Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 33
ySgi í því,“ sagði hann hæðnislega. „En ég ^eld, að ég yrði nú ekki alveg í rónni með Wi fyrirkomulagi. Það væri þá skilyrði, að % léti yður lausa, ekki satt?“ En ég er kraaddur um, að það yrði dálítið flókið. ^Undu það, Katrín,“ Shamer leit á hana ^eð svip, sem gaf til kynna, að honum væri ariðandi að koma henni í skilning um hinar erfiðu kringumstæður, „það er ekki aðeins ^valon, það er líka hans góði vinur, þessi ^arteinn — hann er líka flæktur í málið °S þekkir mig í sjón. Þar að auki eru tvö Vlr>nuhjú í höllinni, sem hafa einnig séð ^ig. Þér getið skilið, að ég get ekki risið undir þeirri áhættu. Það eru eiðyrði fjög- Urra manna — auk yðar — og þér verðið a® viðurkenna, að með allri virðingu fyrir Urðheldni þessara herramanna, þá yrði þetta aWttusamt fyrirtæki.“ >,Hvað viljið þér þá? Hvers krefjizt þér a^ mér?“ spurði Katrín með tilbreytingar- ailsri röddu. Sh; >Ég krefst ekki annars, Katrín,“ sagði ‘arner, „en að þér skiljið hvatir mínar til að hegða mér eins og skyldan býður mér. hef alla tíð fylgt þeirri meginreglu að ívðja þeim úr vegi, sem mér hefur staðið einhver stuggur af — og þeirri reglu verð eS að fylgja — ef mér á að vera borgið. Ég v°na, að þér skiljið það.“ Hún starði á hann örvæntingarfull. Henni akildist, að loforð og heit voru til einskis. a var aðeins eftir ein leið til undankomu. „Þér eruð þó mannlegur,“ sagði hún í u^nartón. „Hvers vegna gefið þér þetta ekki allt upp á bátinn og farið eitthvað í bnrtu? Þér hafið nóga peninga til að lifa 6líis og greifi, hvar sem er í heiminum. Hvers Vegna farið þér ekki til annarrar heimsálfu, Uar sem þér eigið ekkert á hættu? Ef þér . .“ Hann greip fram í fyrir henni brosandi. l^Ivar ætti það svo sem að vera, Katrín? ^gsið betur út í málið. Það eru hundruð f^nna, sem skjálfa af hræðslu við mig, og . ýðni þeirra byggist í einu og öllu á þeim sem ég megna að halda þeim í. Haldið k®r, að þetta fólk láti tækifærið sér úr greip- Uftl ganga, þegar það sér sér fært að koma eíndum yfir mig? Nei, vina mín, ég þekki kað- Á meðan það hefur eitthvað upp úr UVl> og á meðan það óttast mig, er það mér Undirgefið af lífi og sál, ekki satt? En ef ég flýði hólminn, og það fengi að vita, að foringinn hefði orðið hræddur, þá myndi það ekki fyrr vera í rónni en það hefði snuðr- að uppi felustað minn og svikið mig. Eg hef aðeins valið á milli þess að drottna eða tor- tímast. Um aðra tilveru er ekki að ræða fyrir mig. Og ég get aðeins drottnað með því að beita valdi, takmarkalausu valdi — án allrar vægðar.“ Hann stóð á fætur og gekk til dyranna. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann hafði opnað sig fyrir henni — og ef til vill fyrir nokkurri manneskju — og sýnt hvað í hon- um bjó af tilfinningu. Hún sá valdafíkn hans, hamslausa drottnunarsýki og takmarkalausa eigingirni, sem ekki var hægt að þoka, hvað sem í húfi væri, og þar að auki næstum sjúklegt sjálfsálit og ofstækisfulla hégóma- girni, sem krafðist þess, að aðrir viður- kenndu réttlæti gerða hans, jafnvel þeir, sem voru fórnir glæpa hans. Það var vonlaust, vonlaust. Dyrnar lokuðust að baki hans. Andartaki síðar opnuðust þær aftur, og Mabel gekk inn. Hún læsti vandlega á eftir sér, settist á legubekkinn með dagblaðið og sökkti sér niður í lestur þess. XVI. KAFLI. „Hvernig hafið þér það?“ spurði Mansel. Tómas sá hann ekki, en hann sat niðri og fann, að Mansel hafði höndina um axlir hans til að halda honum uppi. „Ég er nær dauða en lífi,“ sagði Tómas. „Það er eitthvað í veginum með höfuðið á mér.“ „Það er ekki að furða,“ sagði Mansel. „Þér hafið verið meðvitundarlaus í bráðum þrjár klukkustundir.“ Tómas leit hægt í kringum sig og drap tittlinga. Ef hann hefði verið meðvitundar- laus í þrjár klukkustundir, ætti að vera kominn dagur, en það var myrkur. „Ég veit eiginlega ekki, hvernig er komið fyrir mér,“ sagði hann, „en ég hlýt að hafa misst sjónina.“ „Nei, það hafið þér ekki,“ sagði Mansel. „Ég hélt sjálfur það sama í fyrstunni, en við liggjum hérna í dimmu herbergi, það er skýringin. Þess vegna getum við ekki séð neitt.“ HEIMILISBLAÐIÐ — 77

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.