Valsblaðið - 01.05.1989, Page 30

Valsblaðið - 01.05.1989, Page 30
Jakob Sigurðsson fyrirliði meistara- flokks karla í hand- bolta og marg- reyndur lands- liðsmaður Eyjapeyjanum í Valsliðinu, fyrirliðanum J akobi Sigurðssyni, er fleira til lista lagt en að kasta bolta. Hann er margfaldur íslands- meistari með Val í fótbolta, var í sýningar- flokki í fimleikum þegar hann bjó í Vest- mannaeyjum og á íslandsmeistaratitil að baki með 2. flokki HK í blaki. Á aldrinum 14 til 15 ára var Jakob á kafi í hestmennsku en því áhugamáli lauk snögglega þegar keyrt var yfir hestinn hans. „Jú, auðvitað lagðist mað- ur í kör eins og Egill forðum þegar hesturinn drapst,” segir Jakob og brosir. „Annars er nú dálítið skondið hvernig ég varð íslandsmeist- ari í blaki. Nokkrum félaga minna tókst að plata mig á blakæfingu með HK sem leiddi til þess að ég var síðar boðaður í leik með liðinu. Ég koma lítið inn á leiknum en fékk þó að vera smávegis með. Þetti er minn eini blak- leikur á ferlinum en þegar lið HK varð meist- ari í lok vetrar fékk ég sendan verðlaunapen- ing heim. Ég þurfti því ekki að hafa mikið fyrir þeim Islandsmeistaratitli.” Jakob Sigurðsson er fæddur í Vestmanna- eyjum 28. mars 1964. Sambýliskona hans heitir Fjóla Sigurðardóttir og er tölvunar- fræðingur. Jakob er einkabarn hjónanna Sig- urðar Tómassonar og Guðrúnar Jakobsdótt- ur. „Nei, ég held að ég sé ekki spilltur því það var reynt að ala mig upp í góðum siðum.” Jakob lenti í því 23. janúar 1973, þá 9 ára gamall, að flýja Vestmannaeyjar ásamt öðr- um Eyjaskeggjum þegar jörðin tók að spúa eldi og brennisteinum. Hann snéri til baka þegar öllu var óhætt en þegar foreldrum hans bauðst góð atvinna í Reykjavík lauk ánægju- legu Eyjatímabili í lífi hans, í bili að minnsta kosti. „Vestmannaeyjar er fullkominn staður fyrir gutta að alast upp á. Manni var sleppt út á morgnana og svo skilaði maður sér heim þegar svengdin sagði til sín. Við vorum í fót- bolta allan daginn eða að byggja kofa. í þá daga gekk lífið út á fótbolta og í Eyjum var fullt af hverfaliðum. Ég man að ég lék ýmist með Smára eða Visi. Handboltinn í mínu lífi kom ekki til sögunnar fyrr í 5. flokki hjá Val en þá var ég orðinn 12 ára.” — Af hverju varð Valur fyrir valinu eftir að þú fluttir til Reykjavíkur? 30

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.