Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1970, Page 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1970, Page 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Hvað er þér efst í huga þegar komið er að kjördegi? Spurning á fornum vegi Alþýðublað HafnarfjarSar lagði þessa spurningu fyrir fólk, þegar blaðið var að fara í prentun. — Svörin birtast hér é eftir: Síðast Þorgeir - Nú Einar Fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar hélt Hamar, blað Sjálf- stæðismanna, því mjög á lofti að Þorgeir Ibsen, sem þá var í 5. sæti á lista flokksins, ætti að móta stéfnu flokksins í skólamálum. A kjörtímabilinu, sem nú er að líða, befur Þorgeir nokkrum sinn- um mætt á bæjarstjórnarfundi sem varabæjarfulltrúi. Á flestum þessara funda hefur hann séð sig knúinn til að ávíta meirihlutann fyrir framkvæmda- og áhugaleysi á sviði skólamála. Flokksfor- ingjarnir tóku ekkert tillit til hans eða annarra skólamanna inn- an flokksins eftir kosningar. Nú er Þorgeirs hvergi getið. Nú á að leika sama leikinn, en á öðru sviði og með annan mann í aðalhlutverki. Einar Þ. Mathiesen, er nú skipar 5. sæti á lista flokksins, sama sæti og Þorgeir síðast, er áhugamaður á sviði íþróttamála eins og Þorgeir á sviði skólamála. Einar er í von- lausu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, en ef til vill fær hann að mæta tvisvar á ári sem varabæjarfulltrúi. Ef Sjálfstæðisflokkur- inn verður þá í meirihluta með Öháðum, eins og þessir flokkar hafa boðað, veitir ekki af fyrir Einar að byrja strax að semja skammarræðurnar, því eftir kosningarnar núna missir Sjálfstæðis- flokkurinn áhuga á íþróttahúsinu, eins og hann gerði eftir kosn- ingarnar 1962 og 1966. „Við œtlum að sigra..." Elías Jónasson, iðnnemi: Þetta er i fyrsta skipti, sem ég kýs. Mér er Ijóst að kosningarétti fylgir mikil ábyrgð. Ég hef því reynt að kynna mér málin efiir beztu föng- um. Ég er iðnnemi og því er mér iðnskólinn ofarlega í huga. Ég treysti Alþýðuflokknum bezt til framkvæmda í iðnskólamálinu. Þá finnst mér líka, að ungir menn eigi að sitja í bæjar- stjórn. Ég tel því, að unga fólkið eigi að kjósa Kjartan Jóhannsson. Með því tryggir það, að unga fólkið eigi verðugan fulltrúa í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar næsta kjörtímabil. Sigurður Símonarson, kennari: Það, sem mér er efst í huga við þessar kosningar er, að við þurfum að yngja upp í bæjarstjórninni. Það má segja, að mörg ný viðhorf hafi skapazt í ýmsum málum á síðustu ár- um, og er það hagsmunamál bæjar- búa, að bæjarstjórnin sé þvi viðbúin að taka upp þær breytingar, sem nú eiga sér stað í atvinnu-, skóla- og félagsmálum. Við sjáum einnig fram á það, að bærinn mun hafa töluverðar tekjur af Straumsvík, og er þá aðalatriðið að nýta þá fjármuni sem bezt. Til þess að svo megi verða þarf góða skipu- lagningu, en forðast að framkvæma af handahófi, eins og núverandi meirihluti hefur helzt kosið að gera á siðasta kjörtímabili. Vegna þessa kýs ég nú listann, sem hefur í bar- áttusæti þann mann, sem mér virðist vera hæfasta bæjarfulltrúaefnið' i dag, Kjartan Jóhannsson. Grétar Þorleifsson, húsasmiður: Mér er ofarlega í huga að samn- ingar um kjaramálin leysist á sem farsælastan hátt. Þá þykir mér mikil- vægt að tryggð sé atvinna í bænum og þá sérstaklega við byggingavinnu. Þar held ég að víðtæk skipulagning þurfi að koma til. Ég tel nauðsynlegt að byggingaframkvæmdir séu sem jafnastar milli ára. Reynslan sýnir mér að í þessum málum er Alþýðu- flokknum bezt treystandi og því styð ég hann......................... Einar Stefánsson, verkstjóri: Eg tel skynsamlegast að taka fyrst og fremst afstöðu til frambjóðenda flokkanna. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég frambjóðendur Al- þýðuflokksins líklegasta til að leysa vandamál bæjarfélagsins, þess vegna veiti ég þeim stuðning minn. Valgeir Kristinsson, stud. jur.: Eg hef trú á jafnaðarstefnunni og tei bezt að leysa bæjarvandamál á hennar grundvelli. Mér lízt vel á frambjóðendur Alþýðuflokksins, sér- staklega Kjartan Jóhannsson og að hans sigri vil ég stuðla. Svanfríður Eyvinds- dóttir, húsmóðir: Efling atvinnulífsins og þá sérstak- lega Bæjarútgerðarinnar er mér efst í huga. Þá er nauðsyn aðgerða í barnaverndarmáium. Það er von mín að Alþýðuflokkurinn nái þeirri að- stöðu, sem hann hafði hér áður fyrr. Þá sýndi hann að hann var þessum vandamálum vaxinn. „Við ætlum að sigra í 2. deild i ár.“ Þannig er hljóðið í knattspyrnumönn- um Hauka um þessar mundir. Og vist er að þeir hafa mikið til síns máls, því það er ekki fyrir fátækt félag að leika í 2. deild, þar sem félögin, og í reynd leikmennirnir sjálfir, verða að greiða allan ferðakostnað á sama tíma og 1. deildarfélögin fá hann greiddan að fullu. Þessi ferðakostn- aður kemur til með að skipta tugum þúsunda króna, líklega nálægt 100 þúsund krónum á félag! Starfsemi knattspyrnudeildar Hauka hefur verið öflug í ár. Eftir fremur slakan árangur í vetrarmótum haustið 1969, hefur starfið verið end- urskoðað frá grunni. Æfingar hafa verið mjög vel stundaðar eftir ára- mót og mikill hugur í mönnum að ná langþráðu takmarki — 1. deild. Þeir, sem þekkja sögu félagsins, vita að þetta er ekki óraunverulegt takmark. 1968 munaði aðeins hársbreidd að þetta tækist, og nú á að nota þá reynslu, sem þá fékkst, til hins ýtr- atsa. Svo er nú komið, að félagið getur teflt fram tveim góðum liðum í 2. deild, sem er mikill sigur fyrir fé- lagið, því gera verður ráð fyrir að stór hópur leikmanna leiki á vegum Hauka i 2. deild í ár. A döfinni er stórátak fyrir yngri flokka Hauka. Ráðinn verður góður þjálfari og vonast Haukar til að ung- ir drengir í Hafnarfirði fjölmenni til félagsins. Það, sem háir starfsemi félagsins, og raunar öllum íþróttamönnum í Hafnarfirði, er skortur á íþróttasvæði. Alagið á „vellinum" er svo mikið f ár, vegna leikja í öllum flokkum, að aðstaða til æfinga verður lítil þar. Engin önnur aðstaða til knattspyrnu- æfinga er fyrir hendi í Hafnarfirði, svo furðuiegt sem það er. Á þessu alvarlega vandamáli verða Haukar að ráða bót sem fyrst. Kæmi til greina að leigja tún á Álftanesi undir æfingar, og er það mái nú til athugunar hjá stjórn Hauka. Haukar bjóða öllum ungum mönn- um í Hafnarfirði og nágrenni að æfa með félaginu. Sérstaklega beina þeir þeim tilmælum til hinna mörgu ný- innfluttu Hafnfirðinga, að nota sér þetta tilboð Hauka, sér til ánægju og heilsubótar. Æfingar Hauka á íþróttavellinum eru á msnudögum og fimmtudögum sem hér segir: 5. og 6. flokkur kl. 5, 4. fl. kl. 7, 3. fl. kl. 8, 2. fl. kl. 9 og 1. fl. kl. 9. — Auk þess eru æfingar eftir þvi sem þurfa þykir. LEIKIR HAUKA í 2. DEILD 1970: Haukar—Selfoss 30. maí Haukar—F.H. 8. júni Þróttur—Haukar 15. júní Haukar—Breiðablik 20. júní Isafjörður—Haukar 27. júni Völsungar—Haukar 4. júlí Selfoss—Haukar 16. júlí Haukar—Ármann 23. júlí Haukar—F.H. 10. ágúst Haukar—Þróttur 13. ágúst Haukar—ísafjörður 16. ágúst Breiðablik—Haukar 20. ágúst Haukar—Völsungar 23. ágúst Ármann—Haukar 13. sept. Hafnfirðingar eru hvattir til að fjöl menna og hvetja Hauka til dáða. (Frá Haukum). Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll X A-LISTINN ijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim ; ORÐSENDING frá heimilislæknunum í HafnarfirSi ; Mánuðina júní—september 1970 verður sú breyt- | I ing á viðtalstímum heimilislæknanna í Hafnarfirði | I á laugardögum, að tveir læknar verða við hvern laug- 1 ardagsmorgun kl. 10—11. Upplýsingar um það hvaða stofur eru opnar hverju | sinni eru gefnar á lögregluvarðstofunni i síma 50131. | I Heimilislæknarnir í Hafnarfirði. | IiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiT

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.