Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 106

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 106
84 ÓLAFUR s. thorgeirsson: ald kallaöi ekki alt menn. Flestir menn, þó vel færir væru, voru í hans augfum drengir eða jafnvel vesalingar. „Hann er madur, sá gamli íslendingur“, sagði sá jötunn — hann Donald Gaskell; ,,hann er maður drengir mínir, hann ermaður!" lin nú er að byrja á því atriði, sem eg hét að segja frá. Það var þrekvirki, eða öllu heldur ofdirfskubragð, sem er áreiðanlega eins dæmi í sögu Vestur-Islendinga — ofdirfsku-tiltæki, sem enginn hefði vogað að gjöra, nema sá, er hefir alveg óblandað norrænt blóð í æðum sínum, og öll einkenni víkingsins sameinuð í réttum hlutföllum. — Eg segi nú söguna, eins og eg hefi heyrt hana, ogeins og hún er sögð — sem nokkurs konar þjóðsaga — þar austur við sjóinn. Það var einn dag um haustið 1882, að kona Hró- niundar varð veik. Um morguninn þann sama dag gekk að ofsaveður af norðaustri. Slík ofsaveður eru algeng á haustin í Nýja Skotlandi og verða mörgum skipum að tjóni við strendur þess lands. Eftir því, sem á daginn leið, þyngdi konunni meir og meir; og jafnframt versnaði veðrið. Atlantshafið skall með öllum þunga sínum á ströndina —sjórinn rauk— hvítfyssandi grunnsævis-öldurnar hófust viö himinn, og brimið sauð og vall við hvert andnes og sker. — Svo Ieið dagur að kvöldi. Alt af stöðugt þyngdi konunni — og veðrið ólmaðist og sjórinn rauk. Gamla Hrómundi varð það nú ljóst, að brýn nauð- sýn var að sækja lækni — og það tafarlaust. Hann vissi að í þorpinu í Spry Bay var ungur og duglegur læknir, Patrik að nafni. En til Spry Bay voru fullar fimm mílur enskar, og ekki árennilegt að sækja þangað í öðrum eins sjó og öðru eins ofsaveðri. Það var hreint ekki viðlit að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.