Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1928, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1928, Blaðsíða 9
Æ S K A N 7 Tvö ár voi'ii Jiðin. Nú átti Friðrilc að taka pról' í iðn sinni, og sýna, að hann væri fær í allan sjó. Prófið var í því fólgið, að Friðrik átti að ralca húsbónda sinn. Það var verulegt vandaverk. Ganili rakarinn settist á stól, batt hvituin ldút um hálsinn á sjer, hallaði sjer aftur á bak í stólnum. Friðrik löðraði nú sápu á kinnar hans. Tók því næst rakhnífinn, strauk hlaðinu fram og aftur um ólina og byrjaði svo að skafa. . En alt i einu heyrðist hljóðfæra- sláttur utan af götunni. Það var ein- lxver, sem 1 jek á t'iðlu. Friðrik varð svo hrærður, er hann heyrði fiðluóminn, að hann gleymdi sjer alveg. Höndin hans titraði og óðar en varði, liafði hann flumbrað hús- bóndann, svo að hlæddi úr honum. Rakarinn rauk á fætur bálreiður. Harin sló Friðrik lilla kinnhest, opn- aði dyrnar og hrópaði: „Snautaðu burtu, og komdu aldrei aftur fyrir augu mín. Vesalings drengurinn tók verkfærin sín og rölti burtu. En þótt honum væri þungt fyrir brjósti, þá gleymdi hann ekki fiðlukassanum. Hann gekk út í skóg, og settist þar undir ti'je. Sá hann þá, að gaukur sat á einni greininni. „Heill og sæll, gaukur, getur þú ekki hjálpað mjer?“ sagði Friðrik. „Jeg er peningalaus, og veit ekki, hvert halda skal“. Gaukurinn velti vöngum og svaraði: „Nú er hart í ári, slæmir tímar. Hver er sjálfum sjer næstur, jeg verð að hugsa um börn og bú. Því miður get jeg' ekki hjálpað þjer“. Friðrik geklc leiðar sinnar, enn þá niðurlútari en áður. En rjett á eftir heyrði hann gaukinn kalla: „Bíddu ofurlítið, drengur litli, liver veit nema jeg geti hjálpað þjer. Komdu með mjer“. Gaukurinn flaug nú á undan inn i skóginn, og átti Friðrik fult í fangi með að fylgja honum. Skógurinn var lika svo þjettur, hvergi nokkur gata nje slóð. Loks komu þeir að dálitlu vatni. í vatn þetta rann á, og steyptist hún fram í freyðandi fossi. „Jæja, lagsmaður", sagði gaukurinn, þá eruni við hingað komnir". Vatnið hlasti við þeim spegiltært og fagUrt. A bökkum þess bylgjaðist há- vaxið grængresi, en ljósar vatnaliljur blikuðu með fram bökkunum. „Hjer skalt þú nú bíða, þar til sól er gengin til viðar“, sagði gaukurinn, „þá keinur fossbúinn upp undan fossinum. Hann á sjer dýrlega höll niðri í djúp- inu. Vertu óhræddur að yrða á hann. Svo kemur alt af sjálfu sjer, og vertu nú sæll, jeg verð að flýta mjer til barn- anna“. Friðrilc þaltkaði gauknum fyrir hjálpina og flaug hann leiðar sinnar. Frli. TilkYnning. Samkvæmt samþykt síðasta Stór- stúkuþings, hefir Stórstúkan nú lekið að sjer útgáfu á barnablaðinu „Æskan“ frá þessum áramótum að telja. Eigandi hefir hún verið að blaðinu frá því fyrsta það hóf göngu sina fyrir 28 árum síðan, þá tvö fyrstu árin und- ir ritstjórn Sig. Júl. Jóhannessonar, og átti blaðið brátt góðum vinsældum að fagna. Það hefir svo til talast að jeg- tæki að mjer innheimtu og afgreiðslu á blaðinu nú fyrst um sinn. Jeg veit að þetta muni vera bæði mikið verk og

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.