Íslensk endurreisn - 11.05.1933, Blaðsíða 3

Íslensk endurreisn  - 11.05.1933, Blaðsíða 3
ÍSLENSK ENDURREISN „Heldur viljum við vera tuktbúsfangar í Þýzkalandi en verkamenn í Rússlandi'! Moskovítarnir íslensku þreytast ekki á því, að syngja Sovjetrússlandi lof og dýrð. Þeir halda því fram, að þar ríki umhyggja fyrir velferð almennings, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Sovjetrússland sje sannkallað himnaríki á jörðu. Athugum þessar fullyrðingar nokkru nánar. „Umhyggja fyrir velferð almennings^ ? Hefir Kommúnismanum í Rúslandi tekist, að vinna bug á neyðinni? Staðreynd- irnar tala: Miljónir manna hafa dáið úr hungri í landi, sem gæti verið kornforða- búr alls heimsins. Miljónir manna lifa við sult og seyru, miljónir manna verða daglega að standa í halarófu framan við sölubúðirnar, til þess að fá lífsnauð- synjar sínar, ííkt og á verstu ófriðarárunum í öðrum löndum. Neyð og aftur neyð, ekkert nema neyð! Eða er til átakanlegra dæmi um neyðina í Sovjetrússlandi, heldur en sú staðreynd, að Sovjetstjórnin hefir orðið að flytja menn sveitaflutningi úr borgunum svo hundruð þúsundum skiftir, af því að þeir höfðu ekkert að bíta eða brenna? Hvílíkt „sælunnar“ land! Þegar ástandið er þannig í landi þar sem 8 af hundraði allra íbúa búa í borg- um og 92 af hundraði í sveit, hvernig halda menn að liti þá út hér á íslandi, þar sem 40 af hundraði búa í bæjum og 60 af hundraði í sveit, ef kommúnisminn fengi að ráða. .„ITpelsi og j afnrj eíti66 ? Hvar rikir rammari kúgun, hvar er liræðslan meiri við sérhvern hlutlausan athuganda, heldur en í þessu landi „fre]sisins“? Konimúnistar hafa ekki bætt kjör einnar einustu stéttar í Rússlandi. Þeir hafa að eins látið þær sökkva mis- mundandi djúpt niður í eymdina; það er alt og sumt. Þeir hafa ekki gert hina ógæfusömu gæfusama, en þéir hafa gert hina gæfusömu ógæfusama. Það er ekki til harðari dómur um ástandið i Sovjetrússlandi heldur en ummæli nokkurra þýskra Kommúnista, er myrt höfðu þýska þjóðernissinna, flúið siðan til Rúss- lands, til þess að komast undan hegningu. — Eftir nokkurra vikna dvöl í „Sov- jetsælunni sneru þeir aftur til Þýskalands, enda þótt þeir vissu, að þeirra biði þar æfilangt l'angelsi, með þeim ummælum, að heldur vildu þeir vera tukthúsfangar í Þýskalandi, en verkamenn í Sovjetrússiandi. „Bræðpalag^ segja þeir. Við þekkjum þetta „bræðralag“. Hundrað þúsundir, meira að segja miljónir manna hafa verið skotnir í nafni þessa „bræðralags“. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður á mófi mælt. Hverjar ályktanir ber að draga af þessum staðreyndum?: Þar sem Kommúnisminn liefii* liaft tíma og tækifæri, til þess aö fpamkvæma kenningap sínap, þar liefii* hLann jafnan veriö aö færa sðnnuF á fánýti þessara sðmu kenninga. Þessvegna, íslendingarl Upprætið KomMMismann! Búsáhöld. Glervara. Við erum nýbúnir að fá mikið úrval af faJlegu og góðu búsáhöldunum sem allir lofa fyrir gæði. Einnig mikið úrval af allskonar Glervöru. Kaupð til búsins lijá okkur. Best að versla í Hamborg. • NESTI • Tobler súkkulaði, Nestle’s súkkulaði, Gida súkkulaði, Frys, Valencia, tyggÞ gúmmi og margt fleira sælgæti. Verslunin FELL, Grettisgötu 57. Sími 2285. isimiiumiiinmuimiiiuiiiuiiimiiiEiiiiiiimmiiimiiii^ 1 ipijittwi. | E „Patent"-stengur, = Mahognistengur E og Messingstengur E ásamt öllu þar tllheyrandi, — E í miklu úrvali E 1 Húsgagiiaverslun | | Kristjáns Siggeirssonar, | | Laugavegi 13. 1 nHUUHUmHUHHUUUUHHHHIIIHUIHHUHUHUUUUUlf? ö<XÍO«550«SOS>OÍXÍO»OOCC5tX5ÍXXÍOCGOÖÍ5nGÍÍOÖÍ10tX WÍMS Laugaveg 28. Reykjavík. Sími 3228. í? g g Munið að verslunin er besta nýlenduvöruverslun þessa bæjar. « o Markmið verslunarinnar er að hafa o ætið á boðstólum vörur af bestu tegund. o Yiðskiftin sem greiðust og verðið sam- g kepnisfært. g i? Besti votturinn um live miklum vin- íl í? sældum verslunin befir náð, síðan liún p g lióf göngu sína á ný er, að stöðugt bæt- X ast henni nýir viðskiftamenn. í? g Alllr ánægðir yfir nýju viðskiftunum. | OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCÍ

x

Íslensk endurreisn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.