Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 48

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 48
48 ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON: Hún hafði frábærlega gott minni, og sagði okkur, meðal annars, margar Islendingasögur, ef bækur voru ekki fá- anlegar. Hef eg undrast, þegar eg nú hef lesið sumar þessar b;ekur, að oft mundi hún jafnvel samtöl, t.d. í Pilti og stúlku. Ósköpin öll kunni hún af kvæðum, sálm- um og rímum, og var sjálf vel skáldmælt. Skrifaði hún systkinum sínum mörg ljóðabréf meðan hún var á Islandi. Eina vísu man eg, sem mun hafa verið í einu þessara Ijóðbréfa: Fagrar óskir frændur þínir vanda, fölvri, sem á jökul—búa—grund, hæstan biðja hilmi dýrðarlanda helga að leiða þig við sína mund; ástar kveðju einnig biður hlýja ættar—flytja—mig, hin forna slóð, óskar hún, á Islandi Nýja öll sín dafna vel að nái jóð. Nokkur eftirmæli veit eg, að hún orti, og ótal lausa- vísur eftir að hún kom til þessa lands, og kann eg nok- krar þeirra. Einnig hef eg talsvert af Ijóðum eftir föður minn, þó mikið af því, sem hann orti, sé glatað. Margsinnis var farið fram á við hann, að láta prenta kvæði sín, sérstak- lega var það séra Jóhann Bjarnason, sem gerði marg- ítrekaðar tilraunir til þess. Nokkur kvæði sín mun faðir minn hafa verið búinn að hreinskrifa, en það, sem eg hef, var mest allt á vel samanbrotnum blöðum, er var mjög angurblítt að rekja upp og lesa. Sum kvæðin eru löng, milli 60 og 70 erindi. Seinasta kvæðið, “Egill landnáms- maður”, orti faðir minn stuttu áður en hann lést. Þá er eg nýbúin að lesa nokkur ljóðabréf og lausa- vísur, sem faðir minn og Baldvin Halldórsson sendu hvor öðrum í skammdeginu veturna 1912 og 1913. Þar hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.