Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Síða 9

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Síða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 9 lands Englands og' Sardiníu hins vegar, og var einkum barist um aðgöngu að Svartahafinu, 1853 fóru 28,000 Englend- ingar austur til vígstöðvanna (í septem- ber) og áður vetur gekk í garð, þá lágu afar margir Englendingar sjúkir og særð- ir á spítalanum mikla, sem Tyrkir höfðu leyft til umráða í byggingu einni í Cutari. Nóg vai- rúmið í þessu feiknalega bvgg- ingarbákni. En þarna hrundu hinir særðu niður eins og hráviði af illri aðbúð, eink- uin ensku hermennirnir, og mundu hafa farið fleiri, ef Florence hefði ekki fengið þar færi á að sýna, hvað hún dygði. Þá skoraði William Hawell Russell (i Times) á enskar konur að hjálpa. Þá mundi Sidney Herbert eftir Florence og benti á hana til þeirrar farar. Og hún var nefnd til fararinnar að tillögum hans. Þá var henni fengin ábyrgðarmikil trúnaðar- staða, því að hún varð að taka að sér að stjórna heilum skara af stúlkum, svona upp og ofan, sem gáfu sig fram. Ein varð að hafa stjórnina á hendi og geta beitt stál- hörðum aga. Það var Florence falið, og eins stjórn á írskum, kaþólskum nunnum, sem voru hjúkrunarkonur og höfðu ment- un og reynslu meiri en hún sjálf; en það sýnir bezt, hver persóna hún var, að hún sýndi til fulls að hún var þessum vanda vaxin. Síðan hefir enginn Englendingur efast um, að hún hafi verið einhver mestur kven- skörungur þar í landi á sinni tíð. Fyrir ekki allmörgum árum bar eitt af hinum meiri blöðum Englendinga upp þessa spurningu: »Hver álítið þér að sé fremst kvenna í sögu hins nýja tíma?« Til blaðsins komu 300,000 svör. Þar var nafn- ið Nightingale nefnt 129,776 sinnum og að auknafni kölluð »konan með lampann«. Florence Nightingale var ekki heilsu- sterk; en þrátt fyrir sjúkdóma og veika heilsu náði hún níræðisaldri, — dáin á ár- inu 1910. (Þýtt úr »Hjemviet«). Florence Nightingalejvar köllud >Konan med lumpann«, vegna fiess, ad hún gekk œfinlega um meó litinn latnpa eóa Ijós í hendinni, er hún ad nœturlagi le.it eftir sjúklingunum - í sjúkrahúsinu í Scutari.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.