Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 20

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 20
„FYRST SKOTINN í STELPU ELLEFU ÁRA“ Rætt við Erik Christiansen Viö sitjum í stofu einni í Reykjavík, tvær 12 ára stelpur, og viömælandi okkar er Erik Christiansen sem fyrir tæplega 73 árum fæddist í Kaupmanna- höfn. Hann óst upp á dönsku heimili, viö danska siði, gekk í danskan skóla og gegndi herþjónustu í danska sjóhernum. Þegar hann var á okkar aldri vissi hann álíka mikið um ísland og viö vitum um Albaníu og jafnvel minna því aö þá var ekki sjónvarp til þess að færa mönnum daglegar fréttir frá framandi löndum. En samt er langt síðan hann tók aö líta á sig sem íslending og ísland sem ættjörö sína. Okkur langaöi til þess aö forvitnast um bernsku hans og ástæöuna fyrir því að hann settist aö hér á landi. Viö gefum Erik orðiö: „Ég fæddist árið 1911. Foreldrar mínir voru Herm- an Christiansen verktaki og kona hans, ída. Ég ólst upp á heimili foreldra minna á Österbro ásamt tveim systrum mínum, Tove og Else. Gatan, sem viö bjugg- um viö, var stór og húsin, sem stóöu við hana há. Bak viö þau voru bakgarðar sem viö krakkarnir lék- um okkur í. Þá voru engir bílar en hestvagnar óku um Elfa Ýr Gylfadóttir og Kristín Helga Þórarinsdóttir og viðmæl- andi þeirra Erik Christiansen. götuna, meira aö segja slökkviliðið var meö hest- vagna og þegar það var að sinna útköllum fóru vagnarnir svo hægt aö viö krakkarnir gátum hlaupiö samsíða þeim. - Hvenær manstu fyrst eftir þér? „Ég man fyrst eftir mér þegar ég var þriggja ára. Ég var þá á bóndabæ uppi í sveit ásamt mömmu minni og eldri systur minni. Eina nóttina vaknaði ég viö það aö pabbi var kominn iil þess að sækja okkur. Ég man aö mamma vaföi sæng utan um mig og ég var borinn út í hestvagn sem flutti okkur heim. Fyrr' heimsstyrjöldin var skollin á og pabbi óttaðist innrás Þjóöverja í landiö og taldi öruggast aö hafa okkur heima.“ - Varstu ekki hræddur? „Nei, ég var of ungur til þess aö skilja hvað var um aö vera. Ég man aðallega eftir næturferðinni á hest- vagninum." - Hvernig var fjölskyldulífiö heima hjá þér? „Viö vorum sæmilega vel efnuö, bjuggum í rúm- góöri íbúð og höföum alltaf stúlkur til þess aö annas* heimilisstörfin. Pabbi var mikið aö heiman. Hann vann við hafnargerðir og mamma stjórnaði heimili^ og sá um uppeldi okkar barnanna. Hún var Q°ö móðir en ströng og lagði mikla áherslu á hlýðni oQ stundvísi. Á sumrin fórum viö stundum í Tívolí- Þa borðuöum viö venjulega á einhverjum veitingasta og svo fengum viö krakkarnir peninga sem vl eyddum í leiktæki og aðrar skemmtanir á meðan foreldrar okkar drukku kaffi. Á veturna voru bíófemjr helsta skemmtun okkar. Ég man mjög vel eftir Pal. ads kvikmyndahúsinu. Þaö var stórt og mjög gl®51 legt. Þetta var fyrir tíma talmyndanna en í kvikmynd3 húsinu var stór hljómsveit sem lék fyrir sýningar oQ meöan á þeim stóö. í einni bíómynd, sem viö sáum' var þaö stórstjarnan Rudolf Valentino sem lék aða hlutverkiö en tónlistin vakti mesta athygli. Þarna va lagið „Tango Jalousi" leikið í fyrsta sinn en það va einmitt hljómsveitarstjórinn Jakob Gade sem sam lagið. Þetta varð mjög vinsælt lag um allan heim °9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.