Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1931, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.10.1931, Blaðsíða 16
172 HEIMILISBLAÐIÐ mynd hins ljóslifandi, halaprýdda fjanda. Svo illa hafði hann orðið úti í ástaræfin- týri sínu! Meðan þessu fór fram, hafði Gebizó villst í náttmyrkrinu, eftir að hann hafði yfirgefið elskulega húsfreyju sína, og lauk því þannig, að hestur og maður steyptust ofan í djúpa gjá; lenti Gebizó með höfuðið á steini og dauðrotaðist. Bjarnþrúður húsfreyja hvíldi aftur á móti í svefni sínum, unz sólin rann fyrsta maí; vaknaði hún þá og furðaði sig á, hve tíminn hafði hlaupið hratt. Hún bað þá Maríubæn sína, og er hún kom út úr kirkj- unni, glöð og hress í bragði, stóð hestur hennar þar, sem hún hafði skilið hann eftir. Hún beið ekki lengi eftir manni sín- um, heldur reið heim á leið í skyndi og var glöð í bragði, því hún hafði hugboð um, að hún hefði á dásamlegan hátt frels- ast frá einhverri ógnarlegri og yfirvofandi hættu. Lík Gebizó fannst von bráðara og var flutt heim. Gerði Bjarnþrúður útför hans hina veglegustu og lét lesa ótal sálumess- ur fyrir honum. En á einhvern dularfull- an hátt var öll ást til hans horfin úr hjarta hennar, þótt hún væri framvegis vingjarnleg og hjartagóð eins og áður fyrri. Þess vegna tók hin háa verndarmey hennar á himnum til að svipast um eftir öðrum eiginmanni handa henni, er verð- ugri væri þvílíkrar ástar, en Gebizó hafði verið. Segir frá því í annari sögu, hvernig þessu reiddi af. Lauslega þý.tt úr Sleben Ijeg’emlei' eftir Gottfried Keller. Ritfregnir. STUÐLAR heitir litið ljóðakver eftir Kih'fl Sólmundai'sán. Mun þetta vera hið fyrsta, er e^ ir hann birtist í heild, en í blöð mun hann sett eitthvað, t. d. hefir Heimilisblaðið hut* Ijóð eftir hann. Margar vel ortar stökur eru í kveri þessu, el létt yfir kveðskapnum og um margt ort, eI’ göfgi og hreinleiki er undiraldan. Ljóðelskir menn ættu að eignast kverið. Set hér nokkrar stökur úr kverinu á víð °r’ dreif. Kverio byrjar á þessari stöku: Hér er þjóð á Fróni fróð, fædd af góðu kyni. Mín því bjóða mun ég ljöð mörgum óðar vini. Trúin eyðir tára lá, traust í neyð og þrautum, Hún er leiðar ljósið á lífsins heiða brautum. Margur villist maðurinn. Mörgum spillir heimur. Margir fylla malinn sinn. Marga tryllir seimur. Sumir blaka sóma krans, semja kvak að meini, nógu spakir náungans naga bak i leyni. Öll þér gæði Guð á hæðum veiti, hans þig leiði höndin fríð, harmi eyði lífs um tíð. Kveriö endar á þessari stöku: Tinda fjalla fennir á. Fölnuð hallast stráin. Lindir falla seint í sjá. Sölnuð vallar bráin. — Fyrirgefið, er ekki sálarrannsóknarfundur hér? — Jú. — Get eg fengið að tala við konuna mína sál- ugu í fimm mínútur? — Hvað viljið þér henni? —- O, eg ætlaði bara að spyrja hana iivar skyrtuhnapparnir mínir eru. HVAÐ ER KVEliARATRf ’ heitir bæklin8ur: sem Klenu'iis Guðmiindsson í Bólstaðarhlíð Húnavatnssýslu hefir gefið út. Eins og n01^ ber með sér, er bæklingur þessi lýsing “ kvekara, en þeir eru aðallega útbreiddir í landi og Vesturheimi. Fá allsstaðar orð » fyrir að vera sérlega vandaðir og trúaðir ki'sl1 ir menn. Cf llt- i ýmsu eru skoðanir þeirra á ritningum °8 skýringar hinna helgu rita ólíkar útskýrinfi Eng' sig

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.