Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 6
 LM egar ég var aS alast upp á Sauðárkróki, hafði kven- félagið á staðnum árlegar bama- samkomur um jólin. Barnaball var það kallað. Öll börn í þorpinu voru boðin þangað, og mættu þau í sínu besta skarti, ef skart skyldi kalla. Þau voru glöð, full eftirvæntingar og tilhlökkunar. Ég var 5 eða 6 ára, og hafði hlakkað mikið til, I marga daga, að fara á ball f fyrsta sinn. Auðvitað fór ég fyrst í bað, við urðum að vera vel hrein. Stór tré- bali var settur fyrir framan ofninn í stofunni. Vatnið var hitað í potti á kolavélinni í eldhúsinu og síðan borið í balann. Við systkinin vorum öll böðuð úr sama vatninu og þó vorum við hrein og sápuþvegin svö gljáði á litlu nebbakörturnar. Ég fór í nýja kjólinn minn, sem mamma hafði saumað fyrir jólin. Hann var úr dökkrauðu ullarsevioti, með löngum ermum og hafður við vöxt, eins og það var kallað, en það þýðir, að allur var kjóllinn held- ur stór og síður, svo hægt yrði að nota hann um næstu jól, enda þótt ég stækkaði dál.tið. Við kjólinn hafði ég hvítan útsaumaðan kraga nældan saman að framan með brjóstnál frá ömmu minni. Sokk- arnir voru úr íslenskri ull og litað- ir millibrúnir, skórnir voru inniskór úr svörtu leðri, keyptir hjá Sveini gamla kaupmanni. Mér fannst ég Á síðastliðnum vetri fluftti Ágústa Bjömsdóttir Sauðárkrókur. nokkra kynningarþætti um kaupstaði á íslandi í barnat'ma útvarpsins. Þættir þessir nutu mikilla vinsælda og munu á komandi vetri halda áfram í barnatímanum. Hér kemur einn af þáttum Ágústu, sem er bernsku- minning frá Sauðárkróki. Fleiri þættir hennar munu birtast hér í blaðínu síðar. vera harla f.n, með sftt slegið h r og slaufu í. Þegar inn í ballsalinn kom, b,aS ' við þetta stóra, glæsilega i^a^ á miðju gólfi. Það var ekki ljó®] grænt spýtutré eins og heima, hel ur almennilegt lifandi tré, hög9vl úr stórum skógi f útlandinu. ^a var stærra og fegurra en hug minn gat látið sig dreyma urn. Og skrautið! Löng bönd litlum, rauðum fánum voru vafin u tréð. Ég vissi ekki þá, að Þ6 . voru danskir fánar, arfleifð 1 dönsku kaupmönnunum, sem » bjuggu á Sauðárkróki. Ljósin v° óteljandi að mér fannst, rauð 0 hvít, gul og græn, Iftil snúin kertÞ ÆSKAN - Skemmtilegar myndasögur birtast í hverju blaöi- 4

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.