Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.03.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.03.1987, Blaðsíða 4
4 Alþýðublað Hafnarfjarðar Það áttu bara að vera aðrar konur Rannveig Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópavogi, skipar 3. sæti A — listans í Reykjaneskjördæmi. Hún er ein þeirra kvenna sem hefur haslað sér völl á hinum pólitíska vettvangi undanfarin ár. Þar starfar hún órtauð, jafnt við hlið karla sem kvenna. Okkur langaði til að forvitn- ast örlítið um uppruna Rannveigar og lífshlaup. Viðtalið hér á eftir við tilvonandi þingmann Alþýðuflokksins, tók blaðið fyrir skömmu. Rannveig þú ert fædd í meyjarmerkinu, hvenær og hvar? Já og sumir halda því fram að ég sé dæmigerð meyja, en það þýðir að maður er smámun- samur, samviskusamur, alltaf að passa að hafa hlutina í lagi og að allt sé á hreinu, sem sé maður er kröfuharður við sjálf- an sig og ekki síst aðra. Ég er fædd á ísa- firði 15. september 1940. Foreldrar mínir voru Sigurjóna Jón- asdóttir og Guðm- undur Kr. Guðmunds- son skipstjóri. Ég er fædd á ísafirði 15. sept- ember 1940. Foreldrar mínir voru Sigurjóna Jónasdóttir og Guðmundur Kr. Guðmundsson skipstjóri. Ég er næst yngst átta systkina og þegar ég lít til baka finnst mér að það hafi verið mikil birta yfir æsku- og upp- vaxtarárunum. Það er örugg- lega rétt, sem oft er haldið fram, að börn í borgarsamfélagi fari mikils á mis. Það er alveg sér- stakt að alast upp í litlum at- hafnabæ, þar sem maður er í sterkum tengslum við allt sem gerist og fær þekkingu á flestu fólki í bænum og þeirra störf- um. Líf sjómannsfjölskyldu hefur yfir sér sérstakan blæ, sem ekki er auðvelt að lýsa fyrir þeim sem ekki þekkja það af eigin raun. Og enn í dag gerist það ef veðraskipti verða mjög snögg til hins verra þá vekur það upp minningar um biðtímann og kvíðann þar til bátarnir voru komnir í höfn. Ég hef oft velt því fyrir mér síðar í allri þessri kvenna umræðu hvað húsmóð- irin á sjómannsheimilinu bar mikinn þunga á herðum sér. Hvernig var aðstaða barna til leikja á ísafirði þá? í þá daga var fjöldi barna í hverju húsi og gatan var leik- völlurinn - og hver gata var sér heimur. Auðvitað kynntist maður þá ýmsum hlutum, sem nú þarf að útbúa sérstaklega fyrir börn. Þá var t.d. hægt að fá lánaðan árabát til að róa út á pollinn, dorga af bryggjusporðinum og fara í berjamó. Því allt var innan seilingar. Það unnu allir á ísa- firði og stelpur fóru í vist 9-10 ára gamlar. Fyrsta sumarið sem ég vann í rækjuverksmiðju var ég 12 ára, og okkur þótti sport í Það unnu allir á ísa- firði og stelpur fóru í vist 9-10 ára gamlar. Fyrsta sumarið sem ég vann í rækjuverk- smiðju var ég 12 ára, og okkur þótti sport í því. Snyrtinámskeið eru að hefjast Fyrsta námskeiðið byrjar 16. mars. Frá CARTIER body milk og body creame loksins komið Ásta Sigurðardóttir Valgerður Guðmundsdóttir snyrtifræðingur snyrtifræðingur Rannveig GuSmundsdóttir því. Seinna fór maður í af- greiðslustörf eða fiskvinnslu og á gagnfræðaskólaárum mínum kom það oft fyrir að gefið var frí ef mikið lá við í fiskvinnslunni. Þetta voru hamingjurík bernsku og æskuár. Hvað um skólagöngu? Á uppvaxtarárum mínum var það metnaðarmál foreldra, að skila börnunum út í lífið með gagnfræðapróf því þá var það ekki orðið svo algengt að ung- menni færu í framhaldsnám. Það var mikið félagslíf á Isafirði á þessum árum bæði innan og utan skólans enda þótti ísa- fjörður jafnan mikill menning- arbær. Ég lauk landsprófi og fór síðan að vinna á símanum. Skólafélagarnir voru mjög samheldinn hópur og útskrift- arhópurinn hefur haldið nokk- uð traustu sambandi alla tíð. Eins og gengur með unglinga var ég að sjálfsögðu í klíku og það er fyndið núna hve margir úr þeim hópi hafa látið til sín taka í pólitíkinni. Nefndu okkur dæmi. Jon og Guðmundur Sigurðs- synir, en Jón skipar nú efsta sæti A - listans í Reykjavík og Guðmundur er á listanum með mér hér í Reykjanesi. Jón Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins í Keflavík, Árni Sig- urðsson bæjarfulltrui Sjálf- stæðisflokksins á ísafirði svo einhverjir séu nefndir, auk þess a.m.k. tveir virkir í pólitíkinni á ísafirði og eins og þú heyrir allir karlkyns. Nú var ísafjörður frægur á þessum árum fyrir pólitísk átök. Urðuð þið krakkarnir mikið vör við þetta? Já a.m.k. fyrir kosningar. Þarna voru gífurlegir pólitískir straumar og fóru allir sem gátu á framboðsfundina, líka við unglingarnir. Við skynjuðum hina miklu spennu sem fylgdi kosningabaráttunni. Fram- boðsfundirnir voru sendir út á stuttbylgju og færi maður ekki á fundina þá glumdu framboðs- ræðurnar inni á hverju heimili og þær voru sko ekkert barna- hjal. Auðvitað hefur þetta haft sín áhrif. Þú sagðir áðan að þú hefð- ir farið á símann eftir lands- prófið. Varð ekkert af frek- ara námi? Nei eins og ég sagði áðan þá fór ég strax að vinna. Ég trúlof- aðist strák frá Isafirði, Sverri Jónssyni og eignaðist fyrsta barnið 18 ára. Var það algengt að stelpur eignuðust börn svona ung- ar? Já um það leyti sem ég átti dóttur mína held ég að flestar skólasysturnar hafi verið orðn- ar eða verið á leiðinni að verða mömmur og sumar verið búnar að stofna heimili. Ég hélt áfram að vinna með aðstoð tengda- foreldranna þar til við lögðum land undir fót, fyrst suður þar sem Sverrir settist í nýstofnaða undirbúningsdeild að Tækni- skóla og síðar til Noregs þar sem hann lauk sínu tækninámi. Hvernig var að vera í Nor- egi á þessum árum? Skemmtilegt. Við vorum svo heppin að fá inni á stúdenta- bænum Sogni í nokkra mánuði, þrátt fyrir að við værum ekki stúdentar. Þar voru margir ísl- enskir námsmenn og það þekkja það allir, sem slíkt hafa reynt, hvað skapast mikil sam- heldni á erlendri grund. Síðan fluttumst við til Lilleström, sem er 30 km. frá Osló og bjuggum þar út námstímann í einu her- bergi og eldhúsi. Þar fannst mér aldrei vera þröngt, ekki einu sinni eftir að börnin voru orðin tvö. Við bjuggum í risinu á litlu einbýlishúsi, hjá yndislegu fólki sem eru vinir okkur enn í dag. Meðan ég bjó í Sogni vann ég á saumastofu í fata- verksmiðju og ég man það enn að ég fékk 6 aura fyrir að strauja undirbuxur með skálmum, en þær stærstu voru svo langar, að þær voru jafnlangar strauborð- inu. Varstu „bara húsmóðir" í Noregi? Meðan ég bjó í Sogni vann ég á saumastofu í fataverksmiðju og ég man það enn að ég fékk 6 aura fyrir að strauja undirbuxur með skálmum, en þær stærstu voru svo langar, að þær voru jafnlangar strauborðinu. Ég hækkaði í tign og straujaði blússur en þær gáfu 36 aura. Þegar ég flutti til Lilleström missti ég leikskólaplássið fyrir stelpuna og þar var enga vinnu að fá, en mun ódýrar að lifa. Hins vegar vorum við 3 ár í Nor- egi eftir tveggja ára dvöl heima. Þá starfaði ég sem dagmamma og notaði tækifærið til að fara á námskeið í tölvufræði. Gastu notfært þér þá þekk- ingu, þegar þú fluttir heim? Já, ég fór að nokkur nám- skeið í viðbót hjá IBM og vann í tölvudeild Loftleiða í 4 ár við forritun. Á þeim árum vorum við að basla við að eignast FlugleiSaumboðið Strandgötu 15 Símar: 54930-651330

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.