Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 6
Iðkendum íþrótta fer jafnt og þétt fjölgandi á Islandi. í árslok 1978 voru þeir taldir vera 65.652 talsins, og hafði fjölgað um tæp 4 þúsund frá árinu áður. Auk þess vinna svo rösk- lega 5.000 manns að ýmsum störfum í þágu íþróttahreyfingarinnar, þannig að tala virkra þátttakenda í íþrótta- starfinu var talin vera 70.757 árið 1978. Má til samanburðar nefna að árið 1971 voru íþróttaiðkendur taldir YFIR 70 ÞÚSUNDIR ÞÁTTTAKENDA vera 37.516 talsins. Hefur því nánast orðið helmings aukning á þessum 7 árum. Samkvæmt skýrslum ISÍ skiptast íþróttaiðkendur þannig milli íþrótta- greina árið 1978: Badminton 4.099, biak 2.501, borðtennis 1.996, fimleikar 2.923, frjálsar íþróttir 7.404, glíma 396, golf 1.422, handknattleikur 9.257, júdó 564, kastlínuíþróttir 123, knattspyrna 14.960, körfuknattleikur 3.781, lyft- ingar 623, róður 99, siglingar 475, skautaíþrótt 853, skíðaíþrótt 8.798, skotfimi 572, sund 4.706, tennis 60. Þegar Jörgen og þjónar réttvísinn- ar komu að bílnum, varð Pjakkur mjög glaður og flaðraði upp um húsbónda sinn, eins og hann vildi segja að ,,allt er gott þá endirinn er góður.“ Lögregluþjónarnir tóku þjófinn í sína vörslu og sáust glöggt á honum tannaför eftir hundinn og einnig voru klæði hans rifin. — Hann sagði frá því, að sér hefði veriö ómögulegt að sleppa út úr bílnum eftir að hundurinn stökk upp í framsætið þarna á bif- reiðastæðinu. Einasta leiðin til að sleppa var að nota bílhornið, hvað hann og gerði. — Það gerðist heima hjá Jörgen þetta kvöld, að eftir að Astrid hafði gefið Pjakki vel að eta, þá fékkst hann ekki til þess að leggjast í körfuna sína, þar sem hann var vanur að sofa, heldur gekk hann að framdyrum bílsins. Þegar þær voru opnaðar stökk hann upp í sætið og bjóst til að sofa þar. — Það var látið eftir honum. Og betri vörð var ekki unnt að fá. Það henti einu sinni að ókunnur maður fór í ógáti að rjála við bílinn, en þá var Pjakkur fljótur að standa á fætur og sýna hvassar tennur sínar. Svo má í lokin geta þess til gamans, að nokkru seinna seldi Jörgen bíl sinn og fékk sér nýjan I staðinn. Þá var sem Pjakkur missti allan áhuga fyrir því að gæta hans. Hann fór nú að sofa á gamla staðnum sínum á hverri nóttu og ekki fór hann heldur í neinn leið- angur til þess að leita að þeim gamla, hann Pjakkur — hann vissi sínu viti, sögðu menn. Lausl. þýtt úr dönsku. G.H. Hvaða leið á kanínan að fara til þess að lenda ekki í klónum á hinum úrilla garðyrkjumanni? 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.