Valsblaðið - 01.05.1979, Síða 49

Valsblaðið - 01.05.1979, Síða 49
Valsmenn á ferð og flugi Svíþjóðarför 4. flokks Engilbert var tolleraður Og stóð sig mj ög vel. Staðan í hálfleik var 1-0 og þá fengum við loksins að heyra það óþvegið hjá þjálfaranum. Það dugði líka vel og við unnum 2-1. Clydbankstelpurnar tóku mjög vel á móti okkur. Fyrir leikinn gáfu þær okkur skjöld með merkinu þeirra auk fána. Eftir leikinn buðu þær okkur í hóf í félagsheimili þeirra. Síðasti leikur okkar var við Dundee Strikers og kepptum við við þær sama dag og við fórum til Edinborg- ar. Við stóðum okkur mjögilla í fyrri hálfleik, vorum ekki svipur að sjón miðað við hina leikina og var staðan í hálfleik 0-0. Til síðari hálfleiks fór- um við ákveðnar í huga en ekkert stoðaði, mörkin hrundu á okkur og endaði leikurinn með 5 mörkum 8egn engu fyrir þær. Við kenndum þessu um, að við höfðum setið í rút- unni allan daginn, en það getur hver tekið þessu eins og hann vill. Inn á tttilli þessara leikja, kepptum við við 4 fl- Týs á sunnudegi einum í mjög góðu veðri, en í hálfleik kemur til okkar maður einn öskuvondur og hótar okkur að kalla á lögregluna ef v'ð færum ekki, því að það væri sunnudagur og grasið þyrfti að hvíla si8, okkur langaði ekki til að hætta °8 sýndum ekkert fararsnið á okkur en viti menn, þarna sjáum við lög- regluna koma askvaðandi og hótaði hún að stinga okkur inn ef við hypj- uðum okkur ekki í burt, svo að við ^öltum skellihlæjandi í húsið handan 8ötunnar. Ferðin var brátt á enda þótt að °kkur findist við ekki búnar að vera Þurna nema nokkra daga. Og áður en maður vissi sátum við í flugvél- lnni á leið til íslands. Við þökkum þjálfara og farar- sijóra fyrir frábæra ferð, einnig Pokkum við þeim sem að henni stóðu. ^yrir hönd M.fl. kvenna, Jóka og Ra8ga. 29.6.‘79 föstudagur. Lagt var af stað frá Valsheimili í rútu til K.víkur og komið þangað kl. 16°°. Höfðu menn því góðan tíma til að kanna vöruval í fríhöfninni. Starfsmenn þar voru nýkomnir úr verkfalli og voru óvenju frískir. Flogið var með vél Arnarflugs og var það hið ánægjulegasta flug. Mat- ur og þjónusta öll hin besta. Eftir 214 tíma beint flug var lent á Arlanda - flugvelli í Gautaborg. Við flugstöðvarbygginguna biðu íslensku hópanna fyrsta flokks hóp- ferðabílar, sem fluttu okkur á 3 stundarfjórðungum upp til byggða- kjarnans í Partille. Valshópurinn fékk inni í íþróttahöllinni þar sem menn mörkuðu sér gólfpláss fyrir vindsæng, svefnpoka og ferðatösku. Var nú komið í áfangastað og geng- ið fljótt til náða að loknum máls- verði. Nokkrir voru dálitla stund að átta sig á þessu nýja umhverfi en fljótlega eftir miðnætti var allt kom- ið í dúnalogn. 30.6.79. Laugardagur. Menn voru óvenju árla á fótum eða um kl. 8. Morgunverður gekk fljótt og vel fyrir sig. Síðan var frí- dagur til kvölds. Nýttu menn frelsið til bæjarferðar og héldu hópinn. Um kvöldið var mótssetning og fengum við fararstjórarnir dagskrá í hendur. Dagskráin sýndi að okkar biðu ærin verkefni á sunnudeginum. Urðu menn sammála um að fara snemma í háttinn því ræst var kl. 6.30 á sunnudagsmorgun. 4 flokks biðu 3 leikir á sunnudeginum hinn fyrsti hófst kl. 8. 3 flokkur lék 2 leiki á sunnudegi og hófst sá fyrri einnig kl. 8. 1.7.79. sunnudagur. Það reyndist mörgum erfitt að rífa sig upp kl. hálf sjö. Eftir að tekist hafði að nudda stírumar úr augun- um, bursta tennurnar og skella sér í keppnisbúninginn var haldið í fyrsta leikinn, sem var gegn þýska liðinu Húlser SV. Er skemmst frá að segja að eftir jafna byrjun tryggðu Vals - strákarnir stórsigur 19-6. Viðlékum í 1. riðli en alls voru 5 riðlar í þessum flokki (PA) og 4 eða 5 lið í hverjum riðli. Næsti leikur var skömmu fyrir há- degi við norskt lið Sturla IL. Strák- arnir voru áfram í roknastuði. öll leikkerfi gengu upp og sigurinn varð 13-6. Nú var þreyta farin að segja til sín því nokkrir strákanna höfðu orðið að styrkja 3. flokk Vals, sem einnig átti þarna í baráttu. Síðdegis mættum við danska lið- inu Norstrand og var mikilvægt að sigra þá, því með því ættum við alla vega öruggt 2. sæti í riðlinum og þar með sæti í A - úrslitakeppni. Þessi leikur vannst 15-9 og voru menn að vonum mjög kátir eftir þann leik. Danir sátu eftir með sárt ennið. Mikill hugur var nú kominn í strákana að vinna leikinn gegn hinu danska liðinu Nyborg GIF kl. 9.10 daginn eftir. Þennan fyrsta dag gekk allt vel. Veðrið var stórkostlegt 25-30 stiga hiti og sólskin. 2.7.79. mánudagur. Morgunverðurinn rann fljótt og Valsmenn á ferð og flugi 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.