••••••••••••••••••••• 1. Ekki er öll vitleysan eins, hugsar Þrándur, er hann sér, hvar Bjössi þrammar út að á með veiðistöng reidda um öxl sér. „Ertu að fara á þorskveiðar?“ kallar Þrándur glottandi. „Sjálfur getur þú verið þorskur," kaUar Bjössi á móti. — 2. „Ertu með, Þrándur?“ „Nei, ekki svona snemma, ég er ekki ennþá búinn að borða morgunverð.“ En sú svefnpurka og klukkan að ganga niu, hugsar Bjössi og heldur áfram. — 3. Þegar Þrándur kemur aftur út á hlaðið, kemur Bjössi i hendingskasti hlaupandi frá ánni. „Hvað gengur nú á?“ „Hefðir þú séð það, sem ég sá, hefðir þú hlaupið og meir en það,“ kallar Bjössi móður. — 4. Nú verður Þrándur forvitinn og hleypur á eftir Bjössá. Bjössi er kominn út á akur og er þar í óða önn að grafa upp maðk. „Hvað var það, sem þú sást? Sástu kannski bjarndýr?“ „Ég sá bara, að ég hafði gleymt beitunni 1“ anzar Bjössi glottandi. — 5. Bjössi er hinn ánægðasti yfir því, að honum skyldi takast að vekja forvitni Þrándar, sem stendur þarna hálfgramur af þvi, að Bjössa skyldi takast að fá hann til að hlaupa á eftir sér. „Hvað heldur þú að veiðist núna, svona snemma vors,“ tautar Þrándur, „en það er kannski bezt að fylgjast með þessari vitleysu — þú gætir þurft á sterkum manni að halda til þess að koma allri veiðinni heim,“ bætir hann við striðnislega. — 6. Að litilli stundu liðinni eru þeir báðir komnir að ánni, og Bjössi beitir og kastar fimlcga. „Nú skalt þú sjá, Þrándur, hvernig urriðinn bítur á, þvi að hér eru þeir i torfum." Og ekki ber á öðru, eitthvað hefur bitið á, en hvort það er nú urriði, það er annað mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.