Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 26

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 26
26 áskoranir, og bjóðast þeir til að taka úr sjóði eins hofsins og byggja veglegt missiónshús, ef jeg komi. í öðru þorpi eru þeir búnir að gefa kristniboðinu eitt hoflð, og biðja mig að koma og vígja það o. s. frv.------ Þá er að minnast á biblíuskólann. Stai-flð hjer var ekki nema 5—6 mánuða gamalt, en samt kom fólk og fór við það á mis við nýjárs hátíðina. Það komu um 70—80 karlmenn. Nokkrir voru hjer alveg þessa 10 daga og mættu í hverj- um tíma, 5 tíma á dag. Flestir þeirra voru að- komnir, sumir áttu jafnvel 150 mílur (enskar) heim til sín. Þeir kostuðu sjálfir ferð sína og dvöl hjer, — nokkrir færðu mjer þar að auki gjafir. — Við Parsons skiptumst á að stjórna samkom- unum og kennslunni. Við byrjuðum á morgnana með bænagjörð og stuttri prjedikun, svo tók biblíu- samlestur við og á hverju kvöldi hjeldum við opin- bera samkomu. Við urðum báðir svo þreyttir að við slepptum síðustu þrjá dagana einni kennslustund, — en það varð aptur til þess að við urðum varir við „falin pund“ hjá Kínverjum, sem gaf oss aptur nýtt tilefni til að vegsama Drottin. Snemma á morgnana heyrðum við að þeir voru að lesa í biblíunni úti í garði okkar, einkan- lega fjallræðuna, 11. kap. í Hebreabrjefinu og 95. sálm Davíðs. Stiuiúum læt jeg hvern þeirra Jesa einhvern

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.